Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust

category-iconHeimspeki

Hver er munurinn á vísindalegri kenningu og viðurkenndri vísindalegri staðreynd?

Í stuttu máli má segja að vísindalegar kenningar séu staðhæfingar sem eru settar fram af vísindamönnum til að lýsa eða skýra eitthvert fyrirbæri í veröldinni. Slíkar kenningar eru síðan prófaðar, til dæmis með því að gera tilraunir eða athuganir á því sem um er að ræða. Mjög einfalt dæmi um vísindalega kenningu er...

category-iconBókmenntir og listir

Hvenær varð teiknimyndapersónan Stjáni blái til?

Stjáni blái er söguhetja í bandarískum myndasögum sem teiknarinn Elzie Crisler Segar (1894-1938) bjó upphaflega til. Stjáni blái sást fyrst á prenti 17. janúar 1929, í daglegum teiknimyndadálki blaðs á vegum útgáfufyrirtækisins King Features. Dálkurinn bar nafnið Thimble Theater eða Fingurbjargarleikhús. Þegar ...

category-iconLífvísindi: almennt

Gerir prótín eitthvað annað en byggja upp vöðva?

Prótín eru stórar og flóknar sameindir gerðar úr byggingareiningum sem kallast amínósýrur. Allar frumur innihalda prótín í mismiklu magni en þar gegna þau bæði hlutverki byggingarefnis og vinnueininga. Nokkur hundruð amínósýrur eru þekktar en aðeins 20 eru notaðar til að smíða prótín. Amínósýrur tengjast saman með...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Getið þið sagt mér eitthvað um sögu og uppruna úlfa?

Talið er að úlfurinn eins og við þekkjum hann í dag, hafi komið fram fyrir um 800.000 árum. Það mat byggir á steingervingasögu tegundarinnar. Fyrst skulum við fara nokkrar milljónir ára aftur í tímann. Talið er að hunddýr þau sem komu fram í Norður-Ameríku, til dæmis tegundir millistórra rándýra af ættkvíslunum Eu...

category-iconHagfræði

Af hverju er krónumynt enn gefin út á Íslandi?

Spurningin í fullri lengd var: Hér um árið var loksins hætt að gefa út hina vitagagnslausu aura, svo hvers vegna er krónumyntin (sem í dag er alveg jafn gagnslaus og ónothæf, ekki einu sinni sjálfsalar taka krónur!) ennþá gefin út með tilheyrandi kostnaði fyrir samfélagið? Þótt ekki sé hægt að kaupa mikið f...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvernig hljóða lögmál Keplers?

Lögmál Keplers eru þrjú talsins og lýsa hreyfingum reikistjarnanna í sólkerfinu okkar. Þau voru sett fram af þýska stjörnufræðingnum Jóhannes Kepler milli 1609 og 1619. Lögmálin voru nokkuð umdeild fyrstu áratugina eftir að þau voru sett og urðu ekki almennt viðtekin meðal vísindamanna fyrr en Isaac Newton tókst a...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Af hverju er eðlisvarmi vatns svona hár?

Eðlisvarmi (e. specific heat) efnis segir til um hversu mikla orku/varma þarf til þess að hækka hitastigið á einu kílógrammi af efninu um eina gráðu. Formúlan fyrir eðlisvarma er $$c={Q\over m\cdot\Delta T}$$ þar sem $Q$ er orka/varmi sem fer í að hita efnið, $m$ er massi efnisins og $\Delta T$ er hitastigshæk...

category-iconHagfræði

Hvað er virðiskeðja?

Virðiskeðja er eitt af þeim fræðilegu lykilhugtökum sem mikið eru notuð í tengslum við stefnumótun og stefnumiðaða stjórnun fyrirtækja. Það má einnig nota hugtakið við greiningu á annars konar skipulagsheildum en fyrirtækjum, til að mynda nýtist það við stefnumótun opinberra stofnana og félagasamtaka. Virðiskeð...

category-iconVeðurfræði

Hvað eru hungurdiskar og hvernig myndast þeir?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:Ég sá sérstætt ísfyrirbrigði á mynd í gær, hringlaga skífur, þar sem brúnirnar virtust heldur þykkari en miðjan. Þetta var á reki í á sem rennur úr Meðalfellsvatni 11. nóvember, þar sem nokkrir félagar úr Fókusklúbbi áhugaljósmyndara voru á ferð. Einn maður viðstaddur myndasýn...

category-iconLæknisfræði

Hvaða hættulegu efni eru í sígarettum?

Í tóbaksreyk eru yfir sjö þúsund mismundandi efnasambönd, bæði lofttegundir, vökvi og örsmáar fastar efnisagnir. Í laufum tóbaksjurtarinnar eru um tvö þúsund efni. Gera þarf greinamun á:efnasamsetningu laufa tóbaksjurtarinnarefnum sem bætt er í tóbak við vinnsluefnasamböndum í tóbaksreyknum sem myndast við br...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hver var Paul Dirac og hvert var framlag hans til vísindanna?

Breski eðlisfræðingurinn Paul Adrian Maurice Dirac (f. 8. ágúst 1902 í Bristol, d. 20. október 1984 í Tallahassee, Florida) hlaut Nóbelsverðlaun ársins 1933 fyrir „nýjar og frjóar framsetningar á eðlisfræði atóma“. Hann deildi þeim með austurríkismanninum Erwin Schrödinger og við athöfnina tók Þjóðverjinn Werner H...

category-iconHagfræði

Hversu margir væru Íslendingar ef allar þessar hamfarir hefðu ekki gengið yfir okkur frá landnámi?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hver væri mannfjöldi á Íslandi í dag ef ekki hefðu verið allar þessar hamfarir, fjöldaflutningur fólks til útlanda, smitsjúkdómar o.s.frv., frá landnámi? I Það er freistandi að velta vöngum yfir spurningunni um hver fólksfjöldaþróun á Íslandi hefði orðið ef engin st...

category-iconJarðvísindi

Hvaða verðmætu jarðefni er að finna á Grænlandi og hvers vegna?

Í stuttu máli: Grænland er nánast alfarið úr forkambrísku bergi gert en mestur hluti þess er jökli hulinn. Hið forna berg geymir einmitt mörg eftirsótt efni og jarðskorpuhreyfingar hafa allt frá upphafsöld komið við sögu. Meðal mikilvægra efna sem finnast á Grænlandi eru lanþaníð, járn, nikkel, kopar, gull, platín...

category-iconHeimspeki

Hvað er markhyggja?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:Hvað er markhyggja? Hvenær og af hverju varð hún til og hvaða áhrif hefur hún haft? Markhyggja er í grófum dráttum hver sú kenning sem beitir tilgangsskýringum. Tilgangsskýringar eru útskýringarnar sem vísa til tilgangs eða ætlunar sem þáttar í orsakasamhengi. Þá er það sem...

category-iconBókmenntir og listir

Hver var Émile Zola og hvert var framlag hans til bókmenntanna?

Franski rithöfundurinn Émile Zola fæddist í París árið 1840. Móðir hans var frönsk og faðir hans var byggingarverkfræðingur af ítölskum ættum. Zola eyddi bernskuárunum í borginni Aix–en–Provence í suðurhluta Frakklands. Þar vann faðir hans að vatnsveitumálum og við stífluhönnun en vatn var af skorn...

Fleiri niðurstöður