Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 4437 svör fundust
Hvað er siðferði? Og hvað er siðfræði?
Siðferði er fólgið í þeim reglum (í víðum skilningi orðsins) er varða lifnaðarhætti okkar, breytni og samskipti við annað fólk, dýr og jafnvel umhverfið líka – með öðrum orðum þeim kröfum sem gerðar eru til okkar um hegðun og breytni – einkum að svo miklu leyti sem þessu verður lýst sem góðu eða slæmu, réttu eða r...
Hvernig var fyrsta forritið búið til ef það þarf forrit til að búa til forrit?
Hér er einnig svarað spurningunni: Hvaða forrit eru til fyrir forritun? Forrit eru búin til með hjálp annarra forrita Það er rétt að forrit eru notuð til að skrifa forrit. Til þess eru helst notaðir ritill og þýðandi. Þegar hafist er handa við smíð forrits er byrjað á að slá texta á tilteknu forritunarm...
Hvernig verkar geðlyfið Haldol?
Haldol eða halóperídól er elsta lyfið af flokki bútýrófenónafbrigða með kröftuga geðlæga verkun. Lyfið er sefandi (neuroleptic) og er því notað til að meðhöndla ýmiss konar geðraskanir. Verkun halóperídóls er á þann veg að það dregur úr virkni taugaboðefnisins dópamíns í heilanum. Lesa má meira um dópamín í svari ...
Getið þið sagt mér allt um hina ógnvænlegu basilíuslöngu?
Basilíuslangan, eða basilískan (e. basilisk), er kynjadýr úr evrópskum þjóðsögum. Pliníus eldri (uppi á 2. öld) lýsir henni í bók sinni Naturalis Historiae sem 12 þumlunga langri (um 30 sm) og með kórónulaga blett á höfði. Af þessum bletti fær hún nafn sitt, en gríska orðið 'basilius' merkir 'konungur'. Basilískan...
Hvernig eru þorskur og ýsa flokkuð niður í ríki, fylkingu, flokk, ættbálk og ætt?
Þorskur (Gadus morhua) og ýsa (Melanogrammus aeglefinus) eru náskyldar tegundir og tilheyra báðar þorskfiskaætt (Gadidae). Flokkunarfræði þeirra er því eins niður á ættkvíslarstigið, en þar greinir í sundur þar sem þorskurinn og ýsan tilheyra ólíkum ættkvíslum. Flokkun þeirra má sjá í eftirfarandi töflu: RíkiDý...
Eru til fordómar gegn öldruðum?
Það var bandaríski geðlæknirinn og öldrunarfræðingurinn Robert Butler sem árið 1967 kynnti hugtakið “ageism” eða aldursfordóma. Þetta hugtak vísar til staðlaðrar ímyndar og fordóma gegn fólki á tilteknum aldri, til að mynda gamals fólks, alveg eins og kynþáttafordómar og kynjamisrétti verða vegna húðlitar eða kynf...
Hvar get ég lesið um Sókrates og alla heimspekingana?
Upphaflega var spurningin svona: Ef ég ætla að fara að lesa mér til um heimspekinga, Sókrates og þá alla, á hverjum á ég þá fyrst að byrja? Nú er óljóst nákvæmlega hvaða heimspekinga er átt við að Sókratesi undanskildum. Það gæti verið að spyrjandi hafi í huga aðra gríska heimspekinga eða einfaldlega aðra fræga...
Hvað merkir menningararfleifð?
Spyrjandi bætir við: Hvað þarf að líða langur tími áður en eitthvað fyrirbrigði verður menningararfleifð? Menning á sér tvenna merkingu: Annars vegar er orðið notað á gildishlaðinn hátt um það besta sem hugsað og sagt hefur verið, og hins vegar nær það yfir það sem tiltekinn hópur fólks gerir. Í fyrri merkingunn...
Hvað er CDG-heilkenni?
Skammstöfunin CDG stendur fyrir Congenital Disorders of Glycosylation, en áður var hún þekkt sem Carbohydrate-Deficient Glycosylation. Hér er um að ræða samheiti yfir flokk meðfæddra efnaskiptasjúkdóma sem trufla myndun sykurprótína (e. glycoproteins) á einn eða annan hátt og byggist flokkun þeirra á því í hvaða þ...
Hvað er í sígarettum?
Sígarettur eru í dag vel þekktar fyrir þau skaðlegu áhrif sem þær geta haft á heilsuna og rekja má til áhrifa frá þeim efnum sem þær innihalda. Í tóbaksreyk eru meira en 4.000 efnasambönd, en af þeim eru að minnsta kosti 40 sem vitað er að valda krabbameini. Þessi efnasambönd eru ýmist á formi lofttegunda, vökva e...
Hvað er síðnýlendustefna?
Síðnýlendustefna er ýmist þýðing á neo-colonialism eða post-colonialism. Bæði hugtökin skírskota til afleiðinga af nýlendustefnu (e. colonialism) 18.-20. aldar í þriðja heiminum og á Vesturlöndum. Kenningar um neo-colonialism byggja einkum á marxískum hugmyndum um samband fyrrum nýlendna og nýlenduherra. Þótt nýle...
Getur barn erft nýrnasjúkdóm frá foreldrum sínum, til dæmis IgA?
Nýrnasjúkdómar eru margir og margs konar. Sumir koma fram strax við fæðingu á meðan aðrir birtast ekki fyrr en á fullorðinsárum. Flestir nýrnasjúkdómar eru ekki arfgengir en flokka má þá arfgengu í sex almenna flokka. Í fyrsta flokki eru vanskapanir nýrna og annarra þvagfæra. Í öðrum flokki eru ýmsir blöðrusjú...
Hvernig geta vísindamenn verið áreiðanlegir ef þeir breyta kenningum ár frá ári? Og það síðustu 400 ár!
Þetta er áhugaverð og áleitin spurning. Strax má þó velta fyrir sér eftirfarandi möguleika: Er það ekki merki um traustleika fremur en veikleika að vísindamenn grundvalli kenningar sínar á nýjustu vísbendingum eða staðreyndum í stað þess að ríghalda í blindni í gamlar kenningar sem stangast á við þær? Á það ekki a...
Hvað veldur því að vöðvi rifnar og hvað gerist?
Ástæður þess að vöðvi rifnar geta verið margvíslegar en lang oftast gerist það þegar hann verður fyrir áverka eða snöggu ytra togi. Í íþróttum er einna algengast að vöðvi togni eða rifni í svokallaðri „eccentrískri“ vöðvavinnu en það er þegar vöðvinn lengist og hann vinnur á móti lengingunni (streitist á móti)...
Hvaða áhrif hefur hungurverkfall á líkamann?
Við föstu eða svelti þarf líkaminn að treysta á eigin birgðir af orkugefandi næringarefnum. Fyrst um sinn nýtir hann birgðir sínar af kolvetnum og fitu, en kolvetnabirgðirnar sem eru fyrst og fremst á formi glúkósa (þrúgusykurs) í glýkógensameindum klárast á aðeins nokkrum klukkustundum. Þar sem heilinn, ásamt ...