Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Hver er uppruni orðanna hommi og lesbía?
Hommi er íslensk stytting á enska orðinu homosexual. Það er sett saman af gríska orðinu homós ‘samur, sjálfur’ og latneska orðinu sexus ‘kyn, kynferði’. Það er því notað í bókstaflegri merkingu um samkynhneigðan mann. Orðið hommi er sett saman af orðnum homós og sexus. Lesbía ‘samkynhneigð kona’ er dregið af lýs...
Hvað er Atlantshafshryggurinn langur?
Atlantshafshryggurinn er hluti af miðhafshryggjakerfinu sem er um 75.000 km langt og hlykkjast um alla jörðina. Það mun vera stærsta einstaka jarðfræðifyrirbæri á yfirborði jarðar. Hryggirnir rísa yfirleitt nokkur þúsund metra yfir djúphafssléttuna og sums staðar ná eldfjöll á hryggnum upp úr sjó eða jafnvel hrygg...
Af hverju springur ljósapera?
Í venjulegum ljósaperum er fínn þráður úr málmi sem hitnar og fer að glóa þegar rafstraumur er leiddur um hann. Við notkun eyðist vírinn smám saman þannig að hann verður grennri á einhverjum stöðum. Þetta endar þannig að málmþráðurinn fer í sundur á slíkum stöðum. Þegar vírinn fer í sundur getur hlaupið neisti ...
Ef gift kona skilur við manninn sinn, verður hún þá aftur fröken?
Sá siður að ávarpa ógifta konu fröken er mjög á undanhaldi en hér áður fyrr var ávarpið talsvert algengt. Skólastýra Kvennaskólans í Reykjavík fyrir og um miðja 20. öld var til dæmis ávallt ávörpuð fröken Ragnheiður af nemendum og flestum samkennurum. Þegar kona gifti sig varð hún frú og hélt þeim titli þótt hún s...
Af hverju heitir spilið bridds þessu nafni?
Uppruni orðsins bridds (bridge) er ekki fullljós. Helst er giskað á að spilið hafi orðið til í löndunum fyrir botni Miðjarðarhafs þar sem einhver afbrigði þess hafa þekkst lengi í Austurlöndum nær. Nafnið hefur helst verið tengt rússneska orðinu birič, biruč, ‘sá sem lætur vita, hrópar eitthvað upp’. Það...
Hvers konar straff eru menn settir í?
Nafnorðið straff í merkingunni ‛hegning’ og sögnin að straffa ‛refsa’ eru þekkt í málinu frá því á 16. öld. Um er að ræða tökuorð úr dönsku straf og straffe í sömu merkingu sem aftur eru fengin að láni úr miðlágþýsku straf(f) og straffen ‛ávíta, aga, refsa’. Hægt er að straffa mönnum á margvísleg...
Hvernig er hægt "að bæta úr skák" og hvaðan kemur orðatiltækið?
Orðasambandið að bæta úr skák er þekkt í söfnum Orðabókar Háskólans frá miðri 19. öld. Merkingin er ‛að bæta úr einhverju’ og er orðasambandið mjög oft notað neitandi, þ.e. „það bætir ekki úr skák að ...“. Líkingin á rætur að rekja til skáktafls. Halldór Halldórsson prófessor fjallaði um orðsambandið í dokt...
Hvernig myndaðist Svínahraun?
Svínahraun hefur runnið úr Eldborg undir Lambafelli, árið 1000 (eða 999) að því talið er. Gosið tengist þessari sögu frá kristnitökunni á Þingvöllum: Þá kom maður hlaupandi og sagði, að jarðeldur var upp kominn í Ölfusi og mundi hann hlaupa á bæ Þórodds goða. Þá tóku heiðnir menn til orðs: „Eigi er undur í, að go...
Er til fleirtala af bókstafnum A?
Bókstafirnir eru oft notaðir í fleirtölu en þá að jafnaði með töluorði á undan, til dæmis „Orðið pabbi er skrifað með tveimur béum, orðið þátttaka er skrifað með þremur téum.” Stafurinn A hefur dálitla sérstöðu þar sem hann getur hljóðverpst (a>ö) ef skilyrði eru fyrir hendi. Ef við segjum: „Margir vilja skrif...
Hvað er El Niño?
Í gegnum tíðina hefur Vísindavefurinn fengið fjölmargar fyrirspurnir um El Niño. Aðrir spyrjendur eru: Ragnheiður Hrönn, Steinunn Ingvarsdóttir, Anna Stefánsdóttir, Guðfinna Ýr Sumarliðadóttir, Hildur Anna Karlsdóttir, Ásgerður Sigurðardóttir, Hildur Ósk Pétursdóttir, Jórunn Helgadóttir, Esther Bergsdóttir, Hanne...
Hvar á jörðinni er hægt að sjá miðnætursól?
Miðnætursól (e. midnight sun) er þegar sólin er á lofti á miðnætti samkvæmt sólartíma, það er að segja þegar hún er lægst. Með öðrum orðum sest sólin þá ekki í að minnsta kosti sólarhring. Þetta getur gerst bæði mjög norðarlega og mjög sunnarlega á jörðinni, þegar sumar er á viðkomandi stað. Umræða um þetta og ski...
Hvað getið þið sagt mér um Wolfgang Amadeus Mozart, í grófum dráttum?
Wolfgang Amadeus Mozart (1756–1791) er frægasta undrabarn sögunnar og einn hæfileikaríkasti tónlistarmaður sem uppi hefur verið. Óperur hans, sinfóníur, konsertar og kórverk eru lykilverk klassíska skeiðsins (þess tímabils tónlistarsögunnar sem varði frá um 1740–1820) og hann er almennt talinn einn mesti tónlistar...
Finnast eiturefni í íslenskum fiskum?
Í mjög stuttu máli er hægt að svara spurningunni á eftirfarandi hátt:Niðurstöður rannsókna benda til þess að magn þungmálma og þrávirkra efna sé mjög lítið á helstu fiskimiðum við landið. Undantekning er kadmín, sem mælist hátt í íslensku sjávarlífríki og kopar og sink sem mælast hátt í kræklingi. Það má að öllu...
Hvaða áhrif getur kynferðislegt ofbeldi í æsku haft á kynheilbrigði karla?
Kynferðislegt ofbeldi í æsku getur verið mjög alvarlegt sálrænt áfall sem getur haft víðtækar afleiðingar fyrir heilsu almennt og kynheilbrigði. Við sálrænt áfall bregst líkaminn ýmist við með því að berjast eða flýja (e. flight-or-fight response). Þegar líkaminn getur hvorki flúið né barist, þá „frýs“ hann og g...
Hver eru helstu líffæri dýra- og plöntufrumu og hvaða hlutverki gegna þau?
Dýra- og plöntufrumur eru kjarnafrumur. Eins og nafnið gefur til kynna er helsta einkenni þeirra svokallaður kjarni. En ýmis önnur frumulíffæri eru sameiginleg báðum þessum megingerðum kjarnfrumna og verður greint frá þeim helstu og hlutverkum þeirra hér á eftir. Frumukjarni.Kjarni er stórt frumulíffæri sem get...