Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 8060 svör fundust
Af hverju er gangstéttin grá?
Gangstéttin er grá því að efnin sem eru notuð til að búa hana gefa af sér gráan lit. Til að búa til steypuna sem gangstéttir og gangstéttarhellur eru gerðar úr þarf þrjú aðalefni: sement, sand og vatn. Auk þess eru stundum notuð íblöndunarefni, svo sem flotefni, til að breyta eiginleikum steypunnar. Sement e...
Eru hundar með nafla, og ef svo er hvar er hann?
Hundar hafa nafla rétt eins og menn og raunar öll spendýr. Ef vel er að gáð eru fuglar og önnur dýr sem klekjast úr eggjum líka með nafla. Í þeirra tilviki tengist naflastrengurinn ekki við legköku (e. placenta) líkt og hjá legkökuspendýrum eins og okkur, hundum og hestum svo dæmi séu tekin, heldur við svonefndan ...
Hver er uppruni orðatiltækisins að "gera einhverjum skráveifu"?
Orðið skráveifa er gamalt í málinu. Það er kunnugt allt frá því á 14. öld sem viðurnefni Jóns nokkurs Guttormssonar skráveifu en hann var lögmaður norðan og vestan 1361. Um hann var ort og skráð í Flateyjarannál:Jón skreiddist skjótt skráveifa hljótt kamarsaugað út við ærna sút.Upprunaleg merking orðsins er óvi...
Hver er munurinn á stjörnuþoku og vetrarbraut?
Orðin stjörnuþoka og vetrarbraut eru samheiti yfir sama fyribærið sem á erlendum málum nefnist galaxy, en það er komið beint úr grísku, dregið af orðinu gala sem merkir mjólk. Vetrarbrautin NGC 4565. Í stjörnufræði er vetrarbraut næsta skipulagseining ofan við sólkerfi. Í hverri vetrarbraut er fjöldi stjarna....
Hvernig veiða tígrisdýr? Getið þið sýnt mér mynd af tígrisdýri á veiðum?
Tígrisdýr (Panthera tigris) veiða úr launsátri líkt og flest önnur kattardýr. Tígurinn reynir að læðast sem næst bráðinni og þegar hann er í fárra metra fjarlægð frá henni, tekur hann á sprett, stekkur á bráðina og reynir að ná tökum á hálsi hennar með vígtönnunum til að bíta í sundur hálsliðina. Tígrisdýr að el...
Hver ert latneska heitið yfir orðið hýsil?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Góðan dag. Ég er að leita að latneska heitinu yfir orðið hýsill.Þeir sem þurfa að þekkja latnesk heiti hugtaka sem geta reynt að fletta þeim upp í Orðabanka Íslenskrar málstöðvar. Hlutverk Orðabankans er að safna fræðiheitum og veita aðgang að íslenskum þýðingum á erlendum ...
Hvað eru til mörg nöfn yfir djöfulinn á íslensku og hver eru þau?
Erfitt er að segja með vissu hversu mörg orð eru til yfir djöfulinn í íslensku. Flest þeirra heita sem þekkjast hafa orðið til við það að ekki þótti við hæfi að nefna djöfulinn og því var það gert með því að nota umritanir eða gæluorð. Í Íslenskri samheitabók eru þessi talin upp undir flettiorðinu fjandi:andskotia...
Hvaðan er nafnið á Fossvogsdal komið?
Fossvogsdalur er dalurinn inn af Fossvogi, en vogurinn er kenndur við foss sem var í Fossvogslæknum þar sem hann rennur í sjó. Lækurinn hefur aðrennsli úr Faxakeldu og lægðum Fossvogs og rennur til sjávar sunnan við Votaberg. Fossinn hét Hangandi, en er nú horfinn því “tímans tönn hefur unnið á mjúku móberginu sem...
Voru biskupar barðir fyrr á öldum?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Hvaðan kemur orðatiltækið 'enginn verður óbarinn biskup'? Voru biskupar lamdir í gamla daga?Engin sérstök saga virðist tengd við máltækið enginn verður óbarinn biskup. Með því er átt við að enginn nái langt án þess að hafa lagt hart að sér, ekki einu sinni biskupar. Í sögunn...
Af hverju er grjót hart?
Stundum getur verið svolítið erfitt að svara spurningum af þessu tagi af því að svarið felst að nokkru leyti í merkingu orðanna. Þannig gætum við sagt að sumir hlutir séu einfaldlega harðari en aðrir og sumt af því sem harðast er köllum við grjót. En kannski getum við gert aðeins betur en þetta! Berggrunnur lan...
Ég heyrði því fleygt að það væri ekki málfræðilega rangt að segja "mjúkastur" og "góðastur", heldur væri þetta gömul og úrelt stigbreyting orðanna?
Í málfræðibókum yfir forna málið er hvergi minnst á að orðið mjúkur sé án hljóðvarps í miðstigi og efsta stigi. Sama gildir um góður að eingöngu er getið miðstigsins betri og efsta stigsins bestur. Í bók Björns Karels Þórólfssonar, Íslenzkar orðmyndir á 14. og 15. öld, þar sem rætt er um breytingar á orðmyndum frá...
Hvaðan er orðatiltækið "að slá á þráðinn" komið í merkingunni að hringja í einhvern?
Orðatiltækið að slá á þráðinn 'hringja í e-n' er ungt í íslensku máli. Það er fengið að láni úr dönsku slå på tråden í sömu merkingu. Þráður er þarna í merkingunni 'taug, strengur', samanber símaþráður. Orðatiltækið að slá á þráðinn> merkir að 'hringa í einhvern'. Hægt er að lesa meira um málfar sem tengist ...
Til hvers fara unglingar eiginlega á gelgjuskeiðið?
Sigurlína Davíðsdóttir hefur skrifað tvör svör á Vísindavefnum um unglinga og gelgjuskeið. Hún segir að aðalviðfangsefni unglingsáranna sé að skapa sér sjálfsmynd og átta sig á því hver maður sé. Í upphafi unglingsáranna er gildismat unglingsins byggt að mestu á gildimati foreldranna, eins og eðlilegt er. Þegar ha...
Er hættulegt að láta braka í puttunum?
Brak í liðamótum og afleiðingar þess hefur ekki mikið verið rannsakað, en svo virðist sem það auki ekki líkurnar á liðagigt eins og gjarnan hefur verið haldið fram. Rannsóknaniðurstöður taka þó ekki af allan vafa um það mál. Það bendir hins vegar ýmislegt til þess að sé oft og mikið látið braka í liðum geti þa...
Hvort á að nota Desjarárdalur eða Dysjarárdalur um dal þann sem verið er að stífla vegna Hálslóns við Kárahnjúk?
Desjarárdalur eða Dysjarárdalur er austan við Ytri-Kárahnjúk á Vesturöræfum. Í sóknarlýsingu Hofteigssóknar eftir sr. Sigfús Finnsson frá 1841 er myndin Dysjará (bls. 62) en Desjará í lýsingu sr. Þorvalds Ásgeirssonar á Hofteigsprestakalli frá 1874 (bls. 82) og Desjarárdalur (bls. 79). Sr. Sigfús var Austfirði...