Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 2508 svör fundust
Hvernig skráir maður sjónvarpsefni í heimildaskrá?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Hvernig vísar maður í sjónvarpsefni í heimildum? Ég er að skrifa grein og er að vísa í þáttaröðina Rætur, sem var sýnd á RÚV. Á nokkrum vefsíðum er að finna leiðbeiningar um það hvernig eigi að vísa til sjónvarpsefnis í heimildum. Í fljótu bragði virðast slíkar uppl...
Notaði fólk tannbursta í gamla daga?
Þótt almenn tannburstanotkun hafi ekki fest sig í sessi fyrr en á síðustu öld hefur það þekkst í árþúsundir að hreinsa tennur á einhvern hátt. Fyrr á tímum var til dæmis algengt að nota litlar trjágreinar í þeim tilgangi og eins notuðu menn tuskur til að nudda óhreinindi af tönnum. Heimildum ber ekki alveg sama...
Hvernig töldu stóumenn að við gætum orðið dygðug?
Um stóuspeki er fjallað meira í svörum eftir sama höfund við spurningunum Hvað er stóuspeki? og Voru stóumenn skeytingarlausir um allt nema dygðina? Við bendum lesendum á að kynna sér þau svör. Stóumenn voru nauðhyggjumenn og töldu að allt sem gerðist væri fyrirfram ákveðið. Nauðhyggjan var óaðskiljanlegur hlut...
Kemur Kötlugos í kjölfarið á þessu gosi á Fimmvörðuhálsi?
Eyjafjallajökull hefur gosið að minnsta kosti fimm sinnum á síðustu 1500-1600 árum, að yfirstandandi gosi meðtöldu. Næsta gos á undan þessu hófst í desember 1821 í eða við toppgíg fjallsins. Gosefnin þá voru eingöngu súr, gráleit gjóska. Gos stóð með hléum fram á árið 1823 – að minnsta kosti lagði enn gufumekki ...
Af hverju talar maður eins og teiknimyndapersóna ef maður andar að sér helíngasi úr blöðru?
Ástæðan fyrir því að röddin breytist þegar maður andar að sér helíngasi er sú að það er miklu léttara en andrúmsloftið og hljóðbylgjurnar fara mikið hraðar í gegnum það. Þegar bylgjuhraðinn eykst vex einnig tíðnin og röddin verður skrækari. Um þetta er fjallað nánar í svari við spurningunni Hvers vegna breytist rö...
Hvenær komust frummenn fyrst í kynni við eldgos og hvernig vitið þið það?
Fræg er sagan sem fornmannfræðingar hafa dregið upp af „frummanni“ þeim sem kallast Australopithecus afarensis og lifði fyrir 3,6 milljónum ára í Austur-Afríku, þar sem mannkynið á uppruna sinn. Meðal skýrustu mannvistarleifa sem fundist hafa frá þessu tímaskeiði í frumsögu mannkyns eru spor þriggja tvífætlinga se...
Hvaða efni er hægt að nota til að uppræta gras á milli hellna?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Við erum að basla við að uppræta gróður á milli hellnanna í gangstéttinni. Okkur gengur ágætlega með illgresið, en grasið vill ekki gefa sig. Vitið þið um efni sem almenningur getur keypt og blandað saman til að losna við grasið? Og þá í kvaða hlutföllum? P.s. Roundup virkar ekki ...
Hvað hefur vísindamaðurinn Sigríður Halldórsdóttir rannsakað?
Sigríður Halldórsdóttir er prófessor í hjúkrunarfræði við Heilbrigðisvísindasvið Háskólans á Akureyri (HA). Rannsóknir Sigríðar hafa meðal annars snúið að grundvallaratriðum góðrar hjúkrunar, umhyggju og umhyggjuleysi í heilbrigðisþjónustunni, þjáningu skjólstæðinga heilbrigðisþjónustunnar og leiðum til að lina ha...
Hvaða rannsóknir hefur Guðbjörg Linda Rafnsdóttir stundað?
Guðbjörg Linda Rafnsdóttir er prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands og aðstoðarrektor vísinda. Hún hefur um árabil gegnt fjölmörgum trúnaðarstörfum innan og utan Háskólans. Rannsóknir hennar spanna vítt svið innan félagsfræði atvinnulífs og kynja. Guðbjörg Linda hefur tekið þátt í fjölda íslenskra og alþjóðl...
Hversu lítil göt komast hagamýs í gegnum?
Mýs, líkt og rottur, geta verið miklir skaðvaldar í híbýlum fólks, auk þess sem flestum finnst óþægilegt að vita af þeim inni á heimilinu. Það er ekki óalgengt að mýs komi inn í hús hér á landi. Bæði eru það húsamýs (Mus musculus) og hagamýs (Apodemus sylvaticus) og fer að bera meira á þeim þegar kólna tekur í veð...
Voru grameðlur í rauninni vondar eða voru þær bara að reyna að lifa af?
Grameðlan (Tyrannosaurus rex) var ekki vond í þeim skilningi sem við leggjum í illsku heldur var hún ráneðla sem leitaði uppi bráð eða hræ sér til viðurværis rétt eins og önnur rándýr sem við þekkjum í dag. Í raun er ekki vitað hvort hún veiddi lifandi bráð eða var fyrst og fremst hrææta en um það má lesa meira í ...
Er þekkt að börn sem alast upp í fjöltyngdu málumhverfi sýni hegðunarvandamál?
Öll spurningin hljóðaði svona: Ég á barnabarn sem er tveggja ára síðan í nóv. Móðir hans er frá Rúmeníu og talar við drenginn á rúmensku. Faðirinn er íslenskur og talar við barnið á íslensku. Drengurinn er búsettur í Danmörku og er í dönskum leikskóla og svo tala foreldrarnir ensku sín á milli. Getur barnið sýnt...
Hvað getið þið sagt mér um Dalvíkurskjálftann 1934?
Laugardaginn 2. júní 1934 fannst mikill jarðskjálfti á Norðurlandi um klukkan 12:43 að íslenskum tíma, sem mældist 6,2 að stærð (MS).[1] Hans varð vart allt frá Búðardal í vestri að Vopnafirði í austri, en snarpastur var hann á Dalvík þar sem miklar skemmdir urðu. Mikið tjón varð einnig í öðrum byggðum næst skjálf...
Hver er kjarninn í goðsögunni um Sigurð Fáfnisbana?
Sigurður Fáfnisbani er sögufræg hetja sem meðal annars segir frá í eddukvæðum. Þar er hann sagður fyrri eiginmaður Guðrúnar Gjúkadóttur sem síðan gekk að eiga Atla Húnakonung. Þessi goðsagnakenndi kappi var ekki síst þekktur fyrir drekadráp sitt í æsku, síðan gekk hann eiga Guðrúnu Gjúkadóttur og reið yfir vafurlo...
Í hvaða hæð frá jörðu er vindhraði mældur?
Öll spurningin hljóðaði svona: Í hvaða hæð frá jörðu er vindhraði mældur? Skiptir máli í hvaða hæð hann er mældur? Vindhraði er að jafnaði mældur í 10 metra hæð yfir jörðu og er það í samræmi við reglur Alþjóðaveðurfræðistofnunar Sameinuðu þjóðanna. Það kostar töluvert að koma vindhraðamæli upp í 10 metra h...