Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 4209 svör fundust

category-iconBókmenntir og listir

Hvert er elsta þekkta íslenska leikritið?

Elsta varðveitt leikrit sem samið er á íslensku er Sperðill eftir sr. Snorra Björnsson á Húsafelli (1710- 1803). Það birtist þó ekki á prenti fyrr en árið 1989 í bók Þórunnar Valdimarsdóttur Snorri á Húsafelli. Áhugavert er að leikritið ber keim af alþýðugamanleikjum sem rekja má aftur til miðalda og kallaðir eru ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvort er réttara að tala um hvítabjörn eða ísbjörn?

Upprunalegu spurningarnar hljóðuðu svona: Margir segja að maður segi ekki ísbjörn. Hvort er sagt ísbjörn eða hvítabjörn? (Páll Thamrong) Hvort er algengara að tala um hvítabjörn eða ísbjörn og hvort er eldra í málinu? (Áslaug) Spendýrið Ursus maritimus heitir á íslensku ýmist hvítabjörn eða ísbjörn – síðar...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvenær hófst notkun gælunafna á Íslandi?

Lengi hefur tíðkast að nota gælandi nöfn um fólk sem langoftast eru styttri en eiginnafnið. Fyrir kemur þó að gælunafnið er lengra en eiginnafnið, til dæmis Jónsi, Jóndi og Nonni í stað Jón. Gælunöfnum bregður fyrir í gömlum heimildum öðru hverju. Í Ólafs sögu Tryggvasonar í Heimskringlu, sem talin er samin á 1...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan kemur orðið lygalaupur?

Orðið lygalaupur er ekki mjög gamalt í málinu, að minnsta kosti ekki í rituðu máli. Elstu dæmi Orðabókar Háskólans eru frá því um miðja 19. öld. Lygalaupur er sá sem lýgur miklu, er stórlygari. Síðari liður orðsins merkir fyrst og fremst 'meis, grindakassi undir hey' en getur einnig merkt 'óáreiðanlegur maður'. Í ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Orðið plebbi er í tísku núna en hvað þýðir það?

Orðið plebbi er notað um ómenningarlegan eða lágkúrulegan mann. Það er stytting á nafnorðinu plebeji í sömu merkingu sem barst hingað úr dönsku plebejer og er eldra í málinu eða frá því snemma á 20. öld. Eins er til lýsingarorðið plebejískur 'lágkúrulegur' fengið frá dönsku plebejisk. Plebbi er vel þekkt í málinu ...

category-iconHugvísindi

Hver er uppruni orðsins drossía?

Orðið drossía var talsvert notað um glæsilega bifreið en er minna notað nú þótt það heyrist eitthvað. 1929 Cadillac - sannkölluð drossía! Hægt er að rekja orðið til rússnesks orðs yfir vinnuvagn. Elstu dæmi í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans eru frá miðri 20. öld. Orðið mun hafa borist hingað úr dönsku dros...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er nám í stjarneðlisfræði langt?

Stjarneðlisfræðinám er yfirleitt jafnlangt og nám til sama prófs í öðrum greinum raunvísinda. Með öðrum orðum er til dæmis nám til meistaraprófs í stjarneðlisfræði oftast 5 ár frá stúdentsprófi, en stundum 4 ár. Flestir eru um 10 ár að ljúka doktorsprófi eftir stúdentspróf ef námið er nokkurn veginn samfellt. M...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er 1997 prímtala?

Kannski er fróðlegt fyrir lesendur að sjá hvernig hægt er að fara að til að komast að því hvort tiltekin tala er prímtala. Við byrjum á að hugsa okkur að talan sé skrifuð sem margfeldi tveggja náttúrlegra talna:1997 = n ∙ mþar sem n er náttúrleg tala stærri en einn og m þá sömuleiðis. Önnur af tölunum n ...

category-iconLæknisfræði

Hvað er húðskrift og hvað veldur henni?

Húðskrift (dermographism) er algengasta gerð ofsakláða (urticaria) eða ofnæmisviðbragða á húð. Húðskrift hrjáir um 2-5% fólks á öllum aldri en er algengust hjá ungu fólki - á tuttugasta og þrítugasta aldursskeiðinu. Auk þess er tíðnin hærri hjá ákveðnum hópum, til dæmis hjá konum á seinni hluta meðgöngu og síðar í...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvar og í hvers konar vistkerfi lifa afríkufílar?

Afríkufílar (Loxodonta spp.) greinast í tvær tegundir. Önnur þeirra og sú stærri er gresjufíllinn (L. africana). Hann finnst á opnum svæðum utan regnskóga Mið-Afríku, meðal annars á gresjunum og staktrjáasléttum (e. savanna) í austurhluta Afríku en einnig á gisnu svæði utan þéttustu skóga í vesturhluta álfunnar og...

category-iconFélagsvísindi

Hvaða gjaldmiðill er í Rússlandi?

Gjaldmiðill Rússlands kallast rúbla (RUB). Þegar þetta er skrifað, snemma í júní 2009, jafngildir 1 rúbla um það bil 4 krónum. Orðið rúbla á hugsanlega rætur að rekja til rússnesku sagnarinnar рубить (rubit), sem þýðir að höggva. Fyrr á tímum var rúbla silfurmoli af ákveðinni...

category-iconHugvísindi

Hvar og hvenær var fyrsta kartaflan ræktuð á Íslandi?

Kartöflur eru upprunnar í Suður-Ameríku. Þær bárust til Evrópu um miðja 16. öld en kartöflurækt fór hægt af stað í Evrópu. Í þeim efnum voru Norðurlandabúar engin undantekning. Garðyrkja átti ekki upp á pallborðið hjá Íslendingum sem byggðu afkomu sína á bústofni. Einhverjir kálgarðar voru í rækt á Íslandi á 17. ö...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hver er munur á stærð íslenskra jökla í dag og á landnámsöld?

Ljóst er af frásögn fornrita að jöklar hafa sett svip á landslagið þegar við landnám. Landnáma segir að vísu ekki mikið frá jöklum en engu að síður er ljóst af örnefnum, einkum Jökulsám, sem voru víða á landinu, að jöklar voru að mestu á sömu stöðum og þeir eru enn þann dag í dag. Ýmsar fornsögur svo sem Njáls ...

category-iconVísindavefurinn

Hver voru tíu vinsælustu svörin á Vísindavefnum í september 2013?

Samkvæmt vefmælingu Modernusar voru tíu vinsælustu svör septembermánaðar á Vísindavefnum árið 2013 þessi hér: Er einhver merkingarmunur á orðunum krús, mál, fantur og bolli? Ég er að læra íslensku en mér finnst þetta mjög óljóst. Geta málmar gufað upp ef þeir eru hitaðir nægilega mikið? Hvaða land eða lönd ei...

category-iconJarðvísindi

Hversu hratt fara jarðskjálftar?

Upprunalega spurningin var: Hvað eru skjálftar lengi á leiðinni? (Hve hratt ferðast þeir?) Þetta er ágætis spurning og eðlilegt að margir velti henni fyrir sér nú þegar mikil jarðskjálftahrina gengur yfir á Reykjanesskaga. Fljótustu jarðskjálftabylgjurnar kallast P-bylgjur. Hraði þeirra í efri lögum jarðs...

Fleiri niðurstöður