Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 9634 svör fundust
Lögð er fram þraut um þrjá stráka, boltakaup og skiptingu afgangs þar sem ein króna virðist enda í lausu lofti.
Þrautin í heild er sem hér segir:Þrír strákar ætla að kaupa bolta á 30 kr. og leggja til 10 kr. hver. Senda einn pabbann í búðina en þá sér hann að boltinn kostar bara 25 krónur. Hann kaupir boltann en kann engin ráð til að skipta 5 kr. í þrennt. Hann lætur því strákana fá eina krónu hvern en heldur sjálfur eftir ...
Hver er munurinn á stjörnu og tungli?
Það er mikill munur á tungli og stjörnu. Stjörnur eru sólir sem framleiða eigið ljós og hita líkt og sólin okkar gerir. Sólstjarna myndar orku sína við ákveðið ferli sem nefnist kjarnasamruni, en þá ummyndast vetni í kjarna stjörnunnar í helíum. Stjarna getur mest haft 120 sinnum meiri massa en sólin okkar, ef hún...
Hvað eru til margir gjaldmiðlar?
Það er erfitt að gefa nákvæmt svar við þessari spurningu því að í mörgum tilfellum er álitamál hvað getur talist gjaldmiðill. Ef einungis eru taldir með þeir gjaldmiðlar sem gefnir eru út af ríkisstjórnum eða stjórnendum sjálfsstjórnarhéraða sem hafa einhvers konar viðurkenningu á alþjóðavettvangi þá eru gjaldmið...
Hvar á jörðinni er minnst bil milli sólar og jarðar?
Stutta svarið er frekar einfalt: Í þeim punkti á yfirborði jarðar sem er beint undir sólinni á hverjum tíma. Ef maður er staddur í þessum punkti sýnist honum sólin vera í hvirfilpunkti himins (zenith á mörgum erlendum málum), með öðrum orðum í stefnu lóðlínu upp á við. Jörðin er kúla og sólin er því alltaf bei...
Hvert er bræðslumark gulls?
Bræðslumark gulls er við 1064,18 °C en við það hitastig er efnið ekki lengur á föstu formi og fer að bráðna. Suðumarkið er hins vegar við 2856 °C en þá er ómögulegt að hita efnið meira sem vökva og það breytist í gas. Sambærilegar upplýsingar um önnur frumefni er að finna á síðunni WebElements. Gull hefur sætis...
Af hverju eru laufblöðin ekki blá og hvít?
Við þessari spurningu eigum við ágætt svar eftir Kesöru Anamthawat-Jónsson. Í svari við spurningunni Hvers vegna eru plöntur grænar en ekki fjólubláar eða svartar? kemur fram að blaðgræna í plöntum gleypir í sig rautt og blátt ljós og nýtir við ljóstillífun. Ennfremur segir í svarinu:Það sem plantan notar ekki eru...
Hvaða vítamín eða steinefni vantar í líkamann ef maður fær mjög oft sinadrátt?
Sinadráttur getur fylgt ýmiss konar aðstæðum. Einna algengast er að fá sinadrátt við eða eftir óvenjulega og mikla áreynslu eins og fylgt getur íþróttaiðkun, erfiðri göngu eða áreynslu í starfi. Margir þekkja það að fá sinadrátt að kvöld- eða næturlagi, til dæmis í kálfa, án sérstakrar ástæðu. Sumur konur fá sinad...
Af hverju kallast það að vera andvaka þegar maður getur ekki sofið?
Forskeytið and- merkti upphaflega 'gegn, á móti, (í átt) til' en það er einnig notað í merkingunni 'burt; frá'. Því er oft skeytt framan við nafnorð eða orð sem upphaflega voru leidd af nafnorði, til dæmis anddyri, andviðri, en algengara er að and- sé skeytt framan á orð leidd af sögnum, til dæmis andóf, andvígur....
Hvar búa flestir frumbyggjar Ástralíu?
Talið er að frumbyggjar Ástralíu hafi verið á bilinu 315.000-1.000.000 fyrir komu hvítra manna. Eins og víða annars staðar fækkaði frumbyggjum eftir að Evrópumenn settust að í landi þeirra og hélt sú þróun áfram fram á 20. öldina; talið er að í kringum 1920 hafi fjöldi þeirra verið kominn niður í 72.000. Síðustu á...
Hvað eru margar kirkjur á Íslandi?
Kirkjur á Íslandi eru fjölmargar, sökum þess geta upplýsingar um fjölda kirkna verið örlítið á reiki. Á vefsíðunni Kirkjukort má sjá „allar“ kirkjur á Íslandi. Þar eru skráðar 362 kirkjur þegar þetta er skrifað í júlí árið 2010. Árið 2004 vann Ásta Margrét Guðmundsdóttir kirknaskrá fyrir þjóðkirkjuna. Þar kemur fr...
Er hæð yfir sjávarmáli miðuð við flóð eða fjöru?
Þegar talað er um hæð yfir sjávarmáli er ekki miðað við flóð eða fjöru heldur við meðalsjávarhæð (e. mean sea level - MSL) en það er meðaltalið af hæð meðal stórstraumsflóðs og meðal stórstraumsfjöru. Á vef Landhelgisgæslunnar þar sem fjallað er um útreikning sjávarfalla í Reykjavík er að finna eftirfarandi út...
Hvers vegna er kalda vatnið alltaf kaldara inni á baði en í eldhúsinu?
Þetta stafar sennilega af því að kalda vatnið á baðinu er meira notað en í eldhúsinu, bæði oftar og meira í einu. Kannski hagar auk þess svo til hjá spyrjanda að vatnið í eldhúsið fer langa leið eftir að það greinist frá vatninu sem fer í baðherbergið. Vatn sem stendur kyrrt í leiðslum lagar sig að hitastiginu...
Er himnaríki til?
Hvað er átt við með orðinu Himnaríki? Kristin trú, sem upprunnin er meðal Gyðinga, varð fyrir miklum grískum áhrifum. Meðal Grikkja, og víðar, var himinninn tákn frjósemi og hins guðdómlega (enda berst rigningin frá himninum og þar stendur sólin og þannig veitir himinninn gróandann). Stjörnur himinsins báru meðal ...
Hvenær voru fyrstu Ólympíuleikar fatlaðra haldnir og hvar?
Ólympíuleikar fatlaðra eiga rætur sínar að rekja til landskeppni sem haldin var við Stoke Mandeville-spítalann í Aylesbury, Buckinghamshire á Englandi. Sú keppni var liður í endurhæfingu hermanna sem höfðu hlotið mænuskaða í síðari heimsstyrjöldinni. Hugmyndina átti Ludwig Guttman, taugasérfræðingur af gyðingaættu...
Hvað eða hver var eða er „Hollendingurinn fljúgandi“?
Ef leitað er á Netinu með leitarorðinu „Hollendingurinn fljúgandi" kemur í ljós að nafnið tengist ólíkum hlutum. Til dæmis bera ýmis fyrirtæki nafnið "Hollendingurinn fljúgandi". Á meðal þeirra má nefna veitingahús, diskótek, flugskóla, bátasmíðastöðvar, bakarí og meira að segja sorphreinsunarfyrirtæki. Nafn...