Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 8275 svör fundust
Er þyngdarafl Úranusar svipað og sólarinnar?
Þyngdarkraftur frá hlut er í réttu hlutfalli við massa hlutarins eða efnismagn. Massi sólarinnar er 23.000 sinnum meiri en massi Úranusar og þyngdarkraftur frá sól er að sama skapi meiri en þyngdarkraftur frá Úranusi, miðað við sömu fjarlægð frá miðju hnattanna. En við viljum kannski ekki endilega miða við sömu...
Hvaða heima er átt við í orðasamböndunum "þessa heims og annars" og að "sýna einhverjum í tvo heimana"?
Orðið heimur kemur fyrir í nokkrum orðtökum þar sem fyrir koma tveir heimar. Fyrir utan þau sem nefnd eru í fyrirspurninni eru til dæmis vera milli heims og Heljar, vera milli tveggja heima og vita hvorki í þennan heim né annan. Hugmyndin er rakin til þeirrar fornu trúar að við dauðann komist menn í eitthvert ...
Hvað gerir botnlanginn?
Jónas Magnússon fjallar um botnlangann í svari við spurningunni Til hvers er botnlanginn? Þar kemur meðal annars fram að ekki er vitað almennilega hvert hlutverk botnlangans er í mönnum. Sjálfsagt hefur hann haft eitthvert hlutverk áður en nú virðist vera unnt að fjarlægja hann án þess að það hafi nein sýnileg áh...
Hver er hlutdeild sjávarútvegsins í íslenska hagkerfinu og að hvaða leyti hefur hún breyst á síðustu 15 árum?
Hægt er að skoða hlutdeild sjávarútvegs í hagkerfinu með ýmsum hætti. Svarið við spurningunni fer því nokkuð eftir því hvaða sjónarhorn er valið. Niðurstaðan er þó alltaf svipuð að því leyti að ótvírætt er að hlutdeildin hefur minnkað. Árið 1991 unnu um 10,4% landsmanna við fiskveiðar og vinnslu en 15 árum síða...
Hvaða mis og -indi er átt við hjá misindismönnum?
Orðið misindi 'hættulegur, slæmur eiginleiki' er sett saman úr tveimur liðum, forskeytinu mis- og viðliðnum –indi. Það er oft fyrri liður samsettra orða sem tákna eitthvað neikvætt eins og misindismaður, misindisfólk, misindislýður, misindishátterni sem öll vísa til ills innrætis. Forskeytið mis- er stendur með na...
Hvers vegna er straumur í ám?
Einfaldasta svarið við þessari spurningu er: Af því að í ám rennur vatnið! Straumur er einfaldlega rennsli vatns og ef ekkert rennsli væri í "ánni" þá væri hún alls ekki á. Miklu frekar væri þá um að ræða stöðutjörn eða stöðuvatn. Hugtakið stöðutjörn er notað um lítið stöðuvatn og í stöðutjörninni er enginn str...
Hvað er að doka við?
Í söfnum Orðabókar Háskólans eru elstu dæmi bæði um nafnorðið dok ‛hik, töf’ og sögnina að doka ‛dunda, hinkra við; móka’ frá því rétt um aldamótin 1800. Í orðabókarhandriti Jóns Ólafssonar úr Grunnavík frá 18. öld er nefnd sögnin dokra (við) og er hún vafalaust tengd fyrrnefndum orðum. Samkvæmt Ís...
Hvernig kúka slöngur, eru þær með afturenda?
Slöngur (Serpentes) hafa afturenda og á honum er líkamsop þar sem úrgangur berst út. Afturendi slanga er ólíkur afturenda manna og annarra spendýra. Hann nefnist réttu nafni þarfagangur (lat. cloaca). Afturendi slanga nefnist þarfagangur. Hjá slöngurm berst saur í gegnum stórgirni, líkt og í spendýrum, og það...
Hvað eru ísbjarnarhúnar stórir við fæðingu?
Ísbjarnarhúnar fæðast á vetrartíð eða frá nóvember og fram í febrúar. Þeir eru blindir við fæðingu, klæddir hvítum mjúkum feldi sem er svo fínn að nýfæddir líta húnarnir út fyrir að vera hárlausir. Við fæðingu eru húnarnir vel innan við kíló að þyngd. Stærðin er á bilinu frá 454 grömmum upp í 680 grömm (95% mæ...
Hvers konar „vortis“ er í orðinu innvortis?
Síðari liðurinn –vortis í innvortis og útvortis er tökuorð úr dönsku, indvortes og udvortes. Þau eru aftur fengin að láni frá lágþýsku inwordes, inwerdes og utwordes, utwerdes í merkingunni 'sem snýr inn; sem snýr út.’ Síðari liðurinn er skyldur latnesku sögninni vertere 'snúa’. Síðari liðurinn í lágþýsku orð...
Er málfræðilega rétt að segja að það sé kjöt á fiski?
Upprunalega spurningin hljómaði svona: Er það málfræðilega rétt að segja að það sé kjöt á fiski? Það er að segja að þegar maður verkar fiskinn sé flakið kallað kjöt. Orðið kjöt er langoftast notað í merkingunni 'hold (einkum af spendýrum)’. Í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er aðeins ein heimild um að kjöt sé...
Hvaðan er forskeytið húna í Húnaflóa komið?
Í heild hljóðar spurningin svona:Er til skýring á því hvaðan forskeytið húna er komið svo úr varð Húnaþing, Húnaver og Húnaflói? Orðið húnn ‚bjarndýrsungi‘ er talið vera í forlið þessara nafna. Í Landnámabók segir frá því að Ingimundur gamli „fann beru (það er birnu) ok húna tvá hvíta á Húnavatni“. „því kallaði...
Hvort eru ólífur ávextir eða grænmeti?
Ólífur (Olea europea) vaxa úr blómlegi á ólífutrjám og flokkast því sem ávextir. Upprunalega er ólífutréð frá svæðum við botn Miðjarðarhafs þar sem nú er Ísrael, Líbanon og Jórdanía og hefur ávöxtur þess verið notaður í þúsundir ára. Fyrir um 2.000 f. kr. komust Egyptar í kynni við ólífur og síðar Grikkir og er m...
Hvernig fara menn að því að ríða baggamun?
Orðasambandið að ríða baggamuninn er sótt til þess tíma þegar baggar voru fluttir á reiðingshestum. Baggamunur er þá sá munur sem er á stærð bagganna. Hann var óæskilegur, og reynt var að hafa baggana sem jafnasta. Ef munur var á þyngd þeirra héldu baggarnir illa jafnvægi, vildu síga til þeirra hliðar á hestinum þ...
Af hverju snjóar?
Eins og kunnugt er snjóar þegar kalt er í veðri. En til þess að snjór verði til í háloftunum þarf annars vegar kulda og hins vegar raka. Hitastig niðri við jörð skiptir einnig máli. Úrkoma myndast við rakaþéttingu í skýjum en þegar neðar dregur fer það eftir hitastigi hvort úrkoman falli í formi rigningar, slyddu ...