Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 4335 svör fundust
Hver konar kvæði er Lilja sem Eysteinn Ásgrímsson á að hafa ort?
Eysteinn Ásgrímsson (d. 1361) er talinn höfundur Lilju, eins merkasta helgikvæðis sem samið hefur verið á íslensku. Lilja er svokölluð heimssögudrápa þar sem höfundur færir okkur heimssögu kristninnar í bundnu máli frá sköpun heims og fram á dómsdag. Eins og aðrar drápur einkennist Lilja af kvæðaforminu sem skipti...
Hvað er mansöngur í rímum?
Talið er líklegt að rímnaskáld hafi snemma tekið upp á því að yrkja mansöng í upphafi hvers rímnaflokks en fljótlega fór þó að bera á því að mansöngur væri ortur á undan hverri rímu og þá nokkrir innan hvers flokks. Ýmislegt bendir til þess að mansöngvar hafi verið ortir að kröfu kvenna. Í Skáld-Helga rímum segir ...
Hvað er vitað um fingrarím?
Upphaflegu spurningarnar eru þessar:Hver er uppruni og saga fingraríms? Hvað nefndist það á frummálinu? Hvernig er hægt að telja út fullkomlega rétt almanak á fingrunum með fingrarími?Þorsteinn Sæmundsson stjörnufræðingur hefur nýlega birt rit um fingrarím á vefsetri Almanaks Háskólans. Þar getur meðal annars að l...
Hvernig geta trúmál haft áhrif á tungumál þjóðar?
Trúmál geta á ýmsan hátt haft áhrif á tungumál þjóðar. Helgirit varðveita oft eldri málstig og geta átt þátt í að varðveita orð, orðasambönd og ýmis málfræðileg atriði. Ef litið er til Íslands þá er saga íslenskrar biblíuhefðar orðin ærið löng. Elstu biblíutextar, sem þekktir eru, eru varðveittir í handriti Íslens...
Af hverju er talað um bjarnargreiða?
Orðatiltækið að gera einhverjum bjarnargreiða 'gera eitthvað í greiðaskyni við einhvern en það verður honum til skaða' er erlent að uppruna. Það hefur líklegast borist í íslensku úr dönsku, gøre nogen en bjørnetjeneste, en þar er það þekkt frá miðri 19.öld. Orðatiltækið er einnig til í þýsku, jemand einen Bährendi...
Hvernig varð Miðjarðarhaf til?
Hér er einnig svarað spurningunni:Hvað er Miðjarðarhafið gamalt, eða hvenær sirka flæddi frá Atlantshafinu inn i Miðjarðarhafið? Undir lok fornlífsaldar (á perm-tímabili), fyrir um 250 milljón árum (m.á.), höfðu öll fyrri meginlönd jarðar runnið saman í eitt, Pangæu (Al-land). Á miðlífsöld, fyrir um 230 m.á. (...
Er til hnitakerfi fyrir alheiminn svipað og bauganet jarðarinnar?
Upphaflega spurningin hljóðaði svo:Er til einhvers konar tilvísunarkerfi fyrir alheiminn, svipað og lengdar- og breiddargráður á jörðinni? Áður en við svörum spurningunni skulum við skoða grunnreglur um hnitakerfi. Samkvæmt skilgreiningu eru hnit hluta samsett úr einni eða fleiri tölum sem ákvarða fullkomlega s...
Hverjar voru helstu ástæður þess að Mongólar urðu að heimsveldi á miðöldum en ekki Kínverjar?
Hér skal reynt að gera samanburð á ólíkum eiginleikum Mongóla og Kínverja á 9.-13. öld, þá einkum hvað varðar lífsviðurværi, umhverfi og menningu. Eins og flestar þjóðir í norðurhluta Austur-Asíu voru Mongólar hirðingjar sem fluttu sig stöðugt á milli staða til að tryggja aðgang búfénaðar að góðum graslendum. T...
Hvers vegna eru steingervingar af hitabeltisgróðri á Tjörnesi?
Upprunalega spurningin var:Hvers vegna eru steingervingar af hitabeltisgróðri á Tjörnesi og víðar á Íslandi? Hve langt er síðan það var? Ef nefna ætti einn stað á Íslandi, sem mikilvægastur væri talinn fyrir rannsóknir á sögu jarðar, kæmi Tjörnes án efa upp í huga margra. Á vestanverðu nesinu, í víkum og skorni...
Hvað eru líkindarök og þagnarrök í sagnfræði?
Þegar sagnfræðingur talar um líkindarök á hann við rök sem duga til að gera ályktun eða niðurstöðu sennilega, en þó ekki óyggjandi. Rök, sem eru meira en líkindarök, ættu eiginlega að fela í sér sönnun á niðurstöðunni. En sönnunarhugtakið vill verða loðið og vandmeðfarið í sagnfræði, þar sem venjulega þarf að líta...
Hvað eru málmleysingjar, hliðarmálmar og halógenar?
Málmleysingjar eru frumefni sem teljast ekki til málma. Þeir geta hvorki leitt rafmagn né hita mjög vel og eru mjög brothættir ólíkt málmunum. Meðal málmleysingja eru eðalgastegundir, halógenar, vetni, súrefni, kolefni og kísill. Við stofuhita eru allir málmleysingjarnir annað hvort í gasham eða storkuham, fyrir u...
Hvað er röntgen og getur röntgengeislinn verið hættulegur?
Oftast þegar orðið röntgen er notað í daglegu tali er átt við rannsóknir með röntgengeislum sem gerðar eru til sjúkdómsgreiningar. Orðið vísar þá annaðhvort til rannsóknarinnar sjálfrar eða staðarins þar sem hún er gerð, það er röntgendeildarinnar. Nafnið röntgen er þannig til komið að geislarnir voru nefndir í...
Hver var Anne Holtsmark og hvert var framlag hennar til fræðanna?
Anne Holtsmark (19. maí 1896 - 21. júní 1974) var norrænufræðingur, dósent og síðar prófessor við Óslóarháskóla. Hún varð cand. philol. í norsku með frönsku og sögu sem aukafög 1924. Dósent í norrænni filologiu við Óslóarháskóla var hún frá 1931 og frá 1949 prófessor í sömu grein. Í fjöldamörg ár stjórnaði hún und...
Hver er munurinn á frumheimild og eftirheimild og hvernig beita sagnfræðingar þessum hugtökum?
Frumheimildir eru „hráefni“ sagnfræðingsins. Það sem allar frumheimildir eiga sameiginlegt er að þær verða til á því tímabili sem verið er að fjalla um. Algengastar eru ritheimildir, til dæmis lög, skýrslur, bréf, dagbækur, sjálfsævisögur, tilskipanir, dagblöð og dómasöfn, en aðrar frumheimildir geta verið bókstaf...
Hvort er réttara að segja „Þau slitu samvistum...“ eða „Þau slitu samvistir ...“?
Í heild hljóðaði spurningin svona: Takk fyrir margvíslegan fróðleik á þessum vef. Ég er með fyrirspurn um íslenskt mál sem mig langar að fá svar við. Þetta varðar hluta af starfi mínu. Hvort er réttara að segja: A. „Þau slitu samvistum árið...“ B. „Þau slitu samvistir árið...“ Með fyrirfram þak...