Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Hvers vegna heita páskar Gyðinga og páskar kristinna manna það sama þó að verið sé að fagna svo ólíkum atburðum?
Eins og alþjóð veit heldur kirkjan páska til að fagna upprisu Jesú Krists frá dauðum. Þess vegna eru páskarnir gleði- og sigurhátíð í hugum kristinna manna og eru þeir raunar elsta hátíð kristninnar. Af þeim sökum kölluðu kirkjufeðurnir páskana Festum festorum eða hátíð hátíðanna. Sérhver sunnudagur er, frá sjónar...
Hvað hét kona Sókratesar og hvað er vitað um hana?
Kona Sókratesar hét Xanþippa. Hún er einkum þekkt fyrir að vera skapmikil og erfið í sambúð. Xanþippa kemur meðal annars fyrir í samræðunni Fædoni eftir Platon (427 – 347 f.Kr.) sem var lærisveinn Sókratesar. Þar situr Xanþippa hjá manni sínum með son þeirra í kjöltunni í fangelsinu daginn sem dauðadómi hans skal ...
Finnst kúluskítur á Íslandi?
Kúluskíturinn er grænþörungur sem ber vísindaheitið Cladophora aegagropila og vex í stöðuvötnum. Hann finnst í nokkrum vötnum á Íslandi, m.a. Þingvallavatni og Mývatni, einnig Kringluvatni í Suður Þingeyjarsýslu. Tegundin hefur þrjú vaxtarform. Sums staðar vex hann líkt og mosi á steinum. Einnig getur hann leg...
Hvort verpa slöngur eggjum eða fæða lifandi afkvæmi?
Langflestar slöngutegundir verpa eggjum eins og önnur skriðdýr, fuglar og froskdýr. Á fræðimáli nefnist þannig fæðing oviparous. Þó eru til slöngutegundir sem fæða lifandi eða „kvika unga“, á fræðimáli heitir sú fæðing viviparous. Þá hafa slöngurnar þróað einhvers konar legköku sem miðlar næringu og súrefni ti...
Hvernig verkar drullusokkur?
Myndir sýnir þverskurð af drullusokki sem þrýst er að stífluðu niðurfalli vasks. Drullusokkurinn samanstendur vanalega af íhvolfri gúmmiblöðku og skafti sem stendur upp úr henni líkt og myndin sýnir. Þegar skaftinu er þrýst niður pressast blaðkan saman. Rúmmál hennar minnkar og umfram loftið þrýstist út und...
Úr hverju er Mars?
Kjarni reikistjörnunnar Mars er seigfljótandi og líklega að mestu úr járni en einnig brennisteini. Utan um kjarnann er svo möttull úr sílíkötum. Yfirborð Mars er að mestu talið vera úr basalti. Þó eru vísbendingar um að yfirborðið sé kísilríkara en venjulegt basalt, líkt og andesít á jörðinni. Stór hluti yfir...
Hvar er hagamúsin stödd í fæðukeðjunni?
Það er ekki einfalt mál að staðsetja hagamúsina (Apodemus sylvaticus) í fæðukeðjunni. Hagamúsin hefur mjög fjölbreytt fæðuval þó meginuppistaðan sé úr plönturíkinu svo sem ber, grasfræ og fræ ýmissa blómplantna. Miðað við þetta fæðuval væri hægt að staðsetja þær í næstneðsta þrepi fæðukeðju vistkerfisins. Ha...
Hvað getið þið sagt okkur um höfrungategundirnar létti og rákaskoppara?
Léttir (Delphinus delphis) er smávaxin höfrungategund. Hann er grannvaxinn og afar straumlínulaga líkt og einkennandi er fyrir flestar tegundir höfrunga. Trýnið er langt og mjótt og vel aðgreint frá háu enninu. Léttir er svartur eða dökkgrár að ofan með hvítan kvið. Höfrungar af þessari tegund eru mikil hópdýr og ...
Ég sá í textavarpinu þann 29. maí að í næstu viku færi Venus fyrir sól miðað við jörð, líkt og um sólmyrkva væri að ræða. Hvaða fyrirbæri er hér á ferðinni?
Hér er um þvergöngu Venusar að ræða. Þverganga nefnist það þegar reikistjarna gengur þvert fyrir sólina frá jörðu séð. Slíkir atburðir eru frekar sjaldgæfir en þannig gengur Venus fyrir sólina á 105,5 eða 121,5 ára fresti og þá tvisvar með átta ára millibili. Seinast gekk Venus fyrir sól árið 2004 og sást sú þverg...
Hvar geyma fuglar eggin áður en þeir verpa þeim?
Spyrjandinn vill líklega vita hvar frjóvguð egg eru geymd því ófrjóvguð egg eru í eggjastokkum kvenfugla líkt og er raunin á meðal annara kvendýra. En til þess að geta svarað spurningunni er nauðsynlegt að fjalla fyrst um æxlunarfæri kvenfuglsins. Langflestar fuglategundir eru aðeins með einn eggjaleiðara og eg...
Grætur einhver dýrategund, önnur en maðurinn?
Flest, ef ekki öll, spendýr sýna hryggð og gefa frá sér hljóð sem hugsanlega er hægt að túlka sem grát. Engin dýrategund grætur þó á sama hátt og maðurinn. Rannsóknir á atferli apa, meðal annars rannsóknir hins fræga prímatafræðings, Jane Goddall, hafa sýnt fram á að ungir simpansar gefa frá sér einhvers konar...
Er hvalategundin stökkull ekki lengur til við Ísland og ráðast þeir stundum á báta?
Spurningin hljóðar í heild sinni:Er hvalategundin stökkull ekki lengur til við Ísland? Ég hef heyrt að hann hafi elt uppi litla báta og ráðist á þá. Stökkullinn (Tursiops truncatus, e. bottlenose dolphin) er ein algengasta tegundin af ætt höfrunga (Delphinidae) hér við land. Náttúruleg heimkynni hans eru í hitabe...
Hvers vegna eru pöndur í útrýmingarhættu?
Hér er einnig svarað spurningunum:Hvað lifa pöndur lengi?Í hvaða löndum lifa pöndur?Hvað heita karldýr, kvendýr og afkvæmi panda? Fornleifarannsóknir hafa leitt í ljós að á ísaldartímabili jarðar (pleistósen), fyrir um 2,6 milljónum til 10.000 árum, lifði risapandan (Ailuropoda melanoleuca) á nokkuð víðáttumiklu ...
Fara lítil sjónvörp eða skjáir illa með sjónina?
Svarið við þessari spurningu er einfalt. Ekki hefur verið sýnt fram á að sjónvörp eða skjáir skaði beinlínis sjónina á einn eða annan hátt. Þó er vitað að vinna við tölvur og ástundun tölvuleikja þar sem horft er á skjá minnkar „blikktíðni“ um það bil um helming, það er úr um það bil 12 blikkum á mínútu niður í 6...
Hafa minningar raunverulega eitthvað með fortíðina að gera?
Já. Hefði verið spurt hvort fótspor sé örugglega eftir fót hefði svarið líka verið já. Spor sem ekki er eftir fót er ekki fótspor þótt það líti ef til vill alveg eins út og ef mig minnir eitthvað sem aldrei var, þá er það ekki minning heldur misminni. Allt sem er í kollinum á mér getur verið eins hvort sem um r...