Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 4908 svör fundust
Hverjir rannsaka eldgos?
Eldfjallafræði er þverfagleg fræðigrein þar sem vísindamenn með margvíslegan bakgrunn leggjast á eitt við rannsóknir á eldvirkni. Jarðvísindamenn eru stærsti hópurinn og þeir fást við rannsóknir á öllum hliðum eldgosa. Aðrir sem koma að rannsóknum eldgosa eru til dæmis líffræðingar, sagnfræðingar og læknar sem ran...
Hvað eru glitský?
Vísindavefnum bárust nokkrar spurningar um glitský að morgni föstudagsins 18. febrúar 2005 eftir að slík fyrirbæri blöstu við augum í austurátt yfir Reykjavíkursvæðinu fyrir sólaruppkomu. Hér er einnig svarað eftirfarandi spurningum: Hvernig myndast glitský? (Kolbrún)Hvernig, hvenær og hvers vegna koma glitský...
Vitið þið um einhverja vefi um dýralíf í Sýrlandi?
Dýralíf í Mið-Austurlöndum má muna sinn fífil fegurri enda hafa þurrkar og uppblástur leikið svæðið grátt, auk þess sem rányrkja mannsins hefur verið stunduð þar í þúsundir ára. Þegar heimildir um dýralíf á tímum Krists eru lesnar sést hversu miklar breytingar hafa orðið á dýralífi Mið-Austulanda fram til okkar da...
Hvað er glerharpa?
Glerharpan er sérkennilegt hljóðfæri sem fundið var upp af vísinda- og stjórnmálamanninum Benjamin Franklin árið 1761. Glerharpan á rætur sínar að rekja alla leið til Asíu þar sem spilað var á bæði bolla og skálar úr málmi. Á 15. öld tóku Evrópumenn upp þennan sið, en notuðu fremur glerglös til að framkalla tón...
Hefur neftóbak skaðleg áhrif á líkamann?
Neftóbak og munntóbak kallast einu nafni reyklaust tóbak. Skaðsemi reyklauss tóbaks byggist annars vegar á eituráhrifum nikótíns í líkamanum og hins vegar á áhrifum annarra eitraðra efna í tóbakinu. Í reyklausu tóbaki eru efni sem vitað er að geta valdið krabbameini og notkun þessa tóbaks virðist geta valdið krabb...
Hvað eru mörg hverfi í New York borg?
Hér er einnig svarað spurningunni: Hvað er New York miklu stærra en Reykjavík að flatarmáli? New York er stærsta borg Bandaríkjanna með rúmlega 8 milljónir íbúa. Á Stór-New York svæðinu (New York metropolitan region), það er ef útborgir eru teknar með, búa hins vegar um 21,2 milljónir manna. New York. Bor...
Hvernig fær maður nálgunarbann á manneskju sem hefur reynt að meiða mann?
Í lögum um meðferð opinberrar mála nr. 19/1991 eru að finna ákvæði sem kveða á um hvernig einstaklingur getur krafist nálgunarbanns á hendur tiltekinni persónu. Ákvæðin sem kveða á um nálgunarbann komu inn í lögin árið 2000 samanber lög nr. 94/2000 og hefur nálgunarbannið það markmið að veita fórnarlömbum ofbeldis...
Hvernig verður manni ekki um sel?
Orðatiltækið vera eða verða ekki um sel merkir að ‘lítast ekki á blikuna, vera kvíðinn, áhyggjufullur’. Vera ekki um sel virðist eldra í málinu og er bein merking þess að líka ekki við selinn, vera ekki um selinn gefið (sbr. Íslenzkt orðtakasafn Halldórs Halldórssonar 1968 og síðar). Elsta dæmi um það í söfnum Orð...
Hvar snjóar mest hér á landi?
Hér er einnig svar við spurningunni: Hver er mesta snjódýpt sem mælst hefur á Íslandi og hvar? Á Íslandi snjóar mest í suðurhlíðum Mýrdalsjökuls, á Öræfajökli og sunnan til á Vatnajökli. Snjókomutíðni er mjög háð hæð yfir sjó og hitafari. Snjór er mun meiri og þrálátari á hálendi en láglendi. Ísland í vetrarbún...
Hvað getur maður lifað lengi á blautu grasi?
Við skiljum spurninguna svo að hér sé átt við að maðurinn borði blautt gras en einnig væri hægt að skilja hana á þann veg að spyrjandi vilji fá að vita hversu lengi maður geti legið eða staðið á blautu grasi. Það væri væntanlega hægt að lifa ansi lengi þannig, alveg jafn lengi og ef menn stæðu inni í skrifstofu eð...
Hvers vegna tölum við?
Í grundvallaratriðum tölum við til þess að eiga samskipti við annað fólk. Tungumálið er leið okkar til þess að hafa tjáskipti við aðra, koma hugsunum okkar og skilaboðum á framfæri og eitt af því sem skilur okkur frá öðrum skepnum hér á jörðinni. Hæfileikinn til að tjá sig á þennan hátt er því afar mikilvægur og s...
Hvað eru margar hitaeiningar í bjór?
Eins og lesa má um í svari Björns Sigurðar Gunnarssonar við spurningunni Er áfengi fitandi?, er áfengi (etanól) eitt orkuefnanna ásamt kolvetnum, fitu og prótíni. Hvert gramm áfengis inniheldur 7 hitaeiningar (kkal), svo að öllu jöfnu eru áfengir drykkir orkuríkari eftir því sem áfengismagnið í þeim er meira. Að a...
Hvers vegna er kríuvarp svo algengt við mannabústaði eða íbúðabyggð?
Það er rétt að kríuvarp er algengt nærri mannabyggðum og er þau að finna nærri bæjum og þorpum víða um land. Krían þrífst til dæmis vel á nokkrum stöðum á Höfuðborgarsvæðinu, svo sem á Seltjarnarnesi og Reykjavíkurtjörn. Stærstu kríuvörpin undanfarna áratugi hafa verið í Flatey á Breiðafirði og á Arnarstapa á Snæf...
Hvers vegna drekka Íslendingar svona illa?
Spyrjandi bætir við: Er það skapgerð þjóðarinnar eða erum við einfaldlega ennþá frumstæðir villimenn að þessu leyti? Hugmyndina um óheflaða drykkjusiði norrænna þjóða, andstætt fáguðum drykkjusiðum suðlægra þjóða, má rekja til almennra hugmynda um hið frumstæða norður og siðmenntaða suður. Ímyndin af áfengisney...
Byggir þingræðisreglan (um að ráðherra þurfi stuðning meirihluta Alþingis) á einhverjum lögum?
Upphaflega var spurningin svona: Byggir þingræðisreglan um að ráðherra þurfi stuðning meirihluta Alþingis til þess að starfa sem ráðherra á einhverjum lögum? Þingræðisreglan svokallaða felur í sér að meirihluti Alþingis þurfi að styðja eða að minnsta kosti sætta sig við ráðherra í embætti. Reglan er stjórnskipun...