Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað lifa minkar í íslenskri náttúru lengi?

Íslenskir vísindamenn hafa gert nokkuð af því að aldursgreina minka. Meðal annars aldursgreindi Karl Skírnisson dýrafræðingur 972 minka á árunum fyrir 1990 og Róbert A. Stefánsson líffræðingur, ásamt starfsfólki á Náttúrustofu Vesturlands, aldursgreindi yfir þrjú þúsund minka til viðbótar. Minkar í íslenskri n...

category-iconHeimspeki

Er hægt að keppa í fegurð? - Myndband

Spurningin í fullri lengd hljómar svona: Er hægt að keppa í fegurð og eru fegurðarsamkeppnir og módelfitness íþróttagreinar? - Myndband Þessari spurningu væri hægt að svara á einfaldan hátt: Hvorki fegurðarsamkeppni né módelfitness eru í raun keppnisíþróttir á Íslandi. Þær eru ekki skilgreindar af Íþrótta- ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hver er munurinn á suðurpólnum og Suðurskautslandinu?

Munurinn er sá að Suðurskautslandið er meginland en suðurpóllinn einn ákveðinn staður á þessu meginlandi. Suðurskautslandið eða Antarktíka er meginland á syðsta hluta jarðarinnar. Það er um 14,4 milljón km2 að flatarmáli og fimmta í röðinni ef talið er frá stærstu heimsálfunni til þeirrar minnstu. Þetta e...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað eru margir lítrar af vatni í sjónum?

Allt vatn á yfirborði jarðar og í andrúmsloftinu hefur upprunalega borist þangað sem eldfjallagufur úr eldgosum. Um hringrás vatnsins má lesa nánar í svari Sigurðar Steinþórssonar við spurningunni Hvaðan kemur vatnið? Í svari við spurningunni Hve margir lítrar af vatni eru í sjónum? eftir Ulriku Andersson er fj...

category-iconHugvísindi

Í hvað detta menn þegar þeir "detta í það"?

Sambandið að detta í það er ekki gamalt í málinu um að neyta áfengis ríkulega oftast samfara einhverri skemmtun en þó ekki alltaf. Margur dettur í það einn með sjálfum sér. Elstu dæmi Orðabókar Háskólans eru frá síðari hluta 20. aldar en sambandið getur vel verið eitthvað eldra. Í Íslenskri orðabók (2002: 213)...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hver er munurinn á ferning og ferhyrning?

Byrjum á því að athuga að strik er sá hluti af línu sem afmarkast af tveimur punktum á línunni. Skilgreinum svo marghyrning: Marghyrningur er sú mynd sem gerð er úr endanlega mörgum strikum þannig að endapunktur sérhvers striks er einnig endapunktur fyrir nákvæmlega eitt annað strik. Þríhyrningur er marghyrningu...

category-iconMálvísindi: almennt

Hvert er algengasta nafn í heimi?

Það fyrsta sem kemur upp í hugann er að algengasta nafn í heimi hljóti að vera eitthvað kínverskt nafn eða jafnvel indverskt þar sem þessar þjóðir eru þær fjölmennustu í heimi. Ef marka má upplýsingar víða á veraldarvefnum er sú þó ekki rauninn heldur er Múhameð algengasta nafnið. Múhameð? Nafnið kemur fyri...

category-iconHugvísindi

Hvað er átt við með orðinu gjaldkeri?

Orðið gjaldkeri er talið gamalt tökuorð í íslensku í merkingunni ‘féhirðir’. Það er til í nýnorsku sem gjaldkere, fornsænsku sem gjældkyre og í forndönsku gælkyræ, gælkæræ. Hugsanlegt er að vesturnorrænu málin, íslenska og norska, hafi tekið orðið að láni úr austurnorrænu málunum, dönsku eða sænsku. Gjaldkeri er...

category-iconJarðvísindi

Er mögulegt samkvæmt flekakenningunni, að Ísland verði einhvern tíma tvö lönd, Egilsstaðir öðrum megin og Ísafjörður hinum megin?

Möttulstrókurinn undir Íslandi heldur landinu uppi, ef svo má segja, og sennilega á hann sinn þátt í gliðnun Atlantshafsins. En hugsum okkur að „slökknaði á“ möttulstróknum en gliðnun héldi áfram. Þá mundi þrennt gerast:Austur- og Vesturland ræki hvort frá öðru, lítil kvika kæmi upp milli flekanna tveggja, og ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvers konar ull er í orðinu urmull og hvað er urm?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:Hverslags ull er urmull? Orðið urmull þekkist frá 17. öld í merkingunni ‘ögn, smábrot, smáleif af einhverju, aragrúi, sægur’. Upphafleg merking mun vera ‘mylsna, smábrot, smælki’. Merkingin ‘aragrúi’ er leidd af nafnorðinu mor ‘smáagnir, grugg, grúi, sægur’ (Ásgeir Blöndal ...

category-iconLífvísindi: almennt

Af hverju er minni hringormur í ýsu en þorski?

Spurninguna má skilja á tvo vegu, annars vegar að minna sé um hringorma í ýsu en þorski og hins vegar að þeir hringormar sem finnast í ýsu séu minni en í þorski. Eftirfarandi svar tekur til beggja spurninganna. Svarið við síðari spurningunni er það að hringormar af sömu tegund eru ekki minni í ýsu en í þorski. ...

category-iconHugvísindi

Hvaða tilgangi þjónaði loftárás Bandamanna á Dresden í seinni heimsstyrjöld (sem olli dauða fleira fólks en dó í Hiroshima)?

Spurningin er gildishlaðin og svarar sér eiginlega sjálf. Það er útilokað að sjá í loftárásinni einhvern tilgang. Þegar loftárásin var gerð vorið 1945 var Þýskaland í reynd gjörsigrað. Sovéskar hersveitir nálguðust Dresden og augljóst var að þær næðu borginni á vald sitt eftir nokkra daga. Opinbera skýringi...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er það rétt að afkastageta tölva aukist þegar innra minni er stækkað?

Upphafleg spurning var svona: Ég hef heyrt að með því að stækka innra minni í tölvu þá aukist afkastagetan. Er þetta rétt? Eða á þetta eingöngu við þegar mörg forrit eru opin í einu og skiptir engu máli þegar verið er að vinna í einu forriti? Í afar stuttu máli sagt þá er þetta rétt. Meira minni eykur afkast...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Á hvern hátt er ammóníak hættulegt fyrir mann, fyrir utan óþolandi lyktina?

Ammóníak er litlaus daunill lofttegund undir venjulegum kringumstæðum (við staðalaðstæður, en þá er loftþrýstingur 105 Pa og hiti 25°C). Í sameind ammóníaks er ein köfnunarefnisfrumeind (N; einnig kallað nitur) og þrjár vetnisfrumeindir (H) og er hún táknuð með efnaformúlunni NH3. Ammóníak veldur óþægindum og árei...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hver er munurinn á alligatorum og krókódílum?

Hinir eiginlegu ,,alligatorar" eru tvær tegundir krókódíla innan ættkvíslarinnar Alligator. Nú orðið eru þó menn farnir að víkka út heitið til allra krókódíla innan ættarinnar Alligatoridae enda bera tegundir ættarinnar sameiginleg útlitseinkenni sem greinir þær frá hinum eiginlegu krókódílum í ættinni Crocodylide...

Fleiri niðurstöður