Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 6228 svör fundust

category-iconLangholtsskóli

Hver fann upp táknmálið?

Það var í raun enginn einn sem fann upp táknmálið, heldur eru táknmál sjálfsprottin mál sem hafa þróast í samfélagi heyrnarlausra manna alls staðar í heiminum. Um þetta segir Svandís Svavarsdóttir í svari sínu við spurningunni: Hvað er táknmál? Er til alþjóðlegt mál fyrir heyrnarlausa?:Táknmál er ekki alþjóðlegt h...

category-iconÞjóðfræði

Í skandínavískri þjóðtrú koma fyrir verur sem kallast nisse eða tomte. Eru til samsvarandi verur í íslenskri þjóðtrú?

Nissarnir eru afar vinsæl fyrirbæri í skandínavískri þjóðtrú og tengjast sérstaklega jólunum. Þeir eru eins konar húsálfar sem halda aðallega til í útihúsum á bændabýlum og gæta búsins sé vel við þá gert. Þess vegna þarf til dæmis alltaf að gefa þeim jólagraut á jólum. Nissinn með jólagrautinn sinn er orðinn eitt ...

category-iconSálfræði

Hver var greindarvísitala Alberts Einsteins?

Hæfileikar fólks eru flóknari og margbrotnari en svo að á þá verði lagðir einfaldir mælikvarðar og þar með sé öllu svarað. Engu að síður hafa sálfræðingar búið til hugtakið greindarvísitölu sem kemur stundum að gagni og getur til dæmis sagt fyrir um getu og hæfileika fólks á tilteknum sviðum. Orri Smárason segir í...

category-iconÞjóðfræði

Hvað er fimmarma stjarna, fyrir hvað stendur hún?

Fimmarma stjarna, pentagram eða fimmyddingur er mynduð úr fimm jafnlöngum strikum sem dregin eru þannig að eitt horn stjörnunnar vísar beint upp, tvö til hvorrar hliðar og tvö á ská niður á við. Pentagramið er einnig nefnt á latínu: Pentangulum eða pentaculum, signum pythagoricum (tákn Pýþagórasar), signum Hygieia...

category-iconLandafræði

Hvað eru til mörg lönd í heiminum?

Þegar þetta svar er uppfært, 21. desember 2012, má segja með nokkuð góðum rökum að lönd heims séu 196. Reyndar hefur þessari spurningu verið svarað áður á Vísindavefnum og það tvisvar frekar en einu sinni, í nóvember árið 2000 (Hvað eru mörg sjálfstæð lönd í heiminum?) og í apríl árið 2004 (Hvað eru til mörg l...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvað mundi gerast ef klukka væri ekki til?

Klukkur hafa alls ekki alltaf verið til. Áður en þær komu til sögu höfðu menn samt ýmis ráð til að fylgjast nægilega vel með tímanum, miðað við þá lífshætti sem þá tíðkuðust. Það þarf til dæmis ekki klukku til að vakna þegar dagur er risinn eða fara að sofa þegar dimmir. Og ef sumarnóttin er björt má kannski bara ...

category-iconFornfræði

Hver var Eratosþenes?

Nokkrir menn í fornöld hétu Eratosþenes. Þeirra frægastur er vísinda- og fræðimaðurinn Eratosþenes frá Kýrenu sem var uppi um 285-194 f.Kr. Hann var nemandi gríska skáldsins og fræðimannsins Kallímakkosar og eftirmaður Apollóníosar frá Ródos sem yfirbókavörður bókasafnsins mikla í Alexandríu. Eratosþenes var g...

category-iconLífvísindi: almennt

Sagt er að Guð hafi skapað Adam og Evu og líka sagt að mannkynið hafi þróast hægt af öðrum dýrum. Hvort er rétt?

Þessari spurningu er erfitt að svara svo að öllum líki. Fyrir því eru margar ástæður. Málið er viðkvæmt af því að mörgum finnst það snerta grundvallaratriði í lífsskoðunum sínum. Það getur bæði átt við þá sem eru trúaðir sem kallað er og líka hina sem telja sig ekki trúaða. Eins getur svarið líka oltið að nokkru l...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver fann upp eða byrjaði að nota hugtakið kynlíf?

Við lestur valinna bóka á sviði kynheilbrigðismála sem komu út hér á landi á tímabilinu 1943 og fram til ársins 1948 má greina breytingar á notkun á því yfirhugtaki sem meðal annars nær yfir kynvitund og kynhegðun mannsins, það er hugtakið kynlíf. Farið er að nota hugtakið kynlíf um miðja síðustu öld. Í bókinn...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvað getið þið sagt mér um alþjóðlegu geimstöðina?

Alþjóðlega geimstöðin eða International Space Station (ISS) er samvinnuverkefni Bandaríkjamanna, Rússa, Japana, Kanadamanna, ellefu Evrópuþjóða auk Brasilíumanna. Hún er stærsta geimstöð í heimi, rúmlega fjórum sinnum stærri en rússneska Mir-stöðin. Fullbúin mun hún vega rúmlega 471,7 tonn og mælast 108 x 88 metr...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað myndi gerast ef við værum án heila?

Það liggur ekki beint fyrir hvernig eigi að svara þessari spurningu enda er hægt að skilja hana á ýmsa vegu. Það mætti til dæmis hugsa sér að spyrjandi eigi við hvað myndi gerast ef mannkynið allt myndi skyndilega verða heilalaust? Svarið við þeirri spurningu er alveg ljóst: Við myndum öll deyja, enda eru stjórnst...

category-iconStærðfræði

Hefur talnarunan 4, 8, 15, 16, 23, 42 sem kemur fyrir í Lost, einhverja stærðfræðilega merkingu?

Í sjónvarpsþáttunum Lost kemur talnarunan 4, 8, 15, 16, 23, 42 oft fyrir. Meðal annars er hún ástæða þess að ein persónan er á eynni sem þættirnir gerast á, tölurnar voru vinningstölur á lottómiða annarrar persónu og einnig má nefna að rununa þurfti að slá inn í tölvu á 108 mínútna fresti til að koma í veg fyrir h...

category-iconFélagsvísindi

Hvað er fjármálakreppa?

Fjármálakreppur eru vel þekkt fyrirbæri og aðdragandi þeirrar sem Ísland stendur nú frammi fyrir er um margt svipaður og önnur lönd hafa áður upplifað. Fjármálakreppur koma alla jafna í kjölfar mikils og örs uppgangs þar sem mikið framboð hefur verið af lánsfé, almenn bjartsýni ríkt og eignaverð hækkað ört. Hækkun...

category-iconJarðvísindi

Hvaðan kemur heitið á bergtegundinni basalti?

Basalt er algengasta bergtegund á jörðu, og mynda basalthraun til dæmis nær allan hafsbotninn. Basalt er einnig útbreitt á tunglinu, á Mars og hinum innri plánetum sólkerfisins. Nafnið á þessari mikilvægu bergtegund er sennilega upprunnið í Egyptalandi fyrir meir en fimm þúsund árum. Egyptar nota nafnið basanos...

category-iconLandafræði

Hvert er hæsta fjall Vesturlands?

Eiríksjökull er hæsta fjall Vesturlands, 1675 m hátt. Eiríksjökull þykir með fallegri fjöllum á Íslandi. Fjallið er móbergsstapi sem þýðir að það hefur myndast við eldgos undir jökli sem náði að bræða sig í gegnum ísinn, þannig að hraun runnu og mynduðu dyngjuna sem jökullinn hylur. Hægt er að lesa meira um m...

Fleiri niðurstöður