Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 8053 svör fundust
Hvar keypti Davíð ölið?
Orðasambandið um Davíð og ölið er notað á fleiri en einn veg í merkingunni að „láta einhvern kenna á því“. Það er notað með sögninni að sýna, til dæmis „Ég skal sýna þér hvar Davíð keypti ölið ef þú bregst mér,“ með sögninni að vita, til dæmis „Þú færð að vita hvar Davíð keypti ölið ef þú svíkur mig“ og með sögnin...
Hvað er fjörfiskur og hvað er til ráða?
Fjörfiskur (e. eyelid twitch) er hvimleitt vandamál sem flest allir upplifa einhvern tíma á lífsleiðinni. Um er að ræða ósjálfráða síendurtekna samdrætti í vöðvum í augnlokinu, oftast því efra, sem geta staðið í nokkra klukkutíma og allt upp í nokkra daga. Lítið er vitað um uppruna fjörfisks í flestum tilviku...
Hvað er Centaurus A?
Centaurus A (NGC5128) er afar einkennileg vetrarbraut í um 10 milljón ljósára fjarlægð frá Vetrarbrautinni okkar. Vetrarbrautin, kennd við stjörnumerkið Mannfákinn (e. Centaurus), er risastór sporvöluvetrarbraut og nálægasta virka vetrarbrautin. Virkar vetrarbrautir hafa kjarna sem framleiðir meiri geislun en alli...
Hvað er ljósbogi?
Spyrjandi bætir við: Í fréttum af slysum í álverum er stundum talað um að ljósbogi hafi myndast. Hvaða fyrirbæri er það? Ljósbogi er fyrirbæri sem myndast þegar rafstraumur fer um gas. Við þær aðstæður hitnar gasið mjög, fasabreyting verður og það myndast svokallað rafgas (e: plasma). Sameindir klofna upp í f...
Nú eru að koma jól og mig langar að vita hvað hreindýrin segja? Baula þau, jarma, hneggja eða eitthvað annað?
Við fengum þessa spurningu senda fyrir jólin í fyrra og nú fyrir skömmu fengum við bréf sem okkur finnst rétt að birta:Ég hef a.m.k. þrisvar sinnum undanfarið ár sent inn sömu spurninguna: Hvað "segja" hreindýr? en enn ekki fengið svar. Dóttir mín spurði mig að þessu fyrir jólin í fyrra og þá leitaði ég til vina o...
Hvernig eru kívíávextir ræktaðir?
Kívíávextir, eða loðber, eru aldin klifurplantna af ættkvíslinni Actinidia; Wikipedia nefnir Actinidia deliciosa og Encyclopædia Britannica Actinidia chinensis. Hægt er að lesa meira um kívíávöxtinn í svarinu Úr hvaða tveimur ávöxtum er kívíávöxtur búinn til? eftir EMB. Einnig má benda á svar Jóns Más Halldórsso...
Hví eru sumir geðveikir? Hvað gerir fólk geðveikt?
Fjallað er um geðveiki í svari Heiðdísar Valdimarsdóttur við spurningunni Hvað er geðveiki? Þar kemur fram að þegar talað er um geðveiki er oftast átt við geðklofa og geðhvarfasýki. Einkenni geðveiki eru alvarlegar andlegar truflanir, svo sem ranghugmyndir eða ofskynjanir og skert raunveruleikaskyn. Um ástæður ...
Hvað getið þið sagt mér um Pan?
Samkvæmt grískri goðafræði var Pan sveitaguð, þó sérstaklega guð dýrahirða. Nafn hans er líklega stytting á orðinu paon sem merkir 'hirðir'. Í rómverskri goðafræði var til hliðstæður guð, og hét hann Fánus. Pan er yfirleitt sagður sonur guðsins Hermesar, sem meðal annars var guð fjár- og kúahirða. Móðir hans v...
Hvort notar maður meira vatn í sturtu eða baði?
Í samanburði sem þessum þarf að gefa sér einhverjar forsendur. Mjög misjafnt er hversu lengi fólk stendur undir sturtunni, hve mikill kraftur er á vatninu og hversu mikið vatn er sett í baðkarið. Hér er stuðst við upplýsingar sem má finna á heimasíðu Vistverndar í verki, en mati og áherslum í þeim þó breytt nokkuð...
Hver var Salómon konungur og fyrir hvað var hann frægur?
Salómon var þriðji konungur hins sameinaða Ísraelsríkis (á eftir Sál og Davíð) og er jafnan talinn hafa verið þeirra mestur. Annað nafn hans var Jedídjah. Hann var fæddur í Jerúsalem í kringum árið 1000 f.Kr. og mun hafa setið að völdum á árunum 971-931 eða svo. Hann var tíundi sonur Davíðs konungs Ísaísonar e...
Hvert er minnst notaða orð á latínu?
Þetta er ein af þeim spurningum sem ekki er hægt að svara á þann hátt sem spyrjandi ætlast líklega til, það er að segja með því að tilgreina eitthvert ákveðið orð. Hugsum okkur að Ari hafi fundið eitthvert orð sem hann telur sjaldgæfasta orð í latínu. Þá getur Bjarni vinur hans andmælt því og sagt að hann geti ...
Hvað veldur Down-heilkenni og fötlun?
Það er litningabreyting sem veldur Down-heilkenni og það uppgötvaðist fyrst árið 1959. Down-heilkenni er algengasti litningasjúkdómurinn. Heilbrigðir einstaklingar hafa 23 litningapör eða alls 46 litninga. Einstaklingar sem eru með Down-heilkenni hafa auka erfðaefni í frumum líkamans, flestir þannig að þeir haf...
Af hverju hræðast menn að svartur köttur gangi í veg fyrir þá?
Kettir tengjast trúarbrögðum og þjóðtrú á ýmsan hátt eins og fjallað er um í svari Símonar Jóns Jóhannssonar við spurningunni Af hverju hræðast menn að svartur köttur gangi í veg fyrir þá? Ýmist voru þeir taldir heilagar verur eða tengdir illum öflum. Hjá Fornegyptum var kötturinn sagður afkvæmi Ísisar, gyðju ...
Er eitthvað merkilegt við brotið 1/137?
Stærðfræðilega er ekki neitt sérstaklega merkilegt við brotið 1/137 = 0.007299270072992700729927... fyrir utan að talan 137 er frumtala. Talan 1/137 á hins vegar dálítinn sess í sögulegu samhengi eðlisfræðinnar. Á fjórða áratug síðustu aldar setti breski eðlisfræðingurinn Arthur Eddington (1882 - 1944) fram t...
Töluðu steinaldarmenn tungumál?
Vísindamenn, sem rannsaka þróunarsögu mannsins, eru flestir þeirrar skoðunar að frummaðurinn hafi notað bendingar og líkamshreyfingar til þess að ná sambandi við aðra sinnar tegundar. Þessa hugmynd byggja þeir á hegðun simpansa en margar og mismunandi kenningar eru um hvað í raun greini manninn frá simpansanum. ...