Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Hvenær er höfuðdagur?
Höfuðdagurinn er samkvæmt gildandi tímatali 29. ágúst. Þann dag á Heródes konungur að hafa látið eftir konu sinni að Jóhannes skírari skyldi hálshöggvinn. Vitað er til að minningardagur um aftökuna hafi þekkst þegar á 5. öld bæði í Samaríu og Gallíu. Það var hins vegar páfastóll sem ákvað dagsetninguna 29. ágúst á...
Hvað er talmeinafræði og hvar er hægt að læra hana?
Talmeinafræði er sú fræðigrein sem fjallar fyrst og fremst um frávik í máli og tali barna og fullorðinna. Frávikin geta verið af ýmsum toga. Sem dæmi má nefna frávik í málþroska, framburði og hljóðkerfisvitund barna en auk þess getur verið um að ræða stam, raddveilur, málstol, kyngingarerfiðleika og skerta boðskip...
Hvað er að vera „forpokaður“ og hver er eiginlega uppruni orðsins? Íslensk orðsifjabók stendur hér á gati.
Sögnin að forpokast merkir að hnigna andlega, glata fjöri og áhuga samkvæmt Íslenskri orðabók (2002:371) og sá sem er forpokaður er þá áhugalaus, gamaldags, oft afturhaldssamur og lítt hugsandi um nýjungar og framfarir. Uppruninn er ekki fulljós. Elsta dæmi Orðabókar Háskólans um sögnina forpokast er úr ritinu...
Af hverju þarf að stilla efnajöfnur?
Í svari Einars Arnar Þorvaldssonar við spurningunni Hvernig skrifar maður og stillir efnajöfnu? kemur meðal annars eftirfarandi fram:Efnajöfnur eru notaðar til að lýsa þeim breytingum sem verða í efnahvörfum, það er að segja þegar tiltekin efnasambönd breytast í önnur. Sem dæmi getum við tekið óstöðugu sameindina ...
Er til alíslenskt orð yfir tennis?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Er til alíslenskt orð yfir tennis? Það er ekki tökuorð eins og tennis er. Mér er ekki kunnugt um að reynt hafi verið að finna íslenskt heiti fyrir tennis. Orðið er væntanlega tökuorð beint úr ensku. Eldra heiti er lawn-tennis (af lawn „flöt“, það er vallartennis) og...
Samstarfssamningur Landsvirkjunar og Vísindavefs Háskóla Íslands undirritaður
Vísindavefur Háskóla Íslands og Landsvirkjun hafa undirritað samning til þriggja ára um samstarf á sviði vísindamiðlunar. Samningurinn kveður á um samstarf um vandaða og nútímalega vísindamiðlun til almennings. Sameiginlegt markmið Landsvirkjunar og Vísindavefsins er að fræða ungt fólk og almenning um vísindi. Lan...
Hvað merkir sögnin að knega?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:Hvað merkir sögnin að knega og hvenær hætti fólk að nota hana? Sögnin að *knega í merkingunni ‘geta, kunna’ virðist ekki koma fyrir í nafnhætti til forna, að minnsta kosti af þeim dæmum að ráða sem birt eru í Ordbog over det norrøne prosasprog. Þau eru sárafá og flest úr la...
Hafa allir broddgeltir brodda?
Nei, svo undarlega sem það kann að hljóma eru ekki allir broddgeltir með eiginlega brodda. Ætt broddgalta (Erinaceidae) skiptist í tvær undirættir, eiginlega broddgelti (Erinaceidae) og svokallaða rottugelti (Galericinae). Rottugeltir eru furðu líkir rottum og hafa ekki samskonar brodda á bakinu og hinir eiginl...
Af hverju virðast æðarnar á okkur bláar þótt blóðið sé rautt?
Blóðið í æðum okkar er yfirleitt rautt að lit. Þetta vita flestir sem hafa fengið sár sem blæðir úr. Rauði liturinn stafar af svokölluðu hemóglóbíni (e. hemoglobin), eða blóðrauða. Hemóglóbín sér um að flytja súrefni um líkamann með því að binda súrefnið við járn. Við þessa bindingu verður blóðið ljósrautt, en í s...
Hvað er átt við með orðinu skammtafræði?
Orðið skammtafræði er þýðing á erlendu orði sem notað er í eðlisfræði. Á ensku kallast skammtafræði 'quantum theory', 'quantum physics' eða 'quantum mechanics'. Sambærilegt heiti í frönsku er 'mécanique quantique' og á þýsku eru notuð orðin 'Quantenmechanik', 'Quantentheorie' eða 'Quantenphysik'. Í svari við sp...
Hvernig er borgaraleg ferming?
Borgaraleg ferming er skilgreind á þennan hátt í Íslenskri orðabók: Hátíðleg athöfn sem ekki tengist kirkju eða kristni en er haldin fyrir börn á fermingaraldri (í kjölfar fræðslu um siðfræðileg og félagsleg efni).Hér skal lítið fjallað um hina kristnu fermingu og samanburð þar á milli en einungis bent á þetta sva...
Af hverju deyja fuglar ekki þegar þeir setjast á rafmagnslínur?
Um rafmagnslínur eða háspennulínur flæðir mikill rafstraumur með hárri spennu. Spennumunur á milli rafmagnslínunnar og jarðar er þannig mjög mikill en vegna þess leitar rafstraumurinn niður í jörð. Margir hafa eflaust lent í því að snerta rafmagnsgirðingu og fá straum. Þar sem manneskjan sem snerti rafmag...
Hver fann upp spegilinn og hvenær?
Þetta er ágæt spurning en því miður er ekki vitað með fullri vissu hver fann upp spegilinn. Elstu speglar sem vitað er um eru frá því um 6000 f.Kr. Þeir fundust í Anatólíu þar sem nú er Tyrkland. Enn fremur hafa speglast fundist í Mesópótamíu (Mið-Austurlönd) frá því um 4000 f.Kr., í Egyptalandi frá 3000 f.Kr. og...
Af hverju hafa ekki verið nein norðurljós í vetur?
Norðurljósin eru síbreytileg, alveg eins og veðrið. Þau eiga rætur sínar að rekja til sólarinnar en virkni á yfirborði hennar ræður því hvort norðurljósin láti á sér kræla. Frá sólinni streyma hlaðnar agnir sem komast inn í lofthjúpinn við norður- og suðurpól jarðar. Þessar agnir víxlverka við agnir í lofthjúpnum...
Eru einhver finnsk tökuorð eða nöfn í íslensku?
Fá tökuorð munu komin í íslensku úr finnsku. Þekktast er orðið sána ‛gufubað’ úr finnsku sauna í sömu merkingu. Sauna er fjölþjóðlegt tökuorð og er ekki endilega tekið að láni í íslensku beint úr finnsku. Í orðabók yfir forna málið eftir Jan de Vries (bls. xxxvii) er talið að orðin peita, píka, sóta og e...