Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 129 svör fundust

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað er það sem gefur páfagaukum umfram aðra fugla möguleikann á að geta lært að tala?

Fræðimenn telja að talhæfileikar páfagauka umfram aðra fugla og önnur dýr liggi ekki í greindinni heldur í líkamsgerðinni. Hæfileiki páfagauka til að skapa ýmis hljóð liggur fyrst og fremst í uppbyggingu barkakýlisins. Dr. Irene Pepperberg hefur fengist við rannsóknir á páfagaukum. Talsverðar rannsóknir hafa...

category-iconLæknisfræði

Er MND arfgengur sjúkdómur?

MND stendur fyrir Motor neuron disease, eða hreyfitaugungahrörnun. Til eru nokkrar tegundir af MND en algengasta form sjúkdómsins kallast Amyotrophic lateral sclerosis (ALS) eða blönduð hreyfitaugungahrörnun. Sjúkdómurinn felur í sér að hreyfitaugungar deyja af óþekktum orsökum og geta ekki lengur sent skilaboð ...

category-iconUnga fólkið svarar

Snúast allar reikistjörnurnar rangsælis eins og jörðin?

Í sólkerfinu okkar eru átta reikistjörnur, þar af ferðast allar átta rangsælis á braut sinni um sólu en sex þeirra snúast rangsælis um möndul sinn. Reikistjörnurnar sem snúast ekki rangsælis um möndul sinn eru Venus og Úranus. Venus snýst réttsælis en Úranus liggur nánast á hlið með möndulhalla 98° frá lóðréttu. Þ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvers konar dýr eru þau sem nefnast tardigrade?

Tardigrade eða bessadýr eins og þessi lítt þekkti hópur dýra heitir á íslensku tilheyrir fylkingu hryggleysingja. Fræðiheiti þeirra er Tardigrada. Bessadýrum var fyrst lýst á vísindalegan hátt af þýska dýrafræðingnum Johann August Ephraim Goeze (1731-1793) árið 1773 og hefur nú rúmlega 400 tegundum verið lýst. ...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvaða kosti hefur kjötát fram yfir grænmetisát (ef mjólkurvarnings er neytt líka)?

Það sem grænmetisætur þurfa að huga að í sínu mataræði, er meðal annars prótein, B12- vítamín, og ýmis steinefni, svo sem járn, sink og kalk. Þessi næringarefni eru öll til staðar í kjötvörum (að vísu innihalda kjötvörur lítið kalk), en í minna mæli í grænmetisfæði. Mjólkurvörur með grænmetisfæði tryggja nægil...

category-iconUmhverfismál

Hvort er umhverfisvænna, plast eða pappír? Hvers vegna?

Hér er einnig svarað spurningunni: Af hverju má henda pappakassa í sjóinn en ekki plastbrúsa? Þetta var allt búið til úr náttúrunni. Pappír er í grundvallaratriðum umhverfisvænni en plast og er skýringanna að leita í efnafræði. Pappír er gerður úr örfínum þráðum, yfirleitt úr sellulósa sem bundinn er saman með ve...

category-iconLögfræði

Er það lögbrot að ganga yfir á götu á rauðu ljósi?

Í 12. gr. umferðarlaga nr. 50/1987 segir meðal annars: Þar sem umferð er stjórnað af lögreglu eða með umferðarljósum má einungis ganga yfir akbraut þegar grænt ljós er fyrir umferð gangandi vegfarenda eða lögreglan gefur til kynna með merkjagjöf að umferð gangandi sé heimil. Það er því bannað með lögum að ganga...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað getið þið sagt mér um fjallaljón?

Fjallaljón (Puma concolor), sem einnig kallast púma, er kattardýr af undirættinni Felinae (smákettir) og er eina tegundin innan Puma-ættkvíslarinnar. Þó fjallaljón teljist til smákatta eru þau tiltölulega stór, karldýrin eru á bilinu 36 til 120 kg að þyngd og kvendýrin 29 til 64 kg. Litur þeirra er nokkuð breytile...

category-iconBókmenntir og listir

Getið þið sagt mér frá grískum harmleikjum og harmleikjaskáldunum?

Öll varðveitt forngrísk leikrit eru frá Aþenu og nágrenni borgarinnar á Attíkuskaganum. Til voru þrjár gerðir leikrita: harmleikir, bukkaleikir eða satýrleikir, og skopleikir eða gamanleikir. Uppruni grískar leiklistar er ekki þekktur. Ef til vill varð leiklistin til um miðja 6. öld f.Kr. Heimspekingurinn Aristóte...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvernig líta regnskógar út?

Regnskógar myndast á stöðum þar sem úrkoma er mikil og stöðug (1700 - 4000 mm á ári) og meðalárshiti venjulega í kringum 24°C. Þar er loftraki mjög mikill eða um 80% að meðaltali, loftslagssveiflur afar litlar og hiti og úrkoma jöfn yfir árið. Helstu regnskógasvæði heims er að finna í hitabeltinu. Þau eru: ...

category-iconLögfræði

Af hverju geta ráðherrar ráðið aðstoðarmenn án þess að auglýsa störf þeirra?

Upprunalega spurningin var: Af hverju eru ráðningar aðstoðarmanna ráðherra undanskildar lögum um auglýsingaskildu starfsmanna ríkisins? Stutta svarið við spurningunni er að aðstoðarmenn ráðherra eru ekki ríkisstarfsmenn á sama hátt og annað starfsfólk ráðuneyta. Þeir eru ráðnir til sinna starfa eins lengi ...

category-iconEfnafræði

Hvert er rétt hlutfall á frumefnunum kopar og tini í bronsi?

Kopar er frumefni númer 29 í lotukerfinu og hefur efnatáknið Cu sem er skammstöfun á latneska heiti þess cuprum, stytting á „aes Cyprium“ (málmur frá Kýpur), en á Kýpur voru þekktar koparnámur í fornöld. Kopar er rauð-appelsínugulur eða rauð-brúnn á lit. Liturinn er einkennandi fyrir málminn enda flestir aðrir mál...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað eru margar mállýskur í íslensku og hverjar eru þær?

Mállýskumunur er lítill hér á landi ef hann er til dæmis borinn saman við nágrannamálin norrænu, ensku eða þýsku þar sem algengt er að menn skilji ekki hver annan ef þeir nota mállýskur sínar í samtali. Því er ekki til að dreifa hér á landi og þess vegna er því stundum haldið fram að íslenska sé án mállýskna. Ý...

category-iconTrúarbrögð

Hvenær eru allraheilagramessa og allrasálnamessa?

Allraheilagramessa er 1. nóvember. Hún á sér fornar rætur því vitað er til að messur þar sem beðið var fyrir látnum voru haldnar þegar á 4. öld eftir Krist. En oftast er upphaf allraheilagramessu samt rakið til þess er Pantheonhofinu í Rómaborg var breytt í kirkju og vígsludagurinn - 13. maí árið 609 eða 610 - jaf...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvort er brúnt eða ljóst hár algengara? Er rautt hár sjaldgæfast?

Ef við lítum á mannkynið allt þá er dökkur háralitur algengastur, það er svartur eða mjög dökkbrúnn. Að Evrópu undanskilinni er dökkt hár nær alsráðandi sem náttúrulegur háralitur. Það er þó breytilegt hversu dökkur liturinn er, hvort hann er hrafnsvartur eða dökkbrúnn. Einnig er áferð hársins misjöfn, allt frá þv...

Fleiri niðurstöður