Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 8202 svör fundust

category-iconNæringarfræði

Hvers vegna eru sumar appelsínur súrar og hvernig er hægt að sjá það?

Gæði ávaxta, þar á meðal gæði appelsína, fara eftir mörgu og má þar nefna mismunandi trjástofna, ræktunaraðferðir og veðurskilyrði. Mestu skiptir þó hversu þroskaðar appelsínurnar eru þegar þær eru tíndar. Það er aftur háð ýmsum þáttum, svo sem ræktun, stað, veðri og í hvað á að nota þær, til dæmis hvort á að sel...

category-iconHugvísindi

Hvenær komst Fidel Castro til valda á Kúbu?

Lögfræðingurinn Fidel Castro gerði fyrstu byltingartilraun sína 26. júlí 1953 þegar hann gerði misheppnaða árás á herstöð í Santiago de Cuba. Eftir árs útlegð í Mexíkó gekk Castro á land í Oriente-héraði á Kúbu ásamt 80 mönnum 2. desember 1956. Flestir þessara manna féllu eða voru handteknir, en eftir rúmlega t...

category-iconTrúarbrögð

Hvers vegna byrjaði kristin trú svona seint á Íslandi?

Kristni kom fyrst upp meðal fátæks almúgafólks á afskekktum stað í rómverksa keisaradæminu. Það tók trúna því nokkuð langan tíma að ná útbreiðslu. Rétt fyrir 400 var hún þó orðin það útbreidd að keisarinn gerði hana að ríkistrú. Um þetta leyti tók hún líka að breiðast út um Norður-Evrópu en á næstu öldum gengu mik...

category-iconJarðvísindi

Hvernig myndast jarðolía?

Bæði jarðgas og jarðolía eru kolvetnasambönd. Jarðgas er að mestum hluta metan, CH4, en jarðolía er mynduð úr flóknari keðjum og hringjum af C og H. Þessi efni eru af lífrænum toga, mynduð einkum úr leifum smásærra svifþörunga og annarra plantna sem eitt sinn lifðu í höfum og stórum stöðuvötnum. Þegar lífverurnar ...

category-iconHugvísindi

Hvenær byggðust Skinnastaðir í Öxarfirði og hvenær var nafni hreppsins breytt úr Ærlækjarhrepp í Skinnastaðahrepp?

Skinnastaðir í Axarfirði eru nefndir fyrst í Íslendinga sögu í Sturlungu í tengslum við atburði 1232, þegar Guðmundur biskup Arason fór af Skinnastöðum og vestur yfir Jökulsá (útg. 1946, I, 336) en við 1255 er nefndur Halldór Helgason, bóndi af Skinnastöðum (I, 519) í sömu sögu. Ekki er kunnugt um eldri heimildir ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju eru þeir sem búa í Þýskalandi kallaðir „Þjóðverjar”? Eru þeir eitthvað „þjóðlegri” en aðrir?

Fyrri liður orðsins Þjóðverji er sama orðið og þjóð: 'stór hópur fólks sem (oftast) á sér sameiginlega tungu og menningarerfðir og býr (oftast) á samfelldu landsvæði.' Þjóðin talar þýsku og sá sem telst Þjóðverji er þýskur. Í fornmáli hét tungan þýð(v)erska og íbúinn var þýð(v)erskur og var Þýðverji. Þýð- í þes...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Virða flugur eitthvert lögmál um lífsrými?

Upphaflega spurningin var svona: Ég er oft á sumrin stödd á sveitabæ þar sem flugur safnast stöðugt í eldhúsið. Þótt þær séu drepnar, koma alltaf mjög fljótt aðrar í staðinn, en aðeins að vissu marki, yfirleitt aldrei fleiri en 5-6 í þetta eldhús (nema í sérstökum flugnasumrum). Flugurnar sýnast virða eitthvert...

category-iconHeimspeki

Hafa menn samvisku?

Oftast er orðið samviska notað um tilhneigingu til geðshræringa af vissu tagi sem menn finna fyrir ef þeir brjóta af sér eða gjöra eitthvað sem talið er ámælisvert. Þessar geðshræringar fela jafnan í sér sjálfsásökun vegna einhvers athæfis og í flestum tilvikum líka eftirsjá eða ósk um að hafa látið það ógert....

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvers vegna innritast fólk, til dæmis í skóla eða á sjúkrahús, en útskrifast svo ef vel gengur? Er einhver munur á rita og skrifa í þessu sambandi?

Sagnirnar rita og skrifa eru nánast samheiti þótt rita sé oft notuð í hátíðlegra samhengi. Sagnirnar innskrifa og útskrifa eru gamlar í málinu. Innskrifa merkir ?færa inn (í bók), skrifa (í skjal)? og að minnsta kosti frá 18. öld ?skrá í skóla?. Útskrifa merkti í eldra máli ?lýsa einhverju? (til dæmis ?hver ge...

category-iconHugvísindi

Tala englar táknmál?

Táknmál er alvöru mál eins og önnur tungumál. Ef maður vill tala við og skilja þá sem hafa táknmál sem móðurmál er jafnmikilvægt að skilja það mál eins og að kunna íslensku eða arabísku ef maður vill tala við þá sem hafa þau móðurmál. Englar geta talað við öll börn og fullorðna á öllum heimsins tungumálum; ís...

category-iconBókmenntir og listir

Hvers vegna heitir fyrsta síða í hverri einustu bók saurblað?

Orðið saurblað finnst ekki í orðabókum fornmáls og kemur ekki fyrir í seðlasafni Orðabókar Árnanefndar, sem er nú að koma út í Kaupmannahöfn. Elsta dæmi um saurblað í seðlasafni Orðabókar Háskólans er úr Postillu Corvins, sem Oddur Gottskálksson þýddi og prentuð var í Rostock 1546. Merking orðsins er ekki allt...

category-iconNæringarfræði

Hvernig er farið að því að finna út næringargildi matvæla?

Næringargildi matvæla segir til um innihald þeirra af orkugefandi næringarefnum (próteini, fitu og kolvetnum), vítamínum og steinefnum. Styrkur efnanna er mældur með efnagreiningu á rannsóknarstofu, þar sem tiltekin fjöldi af sýnum er greindur með viðurkenndum rannsóknaraðferðum. Matvæli eru sögð næringarsnauð ef ...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Við hvað er hæð fjalla í sólkerfinu miðuð?

Upphafleg spurning var sem hér segir:Við hvað er miðað þegar sagt er að Ólympsfjall á Mars sé hæsta fjall sólkerfisins, þar sem ekki er hægt að miða við hæð yfir sjávarmáli?Það er alveg rétt að við getum ekki miðað hæð fjalla og annarra jarðfræðilegra fyrirbæra á öðrum reikistjörnum sólkerfisins við sjávarmál, ein...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvaða fugl flýgur hraðast á beinu flugi?

Heimildum ber ekki saman um það hvaða fugl nær mestum hraða í láréttu flugi. Ein heimild staðhæfir að nokkrar tegundir gæsa nái mestum hraða og önnur heimild telur að kalkúnninn nái þeim mesta. Mælingar hafa sýnt að kalkúnn nær allt að 90 km hraða á klukkustund á stuttu flugi en önnur heimild staðhæfir það að æðar...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Eru til tvíhöfða dýr önnur en stökkbreytt afbrigði?

Undir venjulegum kringumstæðum hafa öll dýr sem á annað borð eru með höfuð aðeins eitt. Frávik frá þessu eru vegna stökkbreytinga. Fundist hafa dýr eins og þessi naðra af tegundinni Elaphe scalaris sem geta þrifist með tvo hausa. Hún fannst á Spáni og var þá orðin tveggja mánaða gömul og hafði náð 20 cm lengd. ...

Fleiri niðurstöður