Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 7111 svör fundust

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Af hverju sést strókur þegar þotur fljúga yfir? Geta flugstjórar stýrt þessu?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Á heiðskírum degi má sjá útblástur frá þotu sem flýgur yfir. Vildi spyrja hvort þessi strókur sé „stýrður“, það er á valdi flugstjórans, eða er allan tímann „blásið út“ meðan flogið er? Í Landsveitinni er víður sjóndeildarhringur, þar erum við með sumarbústað. Vegna fl...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað eru vináttutölur?

Allar tölur eiga sér nokkra deila, það er tölur sem ganga upp í þær. Talan sjálf og einn ganga upp í allar tölur og sumar tölur hafa marga deila. Dæmi um deila talna eru:3 – 1, 3 4 – 1, 2, 4 5 – 1, 5 6 – 1, 2, 3, 6 7 – 1, 7 8 – 1, 2, 4, 8 Ef talan sjálf er talin frá standa eftir eiginlegir deilar sem svo eru...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er það sem ræður hitastigi á jörðinni, er það bara geislun frá sólinni?

Flestum finnst það eflaust blasa við að sólskinið hitar jörðina, og því sterkara sem það er þeim mun heitara verður. Málið er hins vegar ekki svona einfalt. Sólin hitar jörðina með varmageislun. Styrkur geislunar utan úr geimnum er um 1370 W/m2 í efstu lögum lofthjúpsins sem jafngildir því að um 23 ljósaperur (60W...

category-iconHugvísindi

Var einhver munur á stöðu kvenna í Aþenu og Spörtu til forna?

Já, munur var á stöðu kvenna í Aþenu annars vegar og Spörtu hins vegar. Í Aþenu var staða kvenna á klassískum tíma afar bág, þær höfðu ekki borgararéttindi þótt þær væru aþenskir borgarar og þær nutu á engan hátt jafnræðis á við karla. Þær fengu ekki að taka þátt í stjórnmálum, máttu ekki eiga eignir og gátu alla ...

category-iconHugvísindi

Hvort er réttara að skrifa Efribakki eða Efri-Bakki?

Ef gengið er út frá því í nafninu að liðurinn Bakki sé sérnafn má rita Efri-Bakki en ef bakki er þarna venjulegt samnafn er ritað Efribakki. Þetta þarfnast nánari útskýringar sem fylgir hér á eftir. Rithátturinn Efribakki samræmist reglu sem var sett fram í auglýsingu menntamálaráðuneytis um stafsetningu árið 1...

category-iconNæringarfræði

Hvaðan kemur nafnið þúsundeyjasósa?

Öll spurningin hljóðaði svona: Hvaðan kemur nafnið þúsundeyjasósa? Ég hef spurst víða fyrir um nafnið, til dæmis hjá kokkum og starfsfólki mötuneyta en enginn virðist þekkja upprunann. Saga þúsundeyjasósunnar nær aftur til upphafs 20. aldar. Þúsund eyjarnar (e. The Thousand Islands) er nafn á eyjaklasa sem ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig á ég að bregðast við ef eldingu slær niður í bílinn minn?

Eldingar eru ekki algengar á Íslandi en þær geta myndast hér á landi í þrumuveðri eða við eldgos. Hægt er að lesa meira um eldingar í svari Haraldar Ólafssonar og Þórðar Arasonar við spurningunni Hvernig myndast þrumur og eldingar? Venjuleg elding ber um 30.000 amper og flytur um 5 coulomb hleðslu. Orkan sem slík ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er vitað um skelkrabba?

Skelkrabbar (Ostracoda) eru meðal tegundaauðugustu núlifandi krabbadýra (Crustacea). Alls hefur rúmlega 8 þúsund skelkrabbategundum verið lýst en það er rúmlega 12% allra núlifandi krabbadýra sem greind hafa verið til tegunda. Helsta einkenni þessa hóps er að flatur skrokkurinn er umvafinn tveimur skeljum líkt og ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Af hverju ferðast skíðishvalir hafsvæða á milli til að makast og bera kálfa?

Flestar tegundir skíðishvala stunda árstíðabundið far. Á sumrin halda þeir gjarnan til á kaldari hafsvæðum þar sem meiri fæðu er að finna en á hlýrri hafsvæðum. Kynþroska skíðishvalir ferðast svo til hlýrri en næringarsnauðari hafsvæða á veturna til að makast sem og kálfafullar kýr til að bera. Ekki er vitað til f...

category-iconFélagsvísindi

Hvaðan kemur sá siður að heilsa að hermannasið?

Uppruni hefða og siða er oft ansi óljós. Vitanlega eru til margar skýringar á hinum ýmsu siðum sem okkur kann að virðast sennilegar en það sem þykir „eðlilegt“ nú þarf ekki að hafa viðgengist fyrir hundruðum ára. Að heilsa að hermannasið virðist upprunlega tengjast nokkuð þeirri hefð að heilsa með hægri hendi....

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Eru einhver örnefni á Íslandi tengd prjónaskap?

Já, nokkur örnefni á Íslandi eiga uppruna sinn að rekja til prjónaskapar. Í hlíðarbrún ofan og austan Saurbæjar á Hvalfjarðarströnd, þar sem hæst ber, er klettur einstakur og nefnist Prjónastrákur. Neðan við Prjónastrák er Fannahlíð þar sem áður fyrr voru haldnar Hallgrímshátíðir sem kallaðar voru (Árb. Ferðafél. ...

category-iconHugvísindi

Hvaða hlutverki gegndi Períkles í sögu Aþenu?

Períkles er frægasti stjórnmálamaður Aþenuborgar. Hann var við völd frá 461 til 429 fyrir okkar tímatal. Sá tími er gjarnan nefndur Períklesaröldin. Hann var lýðræðissinni í aþenskum stjórnmálum en utanríkisstefna Aþenu varð hins vegar æ gerræðislegri á valdatíma hans. Þessi tilhneiging mun þó hafa byrjað fyrr. De...

category-iconFélagsvísindi

Hvað er G8-hópurinn, hvaða ríki eru í honum og hvert er hlutverk þessa hóps?

G8-hópurinn (e. Group of Eight) er hópur átta stærstu iðnríkja heims; Bandaríkjanna, Þýskalands, Ítalíu, Frakklands, Japan, Bretlands, Kanada og Rússlands auk þess sem Evrópusambandið á fulltrúa í hópnum. Hópurinn er í raun óformlegt samstarf þessara þjóða á ýmsum sviðum sem er haldið gangandi með fundum ráðherra ...

category-iconFélagsvísindi

Þarf ég að hlýða ef lögreglan stoppar mig og skipar mér að koma í lögreglubílinn?

Í lögreglulögum nr. 90/1996 er fjallað um störf lögreglumanna og framkvæmd lögreglustarfa og þar koma fram þær valdheimildir sem lögreglumenn hafa. Í 14. gr. laganna segir að handhöfum lögregluvalds sé heimilt að beita valdi við framkvæmd skyldustarfa sinna en aldrei megi þeir þó ganga lengra í beitingu valds e...

category-iconJarðvísindi

Hvers vegna kom jarðskjálfti í Japan?

Í svari Steinunnar S. Jakobsdóttur við spurningunni: Hvað veldur jarðskjálftum? er fjallað um mismunandi gerðir jarðskjálfta eftir flekasamskeytum. Á flekamótum þar sem einn fleki þrýstist undir annan verða svokallaðir þrýstigengisskjálftar. Allra stærstu skjálftar á jörðinni eru gjarnan af þessari gerð og þessir...

Fleiri niðurstöður