Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 8481 svör fundust

category-iconMálvísindi: almennt

Hver er uppruni tungumála Finna og Ungverja, sem eru gjörólík öllum öðrum í Evrópu?

Finnska og ungverska teljast til svonefndra finnsk-úgrískra mála af úrölsku málaættinni en til hennar telst einnig önnur grein, samójedíska. Mál af úrölsku málaættinni eru talin eiga uppruna sinn að rekja til frumúrölsku, sem töluð hafi verið í norðanverðum Úralfjöllunum í Rússlandi fyrir rúmum 7,000 árum og boris...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað eru oturgjöld?

Oturgjöld eru í skáldskap kenning fyrir gull. Að baki er sögn í Snorra-Eddu er segir frá því að Óðinn, Loki og Hænir hafi farið í ferð til að skoða heiminn allan. Á ferð sinni komu þeir að á þar sem otur var að gæða sér á laxi. Loki drap oturinn með því að kasta í hann steini. Þeir héldu ferðinni áfram og tóku nú ...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvað er langt frá jörðinni til Neptúnusar?

Neptúnus er áttunda og ysta reikistjarnan frá sól. Reikistjarnan er í um það bil 4,4 milljarða km fjarlægð frá jörð en það eru 4.400.000.000 km. Þar sem brautir reikistjarnanna umhverfis sól eru sporbaugslaga en ekki hringlaga er fjarlægð reikistjarnanna frá sól, og þá einnig fjarlægð á milli reikistjarnanna sjálf...

category-iconJarðvísindi

Hvað eru strombólsk eldgos?

Einkenni strombólskra eldgosa eru reglulegar en skammvinnar sprengingar í vel afmörkuðum gíg, nefnd eftir eldfjallinu Strombólí á Ítalíu. Gjóskan þeytist upp í andrúmsloftið við sprenginguna, en þar sem skýið er frekar efnisrýrt, nær það aldrei meira en tveggja til þriggja kílómetra hæð. Gjóskan fellur því fljótt ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Er til alíslenskt orð yfir tennis?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Er til alíslenskt orð yfir tennis? Það er ekki tökuorð eins og tennis er. Mér er ekki kunnugt um að reynt hafi verið að finna íslenskt heiti fyrir tennis. Orðið er væntanlega tökuorð beint úr ensku. Eldra heiti er lawn-tennis (af lawn „flöt“, það er vallartennis) og...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvað er einn faðmur margir sentimetrar?

Faðmur er ein þeirra lengdareininga sem taka mið af mannslíkamanum. Sama má segja um fet, þumlung og tommu. Það er augljós galli við þessar lengdareiningar að mennirnir eru ekki jafn stórir. Fet hjá lágvöxnum manni er ekki það sama og hjá þeim sem stærri eru. Þetta var ein ástæða þess að metrakerfið var innleitt. ...

category-iconVísindi almennt

Hvað tekur langan tíma að labba frá Reykjavík til Akureyrar?

Tíminn sem það tekur að ganga á milli Reykjavíkur og Akureyrar fer að sjálfsögðu eftir því hvaða leið er valin og hversu hratt er gengið. Á vef Vegagerðarinnar er að finna upplýsingar um vegalengdir á milli margra staða á landinu og er oft hægt að velja fleiri en eina leið. Ef þjóðvegi 1 er fylgt þá er leiðin...

category-iconLandafræði

Hvað er Ólafsfjarðarvatn stórt og hvað er svona merkilegt við vatnið?

Ólafsfjarðarvatn er eins og nafnið bendir til í Ólafsfirði. Vatnið er frekar grunnt, mesta dýpi er um 10 - 11 metrar. Það er um 2,5 ferkílómetrar að flatarmáli; um 3 km á lengd og um 1 km á breidd þar sem það er breiðast. Allbreitt rif, sand- og malarkambur, um 250 m breitt skilur vatnið frá sjónum og rennur ós úr...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er ferðasúpa?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Ég hnaut um eitt orð í samheitaorðabók um daginn - en það var orðið ferðasúpa með samheitinu sultarsúpa. Hvað þýðir þetta orð nákvæmlega? Hvað er ferðasúpa? Einu dæmin sem ég hef fundið um ferðasúpu og sultarsúpu eru í Riti þess Islendska Lærdóms-Lista Felags sem gefi...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvert er elsta íslenska pappírshandritið?

Elsta íslenska pappírshandritið er bréfa- og minnisbók Gissurar sem í kjölfar siðbreytingar varð biskup í Skálholti. Íslendingar fóru að nota pappír heldur síðar en aðrar þjóðir. Danir og Svíar eiga pappírshandrit frá 15. öld en á Íslandi er nokkurn veginn allt á skinni frá þeim tíma. Á síðari hluta 16. aldar þoka...

category-iconNæringarfræði

Er hægt að gera eitthvað til að losna við of mikið B12-vítamín í líkamanum?

Vítamín eru lífræn efni sem menn og önnur dýr þarfnast í litlum mæli. Helsta hlutverk þeirra er að taka þátt í stjórnun efnaskipta í líkamanum. Vítamín myndast ekki í líkamanum, nema D-vítamín, og þess vegna þurfum við að innbyrða þau. Yfirleitt fáum við vítamín úr fæðu. Ekki er vitað til þess að of mikið af B1...

category-iconÞjóðfræði

Hver er munurinn á þjóðtrú og hjátrú?

Jón Hnefill Aðalsteinsson segir í grein sinni um þjóðtrú í Íslenskri þjóðmenningu: Þjóðtrú er veigamikill og margslunginn þáttur þjóðmenningar og setur mark sitt á menningu flestra þjóða. Er átt við þjóðtrú í almennri og yfirgripsmikilli merkingu sem felur í sér hvaðeina af vettvangi hins yfirnáttúrulega og ós...

category-iconLæknisfræði

Er sama frá hvaða landi bóluefni gegn COVID-19 koma?

Áður en bóluefni (og önnur lyf) eru tekin í almenna notkun þurfa þau að fá markaðsleyfi eða neyðarleyfi frá eftirlitsstofnunum eins og Evrópsku lyfjastofnuninni (e. European Medicines Agency, EMA) eða Lyfjastofnun Bandaríkjanna (e. Food and Drug Admininstration, FDA) og/eða lyfjastofnunum einstakra landa. Leyfi fy...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað eru margar fuglategundir í útrýmingarhættu hér á landi?

Árið 2018 gaf Náttúrufræðistofnun Íslands út válista fyrir íslenskar fuglategundir og byggir það á leiðbeiningum Alþjóða náttúruverndarsamtakanna, IUCN (International Union for Conservation of Nature and Natural Resources). Alls var 91 tegund metin og er 41 þeirra á válista, það er í hættu á að hverfa úr íslenskri...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Eru lundahundar til á Íslandi?

Samkvæmt upplýsingum Hundaræktarfélags Íslands eru engir lundahundar (no. Lundehunde, e. Norwegian Lundehunds eða Puffin dogs) á Íslandi og hafa þeir sennilega aldrei verið fluttir til landsins. Lundahundur. Lundahundar eru ættaðir frá Noregi og þar er að finna flesta einstaklinga af þessari tegund. Talið er að ...

Fleiri niðurstöður