Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Af hverju brennur natrín (natríum) þegar það snertir vatn?
Natrín eða natríum (enska sodium) er málmur úr fyrsta flokki lotukerfisins eða úr flokki alkalímálma. Bræðslumark natríns er 98°C og eðlismassi þess 0,97 g/cm3. Natrín er mjúkur málmur og það er auðvelt að skera hann í sneiðar með hníf. Þegar það er gert í andrúmslofti sést eitt andartak glansandi gráhvítur litur ...
Hver er munurinn á bókhaldslegum og hagfræðilegum hagnaði?
Munurinn á hagnaði eins og hann er tiltekinn í bókhaldi og reikningsskilum annars vegar og skilningi hagfræðinnar hins vegar getur falist í ýmsu. Í öllum tilfellum telst hagnaður vera tekjur umfram gjöld en nokkru getur munað á skilningi hagfræðinga á tekjum og/eða gjöldum og því sem rétt telst að færa í bókhaldi....
Hvað eru mörg lönd i Afríku?
Samkvæmt lista á heimasíðu Sameinuðu þjóðanna eru 56 lönd í Afríku. Átján þeirra teljast til Austur-Afríku, sautján tilheyra Vestur-Afríku, níu lönd mynda Mið-Afríku, sjö eru í Norður-Afríku og sunnanverð Afríka rekur lestina en fimm lönd tilheyra þeim hluta heimsálfunnar. Á heimasíðunni Global Geografia er ...
Hvað getið þið sagt mér um kóngakrabba?
Kóngakrabbinn (Paralithodes camtschaticus) nefnist á ensku ‘king crab’ eða ‘kamtchatka crab’ eftir aðalheimkynnum hans í Okhotsk-hafi. Kóngakrabbinn er einnig algengur í kringum Alaska, á Beringssundi og undan eyjum í norðanverðu Kyrrahafinu. Kóngakrabbi (Paralithodes camtschaticus). Kóngakrabbinn þykir herram...
Hvernig varð Fossvogsdalurinn til og hvað eru Fossvogslögin?
Reykjavíkurgrágrýtið svonefnda þekur mikinn hluta Reykjavíkursvæðisins, frá Mosfellsdal í norðri og suður fyrir Hafnarfjörð. Aldur þess er óviss, en sennilega er að minnsta kosti yngsti hluti þess frá upphafi síðasta hlýskeiðs fyrir um 120.000 árum. Eitt sinn var talið að Reykjavíkurgrágrýtið hefði komið ú...
Er Ísland ekki á milli meginlandsflekanna og telst því hvorki til Evrópu né Ameríku, jarðfræðilega?
Réttara er að Ísland er á mótum Evrasíu- og Ameríkuflekanna og telst því jarðfræðilega til beggja álfa fremur en hvorugrar — austurhlutinn til Evrópu, vesturhlutinn til Ameríku. Í öllu öðru náttúrufari er Ísland tengdara og líkara Evrópu en Ameríku. *** Að því er varðar náttúrufar að öðru leyti á Ísland fle...
Hvaða nöfnum má skíra börn og hvað má ekki skíra?
Á Íslandi eru í gildi lög um mannanöfn frá árinu 1996. Í þeim kemur meðal annars fram að skylt er að gefa barni nafn innan sex mánaða frá fæðingu þess. Sé það ekki gert er hægt að leggja 1.000 kr. dagsektir á forsjármenn þangað til barnið hefur fengið nafn. Samkvæmt lögunum er fullt nafn einstaklings eiginnaf...
Af hverju drekkum við mjólk úr kúm en ekki hestum?
Aðalástæðan fyrir þvi að við notum kúamjólk frekar til manneldis en mjólk annarra spendýra eða jórturdýra, er líklega sú að nyt kúa er mun meiri en annarra dýrategunda. Það er einfaldlega hagkvæmara að mjólka kýr en hryssur, því kýrnar mjólka meira. Annars er mjólk annarra jórturdýra einnig notuð í einhverjum ...
Er íslenski hesturinn sá eini í heiminum sem hefur tölt?
Íslenski hesturinn er ekki eini hesturinn í heiminum sem hefur tölt. Haustið 1998 for undirritaður ásamt Bjarna Eiríki Sigurðssyni til Nordnorsk Hestesenter í Troms með það í hugað að prófa hvort tölt fyndist í norðurnorska hestinum (Nordland/Lyngen hest). Í Troms prófaði Bjarni níu norðurnorsk hross til að vi...
Eru ilmvötn umhverfisvæn?
Ilmvötn eru flóknar efnablöndur samansettar úr allt að 500 mismunandi efnasamböndum. Ilmvötn fyrir konur eru samsett úr 20-30% ilmolíu í 95% blöndu af etanóli. Rakspírar fyrir karlmenn eru svipaðir en innihalda yfirleitt minna magn af ilmolíu. Fyrr á öldum voru fyrst og fremst notuð náttúruleg ilmefni í ilmvötn...
Hvað getur maður lifað lengi á blautu grasi?
Við skiljum spurninguna svo að hér sé átt við að maðurinn borði blautt gras en einnig væri hægt að skilja hana á þann veg að spyrjandi vilji fá að vita hversu lengi maður geti legið eða staðið á blautu grasi. Það væri væntanlega hægt að lifa ansi lengi þannig, alveg jafn lengi og ef menn stæðu inni í skrifstofu eð...
Er það satt að Júpíter sé gasský?
Júpíter er langstærsta reikistjarnan í sólkerfi okkar, en hún er um 11 sinnum stærri en jörðin að þvermáli (142.984 km við miðbaug) og 318 sinnum massameiri eða 1,899 * 1027 kg. Júpíter er gashnöttur líkt og hinar stóru reikistjörnurnar Satúrnus, Úranus og Neptúnus, sem þýðir að hann hefur ekkert eiginlegt fas...
Hvað merkir orðið gyðingur og hversu gamalt er það?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Hversu gamalt er og hvað merkir orðið gyðingur? Er samsvarandi orð um júða til í öðrum tungumálum? Geri ráð fyrir að orðið júði samsvari jew eða Jude. Hér er einnig svarað spurningunni: Hvers vegna er orðið júði niðrandi? Í dönsku og þýsku eru notuð nauðalík orð um gyðinga sem ...
Hvað eru til margir litir og hvað heita þeir allir?
Litirnir eru í raun og veru óendanlega margir en við sjáum þá ekki alla. Mannsaugað greinir líklega á milli einnar til 10 milljóna lita. Af því að litirnir sem við greinum eru svona margir bera þeir fæstir nöfn. Fyrir flesta er nóg að þekkja heiti á fáum litum, til dæmis heitin sem við lærum sem smábörn af barn...
Eru snæuglur í útrýmingarhættu?
Það er hægt að nota ýmis viðmið til þess að meta hvað dýrategundir eru í mikilli útrýmingarhættu og ekki víst að allir sem komi að þeim málum fari alveg sömu leið. Alþjóðleg náttúruverndarsamtök sem kallast International Union for Conservation of Nature (IUCN) halda úti heimasíðu þar sem þau hafa flokkað dýra...