Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1382 svör fundust

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað yrði köngulóarvefur sem næði kringum jörðina þungur?

Til eru margar tegundir af köngulóm og því er ekki þess að vænta að vefur þeirra sé allur eins. Sjálfsagt er það ein ástæðan til þess að heimildum ber ekki alveg saman um þessa hluti. En með þetta í huga verður hér aðeins gefin gróf hugmynd eða dæmi um massa köngulóarvefs. Slíkt er raunar oft gert í vísindum, ...

category-iconMálvísindi: almennt

Hvað er elsta tungumál í heimi sem er talað enn í dag?

Það er ekki til neitt eitt ákveðið svar við þessari spurningu þar sem margt í tengslum við tungumál þarf að rannsaka betur. Ýmislegt er þó vitað um sum mjög gömul mál. Arabíska er til dæmis afar gamalt mál og hana tala um 150 milljónir manna. Hið klassíska arabíska bókmál er rakið aftur á 8. öld og Kóraninn var...

category-iconJarðvísindi

Ég hef heyrt að víkingar hafi fundið mýrarauða í vötnum og notað til að gera sverð og hjálma. Í hvaða vötnum á Íslandi finnst mýrarauði?

Víkingar fundu mýrarauða ekki í vötnum heldur finnst járnið í mýrum, eins og nafnið bendir til. Rauðablástur að hætti víkinga var stundaður í Skandinavíu, Finnlandi og í Eystrasaltslöndum, þar sem járnið finnst í mýrum („myrmalm“ er skandinavíska heitið), en í Danmörku var það unnið úr ýmis konar hörðu seti. ...

category-iconLandafræði

Hvað eru mörg hverfi í New York borg?

Hér er einnig svarað spurningunni: Hvað er New York miklu stærra en Reykjavík að flatarmáli? New York er stærsta borg Bandaríkjanna með rúmlega 8 milljónir íbúa. Á Stór-New York svæðinu (New York metropolitan region), það er ef útborgir eru teknar með, búa hins vegar um 21,2 milljónir manna. New York. Bor...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Getur ofgnótt streituhormónsins kortisól valdið svefnleysi?

Þegar fólk verður stressað eykst magn streituhormónsins kortisóls í blóði. Nánar tiltekið eykst svokallað stýrihormón nýrnahettubarkar (SHNB eða ACTH) sem aftur eykur seyti kortisóls og skyldra streituhormóna í blóðrásina. Þetta streituviðbragðakerfi veldur örvun og svefnleysi. Rannsakendur við Svefnrannsókna- og ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Er gelíska og önnur keltnesk mál af indóevrópskum málastofni?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Er gelíska og önnur keltnesk mál af indó-evrópskum málastofni? Eru einhver tungumál í Evrópu sem ekki falla í þennan flokk? Hér er einnig svarað spurningunni: Hvað er bretónska og hvað er gelíska? Keltneska telst til indóevrópsku málaættarinnar ásamt tíu öðrum tungumálaættum. ...

category-iconVísindafréttir

Sólmyrkvi á morgun 1. ágúst 2008

Svo skemmtilega vill til að á morgun, þann 1. ágúst 2008, mun verða deildarmyrkvi á sólu. Við deildarmyrkva gengur tunglið á milli sólar og jörðu og hylur hluta sólarinnar. Hægt verður að fylgjast með myrkvanum frá Íslandi á milli klukkan 8:15 og til um 10:10. Eitthvað lengra verður að bíða næsta almyrkva, sem er ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað fara geitungar yfirleitt langt frá búi sínu í fæðuleit?

Það fer eftir aðstæðum hversu langt geitungar fara frá búum sínum í leit að fæðu. Til dæmis skiptir máli hversu stutt er í fæðuna. Samkvæmt reynslu erlendis frá geta geitungar farið allt að 500 metra frá búinu í fæðuleit. Ef sést til geitunga og leita á að búinu getur leitarsvæðið því verið nokkuð stórt. Það eru ...

category-iconVísindi almennt

Hver gerði "broskarlinn"?

Eftir því sem við komumst næst á broskarlinn eins og við þekkjum hann, svört augu og bros á gulum hringlaga bakgrunni, uppruna sinn hjá Bandaríkjamanninum Harvey R. Ball (1921-2001) frá Worcester, Massachusetts. Fyrirtækið The State Mutual Life Assurance Company fékk Ball til þess að hanna fyrir sig brosandi a...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvað brennir maður mörgum hitaeiningum í svefni?

Þó líkamsstarfsemin sé í lágmarki þegar við sofum er engu að síður ýmislegt í gangi sem krefst orku; við drögum andann, hjartað slær, blóðið rennur, heilinn er virkur, við byltum okkur og svona mætti áfram telja. Víða á Netinu má finna upplýsingar um það hversu mikla orku þarf til þess að framkvæma ákveðið ath...

category-iconHagfræði

Hver er tilgangurinn með kennitölu?

Kennitala er 10 tölustafa auðkennisnúmer sem einstaklingar, félög, samtök, stofnanir og fyrirtæki á Íslandi nota til auðkenna sig í viðskiptum og samskiptum við hvert annað. Hver kennitala er einstök, það er að segja engar tvær kennitölur eru eins, enda er kennitala notuð til að geta gert greinarmun á til dæmis ei...

category-iconOrkumál

Hvernig fáum við rafmagn á Íslandi?

Það rafmagn sem notað er á Íslandi er nánast allt framleitt úr endurnýjanlegum orkugjöfum ólíkt því sem gerist hjá mjög mörgum öðrum þjóðum sem fá meirihluta raforku sinnar úr brennanlegu eldsneyti. Rafvæðing Íslands hófst í byrjun 20. aldar þegar menn fóru að virkja bæjarlæki og önnur slík fallvötn. Það var s...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan kemur nafnið á kökunni hjónabandssæla?

Ekki hefur mér tekist að finna skýringu á nafni kökunnar hjónabandssæla og hef þó víða leitað og margan spurt. Elsta heimild sem ég hef fundið um nafnið er úr Vikunni, 10. tbl. 1950 á timarit.is. Þar er uppskrift og bakstrinum síðan lýst. Lýsingin endar á: ,,Þessu er jafnað á smurða plötu og rabarbaramauk smurt yf...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Voru til risaeðlur á Íslandi?

Nei, það voru aldrei risaeðlur á Íslandi þar sem þær dóu út áður en Ísland tók að myndast. Blómatími risaeðlanna var á miðlífsöld en á mörkum krítar- og tertíertímabilanna, fyrir 65 milljón árum, urðu miklar náttúruhamfarir sem talið er að hafi valdið aldauða um 70% allra tegunda lífvera sem þá lifðu, þar á me...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er eitthvað vatn í tönkum Perlunnar?

Perlan í Öskjuhlíðinni var vígð 21. júní árið 1991. Ingimundur Sveinsson arkitekt hannaði bygginguna. Tankar Perlunnar eru 6 talsins. Í þremur tankanna er 80°C heitt vatn sem bíður þess að vera sent út í dreifikerfi en í tveimur þeirra er bakrennslisvatn, um 30°C heitt. Í sjötta tankinum var sögusafn frá 2002-2014...

Fleiri niðurstöður