Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 4923 svör fundust
Af hverju er óbó alltaf notað til að gefa tóninn í upphafi sinfóníutónleika?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Hvernig stendur á því að óbó er notað til að gefa tóninn í upphafi tónleika sinfoníuhljómsveita, og önnur hljóðfæri stilla sig eftir? Gestir sinfóníutónleika hafa eflaust tekið eftir því að áður en hljómsveitin hefur leik sinn þarf hún að stilla sig saman. Þetta er...
Er það satt að Kóreustríðið sé enn í gangi?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Er það satt að Kóreustríðið (1950-1953) sé í raun ennþá í gangi? Stutta svarið við spurningunni er „já“. Þegar þetta er skrifað, í mars 2022, nærri 70 árum eftir að átökum lauk, er enn formlega stríð í gangi milli Alþýðulýðveldisins Kóreu (almennt vísað til sem Norður-...
Hver var Jón Vilhjálmsson Craxton Hólabiskup?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Hver var Jón Vilhjálmsson Craxton Hólabiskup? Var hann Englendingur eða norskur? Lengst af hafa biskupar á Íslandi verið íslenskir menn. Þetta er í raun og veru langt frá því að vera sjálfsagt. Kaþólska miðaldakirkjan var alþjóðleg stofnun. Þrátt fyrir biskupskjör í e...
Hvers vegna eru ekki haldin jól í sumum löndum?
Stutta svarið við spurningunni er að jól eins og við þekkjum þau eru yfirleitt ekki haldin þar sem önnur trú en kristni er ríkjandi. Jólin eru ein helsta hátíð kristinna manna. Inntak jóla er að minnast fæðingar Jesú Krists og því er eðlilegt að þeim sé fyrst og fremst fagnað þar sem kristin trú er ríkjandi. Re...
Hversu langt skríða skjaldbökur á dag?
Því miður hefur ekki tekist að finna fyllilega viðunandi svar við spurningunni en henni verða þó gerð einhver skil hér á eftir. Í heiminum lifa nú rúmlega 200 tegundir af skjaldbökum. Þær eru mjög misstórar og misfljótar. Sumar synda í sjó og koma aðeins að landi til að verpa. Aðrar eru í ám og vötnum en ganga ...
Hvað eru svokallaðar erkitýpur (archetypes)?
Erkitýpa er samheiti yfir frumgerð og fullkomna ímynd. Gríska orðið archetypos er í beinni þýðingu: "frummynstur." Í bókmenntagagnrýni er erkitýpa ævaforn ímynd, manngerð eða aðstæður sem endurtaka sig sífellt í bókmenntum. Þessi sífellda endurtekning gefur í skyn að um hugtak eða aðstæður er að ræða sem eru ö...
Hversu stór var heili Einsteins og hvaða svæði voru óvenjulega stór?
Heili Einsteins var breiðari en heilar úr öðrum mönnum en hins vegar ívið léttari. Óvenjulegt mynstur fannst á því svæði heilans sem tengist hæfni í stærðfræði og rúmfræði. Taugafrumur á ákveðnum stöðum virtust líka liggja þéttar saman en venjulegt er. Frekari rannsóknir væru þó æskilegar til að staðfesta þetta be...
Hvað búa margir í heiminum?
Þegar þetta svar er skrifað (22.6.2000) búa um 6.076.100.000 manns í heiminum. Eins og sjá má á töflunni hér að neðan bætist hratt við þá tölu og má finna uppfærðar upplýsingar um fólksfjölda í heiminum hér. Tölur sem þessar þarf þó að taka með fyrirvara vegna þess að nákvæmur fólksfjöldi er ekki þekktur í sum...
Hvað eru Chandrasekhar-mörk?
Chandrasekhar-mörk eða Chandrasekhar-massi koma við sögu á lokaskeiðum stjörnuþróunar. Sé massi útbrunnins stjörnukjarna minni en Chandrasekhar-mörkin myndar hann hvítan dverg en sé hann meiri myndast nifteindastjarna eða svarthol. Chandrasekhar-massinn er um 1,4 sólarmassar. Í stjörnum eins og sólinni okka...
Hvað eru margar stjörnur í geimnum?
Þessari spurningu má skipta í tvennt og spyrja annars vegar hversu margar stjörnur við sjáum á næturhimninum og hins vegar hversu margar stjörnur eru í öllum alheiminum. Þótt stjörnurnar á himninum virðist næstum óteljandi eru í raun "aðeins" um 6000 stjörnur sem hægt er að greina með berum augum, við bestu aðs...
Eru líkamlegar refsingar (þar með taldar flengingar) á börnum bannaðar með lögum á Íslandi?
Annars vegar má hér líta á orðið "refsing" þannig að átt sé við viðurlög, sem ríkisvaldið beitir þá, sem hafa verið ákærðir og fundnir sekir um afbrot. Refsing í þessum skilningi er annars vegar refsivist (fangelsi) og hins vegar fésektir. Önnur líkamleg refsing en frelsissvipting með fangelsi er ekki leyfð samkvæ...
Eru til beinar eða óbeinar aðferðir til að mæla eða meta spennu sem hleðst upp í jarðlögum á undan jarðskjálftum?
Allar aðferðir til að meta spennu í jarðskorpunni eru óbeinar, en ýmsum brögðum má beita til að meta hana. Spennunni má líkja við það þegar teygt er á gúmmíteygju eða strokleðri: efnið aflagast smám saman uns það brestur loks. Þessar eru helstar þeirra aðferða sem beitt er hér á landi til að fylgjast með spennu: ...
Hvaða bergtegundir fyrirfinnast nær eingöngu á Íslandi eða hafa séríslensk einkenni?
Tvennt er það sem ræður tilurð hinna ýmsu tegunda storkubergs: efnasamsetning kvikunnar sem bergið storknar úr og aðstæður við storknunina — hröð storknun eða hæg, við yfirborð, í vatni eða djúpt í iðrum jarðar. Efnafræðilega einkennast íslenskar bergtegundir af því að landið er „heitur reitur“ í miðju úthafi. Ann...
Hversu margir Síberíu-tígrar eru lifandi núna og á hverju lifa þeir?
Síberíska tígrisdýrið (Panthera tigris altaica) er stærsta og öflugasta núlifandi kattardýrið. Fullvaxið karldýr getur náð allt að 350 kg þyngd og 4 metra lengd frá snoppu að rófuenda. Núverandi útbreiðslusvæði Síberíutígursins er aðallega bundið við austasta hluta hins víðlenda Rússlands, nánar tiltekið í Ussuri,...
Hvernig stendur á því að sólstafir eru ekki allir lóðréttir, heldur eins og blævængur á hvolfi?
Sólstafir myndast þegar sólin skín gegnum göt í skýjaþykkninu og geislar hennar ná að lýsa upp loftið í samanburði við dekkri bakgrunn. Af þessu leiðir að stefna þeirra er beint frá sól. Hér á norðurslóð eru þeir því aldrei lóðréttir heldur getur frávik þeirra frá láréttu mest orðið um 50° á Suðurlandi en nokkrum ...