Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Drepast ormar í frosti?
Eðlileg viðbrögð ánamaðka þegar jarðvegur frýs er að leita dýpra niður í jarðveginn þar sem frostið nær ekki niður. Þar leggst ánamaðkurinn í dvala. Fyrst gerir hann sér eins konar kúlulaga bæli og hringar sig upp í hnykil. Bælið er fóðrað að innan með þunnu slímlagi sem hefur það hlutverk að verja ánamaðkinn fyri...
Hvað komast hraðfleygustu þotur hratt?
Hraðfleygustu almennu þotur í heimi fara á um Mach 2,0-2,5 eða 2,0-2,5 sinnum hljóðhraði, en hann er um það bil 1225 kílómetrar á klukkustund. Nútíma geimskutlur fara hins vegar tíu sinnum hraðar eða á tuttugu og fimm sinnum hljóðhraða. Við höfum fengið athugasemd við þetta svar og erum að vinna úr henni. Fyrri...
Geta kakkalakkar flogið?
Alls eru þekktar rúmlega 3500 tegundir kakkalakka í heiminum. Kakkalakkar eru meðal frumstæðustu dýra og fundist hafa allt að 350 milljón ára gamlir steingerðir kakkalakkar. Karldýrin eru fleyg og hafa venjulega tvö pör af vængjum en kvendýrin eru oftast vænglaus eða hafa einhvers konar leifar af vængjum og er...
Hvað eru margir hafernir lifandi á Íslandi?
Hafernir eru konungar loftsins á Íslandi. Ernir eru sjaldgæfir, en undir 100 pör eru til og hafa þeir verið í útrýmingarhættu í áratugi. Á síðustu árum hefur örnum fjölgað aðeins. Ernir verptu fyrrum um allt land en bændur töldu að þeir legðust á búfénað og drápu þá miskunnarlaust þar til þeir voru komnir í útrými...
Hvert er flatarmál jarðarinnar?
Flatarmál jarðarinnar er um það bil 511.186.000 ferkílómetrar. Á síðunni The Nine Planets er hægt að sjá að þvermál jarðarinnar er 12.756 kílómetrar. Til að finna flatarmálið þarf að finna þvermálið í öðru veldi og margfalda það með tölunni p (pí) sem er hér um bil 3,14. Samkvæmt þessu er flatarmál jarðarinnar...
Virða flugur eitthvert lögmál um lífsrými?
Upphaflega spurningin var svona: Ég er oft á sumrin stödd á sveitabæ þar sem flugur safnast stöðugt í eldhúsið. Þótt þær séu drepnar, koma alltaf mjög fljótt aðrar í staðinn, en aðeins að vissu marki, yfirleitt aldrei fleiri en 5-6 í þetta eldhús (nema í sérstökum flugnasumrum). Flugurnar sýnast virða eitthvert...
Af hverju er y í íslensku en ekki bara venjulegt i?
Í elstu íslensku voru i og í greind frá y og ý í framburði. Fyrra hljóðaparið var ókringt en hið síðara kringt. Talið er að i og y annars vegar og í og ý hins vegar hafi fallið saman um það bil 1450-1550. Stök eldri dæmi eru þó til sem sýna samfall sérhljóðanna. Það sem gerðist var að y, ý voru ekki lengur borin f...
Af hverju má ekki segja „hann er ruglaður eins og bróðir sinn”?
Eignarföll eintölu þriðju persónu fornafnanna hann, hún, það og eignarfall fyrstu, annarrar og þriðju persónu fleirtölu, okkar, ykkar, þeirra, eru notuð sem eignarfornöfn. Dæmi:Bíllinn minn/okkar er rauður en bíllinn þinn/ykkar er grænn. Hjólið hans/hennar er grænt. Línuskautarnir þeirra eru svartir. Eignarforn...
Hvers vegna innritast fólk, til dæmis í skóla eða á sjúkrahús, en útskrifast svo ef vel gengur? Er einhver munur á rita og skrifa í þessu sambandi?
Sagnirnar rita og skrifa eru nánast samheiti þótt rita sé oft notuð í hátíðlegra samhengi. Sagnirnar innskrifa og útskrifa eru gamlar í málinu. Innskrifa merkir ?færa inn (í bók), skrifa (í skjal)? og að minnsta kosti frá 18. öld ?skrá í skóla?. Útskrifa merkti í eldra máli ?lýsa einhverju? (til dæmis ?hver ge...
Hvað var þyngsti ísbjörninn þungur?
Smellið hér til að heyra hljóðið í ísbirni. Ísbjörninn, Ursus maritimus er að jafnaði stærri en náfrændi hans brúnbjörninn Ursus arctos. Nokkrar deilitegundir brúnbjarna geta þó orðið stærri og má þar helst nefna þær sem lifa á Kamtsjatka-skaganum í Síberíu og í Alaska. Að jafnaði er fullorðinn ísbjörn um 4...
Hvað þýðir bæjarnafnið Krakavellir?
Spurningunni fylgdi sú skýring að Krakavellir eru í Fljótum. Forliðurinn í Krakavellir er ef til vill sögnin að kraka. Merking sagnarinnar samkvæmt Orðabók Menningarsjóðs er að „ná til botns“ eða „ná einhverju upp frá botni“. Niður af bænum Krakavöllum í Fljótum heitir Nátthagi niður við Flókadalsá. Í örnefn...
Hvers vegna heitir fyrsta síða í hverri einustu bók saurblað?
Orðið saurblað finnst ekki í orðabókum fornmáls og kemur ekki fyrir í seðlasafni Orðabókar Árnanefndar, sem er nú að koma út í Kaupmannahöfn. Elsta dæmi um saurblað í seðlasafni Orðabókar Háskólans er úr Postillu Corvins, sem Oddur Gottskálksson þýddi og prentuð var í Rostock 1546. Merking orðsins er ekki allt...
Hvað er þorskígildi?
Þorskígildi eða þorskígildistonn eru orð sem notuð eru til að bera saman afla af mismunandi tegundum sjávarfangs. Þorskígildistonn er það aflamagn eða veiðikvóti af tiltekinni tegund sem telst jafnverðmætt og eitt tonn af þorski. Segjum að verðið á kílógrammi af þorski sé 150 krónur kílóið, kílóið af karfa ...
Við hvað er hæð fjalla í sólkerfinu miðuð?
Upphafleg spurning var sem hér segir:Við hvað er miðað þegar sagt er að Ólympsfjall á Mars sé hæsta fjall sólkerfisins, þar sem ekki er hægt að miða við hæð yfir sjávarmáli?Það er alveg rétt að við getum ekki miðað hæð fjalla og annarra jarðfræðilegra fyrirbæra á öðrum reikistjörnum sólkerfisins við sjávarmál, ein...
Eru hvít tígrisdýr albinóa tilvik eða sérstök tegund?
Hin svokölluðu hvítu tígrisdýr eru hvorki albinóar né sérstök deilitegund. Liturinn er afleiðing af víkjandi, að öllum líkindum stökkbreyttu, geni sem þessi dýr bera. Hvít tígrisdýr eru mjög sjaldgæf og lifa núorðið nær eingöngu í dýragörðum víða um heim. Til dæmis lifa á bilinu 30 til 90 hvít tígrisdýr í ...