Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 876 svör fundust

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Af hverju er algengt að ungir krakkar á Norðurlöndum séu ljóshærðir?

Líkt og spyrjandi bendir á er ljóst hár mun algengari hárlitur hjá börnum heldur en fullorðnum. Ljóst hár er jafnframt afar sjaldgæft hjá fólki sem ekki er af evrópskum uppruna, en fjölbreytni í hárlit er mun meiri í Evrópu heldur en gengur og gerist annars staðar í heiminum. Hárlitur stafar af litarefninu mela...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvaða hlutverki gegnir tönn náhvalsins?

Náhvalurinn (Monodon monoceros) er hánorræn hvalategund. Náhvalir eru algengastir við strandlengjur Kanada og Grænlands og austur eftir strönd Norður-Rússlands. Þeir sjást einnig undan ströndum Norðaustur-Síberíu og Alaska, en þó mun sjaldnar. Náhvalir finnast sjaldan sunnan við 70. breiddargráðu. Þó hafa náhvalir...

category-iconOrkumál

Af hverju nýtum við ekki vindorku í öllu þessu brjálaða roki á Íslandi?

Helsta ástæða þess að vindorka hefur lítið verið nýtt hérlendis er sú að kostnaður við að framleiða rafmagn með henni hefur verið mun meiri en fyrir vatnsafls- og jarðhitavirkjanir. Með hærra raforkuverði, þróun aðferða og bættri tækni, meðal annars betri nýtni vindmylla, verður vindorka sífellt raunhæfari valkost...

category-iconUnga fólkið svarar

Hver var Balían af Ibelín?

Balían af Ibelín var riddari á tímum krossferðanna. Hann er hvað þekktastur fyrir að hafa reynt að verja borgina Jerúsalem gegn innrás Saladíns árið 1187. Krossferðirnar á miðöldum voru herfarir kristinna manna inn á svæði annarra trúarhópa og þá sérstaklega múslima í Miðausturlöndum. Kristnir Evrópumenn ásældust ...

category-iconHagfræði

Hvað verður um afgang fjárlaga?

Þegar fjárlög eru afgreidd með afgangi, það er meiri tekjum ríkisins en útgjöldum, þá þýðir það einfaldlega að stefnt er að því að fjárhagsleg staða ríkisins batni á fjárlagaárinu. Það getur skilað sér í annaðhvort lægri skuldum eða að ríkið eignast meiri peningalegar eignir eða hvoru tveggja. Allur gangur er svo ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig á ég að bregðast við ef eldingu slær niður í bílinn minn?

Eldingar eru ekki algengar á Íslandi en þær geta myndast hér á landi í þrumuveðri eða við eldgos. Hægt er að lesa meira um eldingar í svari Haraldar Ólafssonar og Þórðar Arasonar við spurningunni Hvernig myndast þrumur og eldingar? Venjuleg elding ber um 30.000 amper og flytur um 5 coulomb hleðslu. Orkan sem slík ...

category-iconFélagsvísindi

Þarf ég að hlýða ef lögreglan stoppar mig og skipar mér að koma í lögreglubílinn?

Í lögreglulögum nr. 90/1996 er fjallað um störf lögreglumanna og framkvæmd lögreglustarfa og þar koma fram þær valdheimildir sem lögreglumenn hafa. Í 14. gr. laganna segir að handhöfum lögregluvalds sé heimilt að beita valdi við framkvæmd skyldustarfa sinna en aldrei megi þeir þó ganga lengra í beitingu valds e...

category-iconHugvísindi

Hvað merkir orðið fimbulfamb?

Margir hafa nú um jólin gripið í spilið Fimbulfamb. Elsta heimild um orðið fimbulfamb í ritmálssafni Orðabókar Háskólans er frá síðasta hluta 19. aldar: Þegar jeg tala um einkennislýsing, á jeg ekki við hið óendanlega fimbulfamb um smámuni. (Eimreiðin 1898:38) Orðið er notað í merkingunni ‘þvættingur, heimskutal...

category-iconJarðvísindi

Af hverju varð svona stór jarðskjálfti í Nepal?

Jarðskjálftinn í Nepal 25. apríl 2015 stafaði af samreki tveggja af meginflekum jarðar, Indlandsflekans og Evrasíuflekans. Nepal er nánast allt í Himalajafjallgarðinum en hann er einmitt afleiðing af samreki þessara fleka. Báðir flekarnir eru þarna af meginlandsgerð og jarðskorpa beggja er því þykk og eðlislétt...

category-iconMálvísindi: íslensk

Átti Skafti heima í Skaftafelli?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Nú er ég úr Vestur-Skaftafellssýslu og hef stundum velt fyrir mér öllum þessum heitum tengdum við "Skafta" (t.d. Skaftá) og að þetta gríðarlega landflæmi sem Vestur og Austur-Skaftafellssýsla tilheyrir. Var Skafti maður sem átti heima í Skaftafelli? Eða er átt við eitthvað landfræ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig hefur þróun hrognkelsa verið undanfarin ár?

Hrognkelsi (Cyclopterus lumpus) hafa verið veidd hér við land í áraraðir, bæði grásleppa, sem er hrygnan, og rauðmaginn, sem er hængurinn. Fiskurinn er veiddur í net þegar hann gengur upp á grunnsævið til hrygningar. Hrygning fer fram á grýttum og þanggrónum botni á 0-40 metra dýpi. Venjulega koma fyrstu hrygnurna...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Er grásleppa með sundmaga og hvernig hefur hún aðlagast lífi nálægt yfirborði sjávar?

Þar sem hér er spurt um grásleppu er rétt að taka fram að lengi hefur tíðkast að nota það heiti um kvenkynshrognkelsi (hrygnuna), en karlkynshrognkelsið (hængurinn) gengur undir heitinu rauðmagi. Flestir beinfiskar hafa sundmaga en það er loftfyllt blaðra sem stjórnar því hversu djúpt fiskurinn er í vatninu. Ef...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju kallast matarlím húsblas?

Eins og fram kemur í svari við spurningunni Úr hverju er matarlím og hvernig er það búið til? er matarlím prótín sem unnið er úr afgöngum sláturdýra og fiska. Það er aðallega notað til að þykkja ýmsa rétti, eins og búðinga, fisk- og kjöthlaup, soð og annað. Í mörgum erlendum málum gengur matarlím undir heitinu ...

category-iconHugvísindi

Hver fann Danmörku?

Þessari spurningu getur enginn svarað með því að nefna einhvern mann en engu að síður má læra margt af henni. Menn fóru nefnilega að búa á því svæði sem við köllum Danmörku löngu, löngu áður en sögur hófust, það er að segja löngu áður en ritaðar heimildir urðu til. Þess vegna getum við aldrei vitað svarið við s...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Eru atóm alls staðar og í öllu? Hver er þá munurinn á uppbyggingu manns og steins?

Spurningin í heild var svona:Eru atóm alls staðar og í öllu? Og ef svo er, hver er þá munurinn á uppbyggingu til dæmis manns og steins? Er það þéttleiki atóma og/eða uppröðun? Að lokum, eru öll atóm eins? Og er möguleiki á því að atóm séu lífverur?Atóm (grískt orð yfir "ódeilanlegur") voru lengi talin minnsta bygg...

Fleiri niðurstöður