Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 982 svör fundust
Hvaða attan er í svei attan?
Orðmyndin attan er samandregin úr aftan. Í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er elsta dæmið úr texta frá 1797: Sagði Guðrún, að sviptingar hefðu orðið þeirra á milli, og hefði hún þá ætlað að kalla á hjálp, en séra Þórhalli hefði gripið fyrir munn sér, en síðan hörfað frá sér með svofelldum ummælum: „Svei þér af...
Hvaðan kemur orðið vesen?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hver er uppruni orðsins „vesen“ í íslenskri tungu? Er það skylt orðinu „væsen“? Orðið vesen ‘vafstur, óstand’ er tökuorð úr dönsku væsen frá 18. öld. Elsta dæmi í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er úr Annálum frá fyrri hluta 18. aldar; og ganga þeirra Odds og Páls Beyer...
Hvaðan kemur orðasambandið svona gerast kaupin á eyrinni - og hvað er átt við með þessu?
Nafnorðið eyri merkir samkvæmt Íslenskri orðabók (2002:290) ‘sand- eða malarsvæði (stundum uppgróið) meðfram á (vatni), myndað af framburði árinnar, samskonar hólmi úti í á (vatni), lágur tangi eða nes (í sjó)’. Orðasambandið eins og (eftir því sem) kaupin gerast á eyrinni var upphaflega notað um viðskipti eð...
Hversu gamalt er orðið lóðrétt í íslensku máli?
Elstu dæmi um lýsingarorðið lóðréttur í Ritmálsskrá Orðabókar Háskólans eru úr Ritum þess Islendska Lærdóms-Lista Felags sem komu út á árunum 1781–1798: línan ab stendr lódrétt á línunni ac en toga þó eigi edr draga nidr lódrett, helldr á skack. Nafnorðið lóð þekkist frá 16. öld annars vegar í merkingunni...
Hver var Árni Magnússon og fyrir hvað er hann þekktastur?
Árni Magnússon fæddist að Kvennabrekku í Dölum árið 1663 og ólst upp í Hvammi hjá móðurforeldrum sínum. Hann var af prestaættum og gekk í skóla í Skálholti, en hélt til frekara náms í Kaupmannahöfn haustið 1683. Þar var hann svo lánsamur að komast í vinnu hjá fornfræðingi konungs, sem vann að bók um trúarsiði á No...
Af hverju kalla Íslendingar Hvíta-Rússland ekki Belarus eins og landið heitir?
Í mörgum tilvikum hefur sú hefð myndast að staðfæra nöfn á löndum og borgum. Má þar nefna sem dæmi að við tölum um Þýskaland en ekki Deutschland, Svíþjóð en ekki Sverige, Kaupmannahöfn en ekki København. Myndast hefur hefð að staðfæra nöfn á löndum og borgum. Hér má sjá Strusta-vatn í Hvíta-Rússlandi. Nafnið ...
Hvað merkir orðið „blá“ í samhenginu „mýrar og blár“ og „engjar og blár“?
Kvenkynsorðið blá í merkingunni ‘mýri, flói, flatlendi sem liggur undir vatni’ þekkist í málinu að minnsta kosti frá 18. öld. Ritmálsskrá Orðabókar Háskólans á til dæmis þrjár heimildir eftir Árna Magnússon handritasafnara úr verkinu Arne Magnussons levned og skrifter sem gefið var út 1930. Blá heiter hvar væt...
Hvað merkir orðið ekta og hver er uppruni þess?
Upprunalega spurningin hljóðaði svo:Ég er að reyna að komast að þýðingu og útskýringu á íslenska orðinu ‘ekta’. Getið þið aðstoðað mig með uppruna, merkingu og fleira á þessu orði? Vísast er verið að spyrja um lýsingarorðið ekta í merkingunni ‘ósvikinn, upprunalegur’. Það er óbeygjanlegt, eins í öllum föllum og...
Hvaða molla er þegar það er lognmolla?
Öll spurningin hljóðaði svona: Ég hef verið að velta fyrir mér orðinu molla, eins og í lognmolla. Hvaðan kemur það og hvað þýðir það? Nafnorðið molla í merkingunni ‘hlýtt, stillt dumbungsveður, hitasvækja’ þekkist í málinu að minnsta kosti frá því um 1700. Lýsingarorðið mollulegur merkir ‘drungalegur, kæfan...
Hvenær var byrjað að rita ð á Íslandi?
Stafurinn þ var í elstu handritum ekki aðeins notaður í framstöðu (fremst í orði) eins og nú heldur einnig í innstöðu (inni í orði) og bakstöðu (aftast í orði) þar sem nú er skrifað ð, til dæmis þýða, það. Í þessum orðum var þá ritað þ þar sem nú er ð. Stafurinn ð er hingað kominn frá Norðmönnum sem tóku hann upp ...
Hvaða kram er átt við þegar eitthvað fellur ekki í kramið?
Hvorugkynsorðið kram er notað um (óþarfa)varning, verðlausa vöru og þekkist að minnsta kosti frá því seint á 16. öld. Samkvæmt ritmálssafni Orðabókar Háskólans þekkist orðasambandið að eitthvað falli (ekki) í kramið hjá einhverjum frá síðari hluta 18. aldar:Þetta þénar nú allt í yðar kram, minn elskulegi. Algen...
Er hægt að skunda af stað á bíl?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona: Er hægt að nota orðið skunda af stað ef maður fer í bíl eða er það alltaf þegar maður hraðar sér áfram fótgangandi? Sögnin að skunda merkir að ‘hraða ferð sinni, flýta sér’. Elst dæmi í ritmálssafni Orðabókar Háskólans er úr Postulasögunni (22:18) í Nýjatestamentisþýðingu ...
Hvað er að vera dannaður og hver er uppruni orðsins?
Lýsingarorðið dannaður er tökuorð úr dönsku, dannet, (sjá til dæmis Den danske ordbog á vefnum ordnet.dk) og var mest notað á 19. öld. Samkvæmt Íslenskri orðabók Eddu (2002:205) er skýringin „sem kann að haga sér á heimsvísu, hefur tamið sér siði og hætti heldra fólks (einkum embættis- og borgarastéttar í útlöndum...
Hvaðan á orðið „romsa“ uppruna sinn?
Orðið romsa getur verið bæði nafnorð og sögn. Nafnorðið merkir ‘þula, langloka’ en sögnin ‘þylja (í belg og biðu)’, til dæmis romsa einhverju upp úr sér. Í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans eru elstu dæmi um bæði orðin frá því snemma á 19. öld. Í Íslenskri orðsifjabók (1989:772) segir Ásgeir Blöndal Magnússon ...
Hvers konar strik er sett í reikninginn?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Af hverju er slæmt að setja strik í reikning? Hvers konar strik er það? Orðasambandið að setja/gera strik í reikninginn merkir að eitthvað breyti einhverju, raski einhverju sem áður hafði verið gert ráð fyrir. Það þekkist að minnsta kosti frá miðri 19. öld samkvæmt Rit...