Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 703 svör fundust

category-iconLæknisfræði

Er hægt að lækna ofnæmi þannig að það komi aldrei aftur?

Stutta svarið við þessari spurningu er nei, ef átt er við það að ofnæmið læknist alveg og valdi engum óþægindum það sem eftir er ævinnar. Oft er þó tekið þannig til orða: „Hann fékk góða lækningu meina sinna“, án þess að átt sé við að hann hafi orðið albata. Í þessum skilningi má svara spurningunni játandi, ef ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig stóð á því að það rigndi fiskum í sumum löndum nú um áramótin og af hverju dóu allir þessir fuglar í Arkansas og víðar?

Við höfum áður svarað þeirri spurningu hvort það geti rignt fiskum. Svarið við þeirri spurningu er að nokkru leyti játandi: Það getur rignt litlum fiskum við sérstakar aðstæður. Í svari við spurningunni Getur það gerst að það rigni sjó eða fiskum? segir þetta:Í miklu roki verður mikill öldugangur á sjónum og br...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er orðið áfengi gamalt í málinu?

Orðið áfengi á sér gamlar rætur og er sýnilega tengt sögninni fá og forsetningunni á. Sagnarsambandið kemur enda fram í fornu máli í merkingu sem greinilega býr að baki nafnorðinu. Í orðabók Fritzners um fornmálið er tilgreint sambandið drykkr fær á e-n og vísað til þriggja heimilda því til staðfestingar. Sagn...

category-iconVísindavefur

Á hvað trúa Mongólar?

Um 39% Mongóla sem náð hafa 15 ára aldri eru trúlausir samkvæmt manntali frá árinu 2010. Búddismi er hins vegar þau trúarbrögð sem flestir aðhyllast, eða 53% landsmanna. Af öðrum trúarbrögðum kemur íslam næst en um 3% þeirra sem náð hafa 15 ára aldri teljast til múslima, 2,9% hallast að sjamanisma, 2,1% eru krist...

category-iconLæknisfræði

Hvað hefur vísindamaðurinn Unnur Anna Valdimarsdóttir rannsakað?

Unnur Anna Valdimarsdóttir er prófessor í faraldsfræði við læknadeild Háskóla Íslands. Rannsóknir Unnar snúa fyrst og fremst að áföllum og þungbærri lífsreynslu og áhrifum þessara þátta á uppkomu og þróun langvinnra sjúkdóma eins og geðraskana, krabbameina, hjarta- og æðasjúkdóma og sjálfsónæmissjúkdóma. Um er að ...

category-iconDagatal íslenskra vísindamanna

Hvaða rannsóknir hefur Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir stundað?

Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir er prófessor í kynjafræði við Háskóla Íslands. Rannsóknir hennar spanna vítt svið innan kvenna- og kynjafræða og hún hefur tekið þátt í fjölda íslenskra og alþjóðlegra rannsóknarverkefna. Fyrstu rannsóknir Þorgerðar voru á sviði sérfræðihópa og fagþróunar í framhaldi af do...

category-iconDagatal íslenskra vísindamanna

Hvaða rannsóknir hefur Gyða Margrét Pétursdóttir stundað?

Gyða Margrét Pétursdóttir er dósent í kynjafræði við Háskóla Íslands. Hún er þeirrar skoðunar að hið persónulega sé afsprengi þess samfélags sem við lifum og hrærumst í og sé því bæði pólitískt og fræðilegt viðfangsefni. Gyða hefur í rannsóknum sínum leitað svara við persónulegum viðfangsefnum sem eru þá jafnf...

category-iconStjarnvísindi: alheimurinn

Hvað hefur vísindamaðurinn Páll Jakobsson rannsakað?

Páll Jakobsson er prófessor í stjarneðlisfræði við Háskóla Íslands. Hann hefur verið viðriðinn fjölmörg rannsóknarverkefni sem flest snúa að svokölluðum gammablossum, en þeir eru björtustu og orkumestu sprengingar í alheimi, tengdar þyngdarhruni massamestu stjarnanna og eru blossarnir sýnilegir úr órafjarlægð. Ein...

category-iconHagfræði

Hvaða rannsóknir hefur Gylfi Magnússon stundað?

Gylfi Magnússon er dósent í fjármálum í viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Gylfi lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1986, cand. oecon. prófi í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands árið 1990 og síðan M.A., M.Phil. og Ph.D. prófum í hagfræði frá Yale-háskóla í Bandaríkjunum. Hann útskrifaðist frá...

category-iconMenntunarfræði

Hvaða rannsóknir hefur Börkur Hansen stundað?

Börkur Hansen er prófessor við Deild kennslu- og menntunarfræði við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Meginviðfangsefni hans í kennslu og rannsóknum eru þættir sem tengjast skólastjórnun, svo sem hlutverkum stjórnenda, stefnumörkun, forystu, stjórnskipulagi, breytingum og þróun, starfsháttum, stofnanamati og flei...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hvaða rannsóknir hefur Margrét Sigrún Sigurðardóttir stundað?

Margrét Sigrún Sigurðardóttir er lektor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Doktorsritgerð hennar fjallar um skipulag breska tónlistariðnaðarins en tónlistariðnaðurinn og skapandi greinar almennt hafa verið viðfangsefni Margrétar frá því hún skrifaði um Smekkleysu í meistararitgerð sinni við viðskiptafræðidei...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað hefur vísindamaðurinn Snædís H. Björnsdóttir rannsakað?

Snædís H. Björnsdóttir er dósent við Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands. Hún stundar rannsóknir á sviði örverufræði og sameindalíffræði og hafa þær einkum beinst að örverum frá íslenskum jarðhitasvæðum. Örverur finnast nánast alls staðar á jörðinni, meðal annars í heitum, súrum og jafnvel sjóðandi h...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hvaða rannsóknir hefur Njörður Sigurjónsson stundað?

Njörður Sigurjónsson er dósent í menningarstjórnun við Háskólann á Bifröst. Rannsóknir hans eru einkum á sviðum menningarstjórnunar og menningarstefnu en einnig hefur hann rannsakað hljóðmenningu og fagurfræði skipulagsheilda. Rannsóknir Njarðar felast í greiningu á hugmyndum um stjórnun menningarstofnana með ...

category-iconLögfræði

Hvað er Code civil í frönskum lögum?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Hæ getur einhver sagt mér frá Code civil í Frakklandi á sínum tíma. Ég hef mikinn áhuga en virðist ekki finna neitt nema á frönsku og ensku og á erfitt með að skilja það. Áður en Napóleon Bónaparte varð keisari Frakklands (1804-1815) gegndi hann stöðu fyrsta konsúls fra...

category-iconMálvísindi: íslensk

Er fagn viðurkennt íslenskt orð?

Orðið fagn er bæði að finna í Íslenskri orðabók og Íslenskri nútímamálsorðabók í merkingunni ‘tilþrifamikið látbragð íþróttamanns sem fagnar góðum árangri í keppni, t.d. við að skora mark í knattspyrnu’. Þetta orð er a.m.k. aldarfjórðungs gamalt í málinu – elsta dæmi sem ég finn um það er í Morgunblaðinu 1998: „Þe...

Fleiri niðurstöður