Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 981 svör fundust

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Af hverju talar maður eins og teiknimyndapersóna ef maður andar að sér helíngasi úr blöðru?

Ástæðan fyrir því að röddin breytist þegar maður andar að sér helíngasi er sú að það er miklu léttara en andrúmsloftið og hljóðbylgjurnar fara mikið hraðar í gegnum það. Þegar bylgjuhraðinn eykst vex einnig tíðnin og röddin verður skrækari. Um þetta er fjallað nánar í svari við spurningunni Hvers vegna breytist rö...

category-iconJarðvísindi

Skiptir máli hvernig hús eru í laginu á jarðskjálftasvæðum eða úr hvaða efni þau eru byggð?

Í raun eru það margir samverkandi þættir sem skipta máli um hvernig mannvirki reiðir af í tilteknum jarðskjálfta. Hér má nefna gerð undirstöðu byggingar, form, efni, frágang, hönnun og viðhald. Miklu skiptir að hús virki eins og ein heild, sé vel tengt og fest við undirstöðurnar. Mörg dæmi eru um að bygging rífi s...

category-iconJarðvísindi

Hvaðan kemur snjórinn sem myndar jökla?

Snjórinn er frosið vatn sem fellur úr loftinu. Vatnið í loftinu kom úr hafinu og endar þar aftur eftir langa hringrás um jörðina. Sólin hitar hafið og annað vatn á jörðinni svo að það gufar upp og verður að ósýnilegri lofttegund sem kallast vatnsgufa. Gufan berst með vindum langar leiðir uns það kólnar og vatnsdro...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvað hefur vísindamaðurinn Guðrún Sævarsdóttir rannsakað?

Guðrún Sævarsdóttir er dósent í verkfræði við Tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík. Hún stundar rannsóknir á þremur fræðasviðum orkumála, ásamt nemendum sínum og samstarfsfólki. Á sviði jarðhita hefur hún stundað rannsóknir á vinnslubúnaði sem getur tekið við jarðhitavökva frá djúpborun og hvernig st...

category-iconStjarnvísindi: alheimurinn

Getið þið sagt mér eitthvað um stjörnumerkið Litlabjörn?

Litlibjörn (lat. Ursa Minor) er stjörnumerki við norðurpól himins, fremur dauft og lítt áberandi. Merkið var eitt hinna 48 stjörnumerkja sem gríski stjörnufræðingurinn Ptólemaíos skrásetti á 2. öld e.Kr. Litlibjörn er pólhverft stjörnumerki frá Íslandi séð sem þýðir að það er alltaf fyrir ofan sjóndeildarhring. Í ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvers konar flugur eru bananaflugur og gætu þær lifað í náttúru Íslands?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Mér leikur forvitni á að vita hvaðan koma hinar svokölluðu "bananaflugur". Eru egg þessara flugu í hýðinu sem klekjast svo út þegar búið er að afhýða banana? Hvað getið þið sagt mér um þessa er virðist saklausu en hvimleiðu flugu, þ.e.a.s. heiti og fl.? Hin svokallaða bananaflu...

category-iconLögfræði

Hvaða rannsóknir hefur Bjarni Már Magnússon stundað?

Bjarni Már Magnússon er dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík (HR) en þar hefur hann starfað frá árinu 2012. Bjarni Már kennir og stundar rannsóknir á sviði þjóðaréttar, einkum á sviði hafréttar. Hann hefur einnig fengist við rannsóknir um kynjajafnrétti í íþróttum. Bjarni er höfundur bókarinnar The Conti...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvernig beygjast raðtölur?

Hægt er að setja fram nokkrar reglur um endingar raðtalna.[1] Raðtöluendingar koma ýmist á eina/aftasta lið tölu eða á báða / tvo síðustu liðina. 4. fjórði44. fertugasti og fjórði444. fjögurhundruð fertugasti og fjórði4.440. fjögurþúsund fjögurhundruð og fertugasti4.444. fjögurþúsund fjögurhundruð fertugasti og ...

category-iconJarðvísindi

Er einhver munur á gasmagni í kviku eftir tegund hennar?

Flest efnasambönd sem ætla verður að séu alltaf í eldfjallagasi eru þar í smáum mæli. Þess er þó að geta að eituráhrif sumra lofttegunda eru mikil þótt styrkur þeirra sé lítill. Reginmunur er á heildarmagni lofttegunda í mismunandi kvikum. Basalt er allajafna snautt af gasi (0,2-0,5%), en kísilrík kvika, svo sem r...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hver er lengsta og stærsta íslenska brúin?

Borgarfjarðarbrúin, brúin yfir Borgarfjörð við Borgarnes, er lengsta brú landsins, 520 m löng. Hafist var handa við gerð hennar árið 1975 en hún var vígð í september 1981. Smíði brúarinnar þótti mikið afrek á sínum tíma og eitt stærsta verk sem Vegagerðin hafði þá ráðist í. Með tilkomu brúarinnar styttist hringveg...

category-iconJarðvísindi

Hvað getið þið sagt mér um Dalvíkurskjálftann 1934?

Laugardaginn 2. júní 1934 fannst mikill jarðskjálfti á Norðurlandi um klukkan 12:43 að íslenskum tíma, sem mældist 6,2 að stærð (MS).[1] Hans varð vart allt frá Búðardal í vestri að Vopnafirði í austri, en snarpastur var hann á Dalvík þar sem miklar skemmdir urðu. Mikið tjón varð einnig í öðrum byggðum næst skjálf...

category-iconJarðvísindi

Hvað verða blakkahraun stór og hver er rennslishraði þeirra?

Blakkahraun eru ein helsta byggingareining eldkeila. Þau myndast aðallega í gosum sem framleiða kísilrík íslandít (56-64% SiO2) og kísilrýr dasít (64-67% SiO2). Í stórum dráttum er lögun blakkahrauna og uppbygging svipuð apalhraunum, en þó eru þau að jafnaði mun þykkari. Dæmigerð lengd fyrir blakkahraun er á bi...

category-iconJarðvísindi

Hvenær gaus Hekla fyrst?

Ekki er vitað hvenær gos hófust í eldstöðvakerfi Heklu, en sögu þess má rekja aftur á ísöld sem móbergshryggi og fell.[1] Á fyrstu árþúsundum eftir ísöld runnu allmörg basalthraun fram á láglendið suðvestan Heklu. Víkingslækjarhraun komst þeirra lengst að jökulöldum Búðaraðar við Gunnarsholt og Ytri-Rangá við Geld...

category-iconJarðvísindi

Hvað eru mörg gos þekkt í Bárðarbungu og hefur orðið mikið tjón af þeim?

Eldstöðvakerfið sem kennt er við Bárðarbungu og Veiðivötn er eitt það stærsta á landinu, um 190 kílómetra langt. Miðhluti þess er undir norðvestanverðum Vatnajökli. Stór megineldstöð, Bárðarbunga, og önnur minni sunnan hennar, Hamarinn, eru undir jöklinum. Í Bárðarbungu er stór askja, barmafull af ís, allt að 850 ...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Ef enginn er fullkomlega heilbrigður, hvernig má þá skilgreina andlegt heilbrigði?

Það er alls ekki eins einfalt að skilgreina hugtakið andlegt heilbrigði og ætla mætti. Við gefum því ekki gaum hversdagslega hvað í því felst og finnst kannski að slíkt megi sjá í hendi sér. En þegar málið er athugað nánar hefur það á sér margar hliðar og vill vefjast fyrir okkur. Við eigum jafnvel auðveldara ...

Fleiri niðurstöður