Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 8675 svör fundust
Getið þið sagt mér eitthvað um þríbrota?
Þríbrotar (trilobita) eru útdauður hópur liðdýra (Arthropoda) sem uppi var á fornlífsöld. Þríbrotar voru með svokallaða ytri stoðgrind sem varðveitist afar vel í jarðlögum og gerir það að verkum að þetta er einn best þekkti hópur dýra frá fornlífsöld. Þríbrotar hafa varðveist vel í jarðlögum. Elstu þríbrotarnir ...
Hvað eru til margar tegundir af liðdýrum?
Liðdýr eru að öllum líkindum sú fylking dýra sem inniheldur langflestar tegundir og hafa margir dýrafræðingar álitið að fjöldi liðdýra sé meiri en fjöldi dýrategunda í öllum öðrum fylkingum samanlagt. Jafnvel 80% allra dýrategunda tilheyra fylkingunni. Um fjölda núlifandi tegunda liðdýra er ekki vitað en menn hafa...
Af hverju vex mosi svona hægt?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Hvað er mosi lengi að vaxa og af hverju vex hann svona hægt? Ársvöxtur mosa er mjög breytilegur og mælingar á lengdarvexti sýna allt frá örfáum mm upp í 7 cm á ári. Umhverfisaðstæður skýra að mestu breytileikann í vexti mosa þó að hámarksvöxtur fari eitthvað eftir te...
Hvers konar dýr eru perlusnekkjur og hvar finnast þær?
Perlusnekkjur (Nautilus pompilius) er tegund frumstæðra höfuðfætlinga af ætt snekkja (Nautilidae). Snekkjuættin skiptist í tvær ættkvíslir, Nautilus sem telur fjórar tegundir, þar á meðal perlusnekkjur, og Allonautilus en tvær tegundir tilheyra þeirri ættkvísl. Nokkrar útdauðar tegundir hafa einnig tilheyrt þessar...
Af hverju finnast ekki villtir hérar á Íslandi?
Upprunalega spurningin var: Finnast hérar á Íslandi, líkt og kanínur og ef ekki, er þá einhver sérstök ástæða fyrir því? Hérar finnast ekki á Íslandi vegna þess að hér hefur þeim ekki verið sleppt á sama hátt og kanínum. Hérar hafa verið fluttir nokkrum sinnum til landsins, meðal annars í þeim tilgangi að s...
Hversu margir Síberíu-tígrar eru lifandi núna og á hverju lifa þeir?
Síberíska tígrisdýrið (Panthera tigris altaica) er stærsta og öflugasta núlifandi kattardýrið. Fullvaxið karldýr getur náð allt að 350 kg þyngd og 4 metra lengd frá snoppu að rófuenda. Núverandi útbreiðslusvæði Síberíutígursins er aðallega bundið við austasta hluta hins víðlenda Rússlands, nánar tiltekið í Ussuri,...
Hvernig vita menn að flugur sjá allt í bláu?
Okkur er ekki kunnugt um að skordýr sjái allt í bláu. Þekkt er þvert á móti að litasjón kemur fyrir hjá skordýrum í flestum ættbálkum enda kemur hún sér vel fyrir þau. Almennt hafa skordýr þó betri næmni fyrir bláa hluta litrófsins og nær sjónsvið þeirra í sumum tilfellum yfir í útfjólublátt. Þannig sjá þau útfjól...
Finna fiskar til?
Þetta svið taugafræðinnar er eftir því sem næst verður komist mjög illa þekkt og skortir talsverða vitneskju um þetta fyrirbæri. En samt verður hér gerð tilraun til að svara spurningunni eftir fremsta megni. Við getum á engan hátt sett okkur í spor svo fjarskyldra lífvera sem fiska hvað varðar tilfinningar eins...
Hvenær var seinasti leiðangurinn farinn til rannsókna á Mars?
Rússar (Sovétmenn) gerðu fyrstu tilraunir til að senda geimför til Mars á árunum 1960-1962, en þær mistókust allar. Fyrsta könnunarferð þangað, sem heppnaðist eins og til var ætlast, var farin árið 1964 er bandaríska geimfarið Mariner 4 flaug framhjá hnettinum og náði 20 ljósmyndum af litlum hluta yfirborðsins. Ma...
Er ál að finna í einhverjum matvælum?
Ál er málmur sem kemur víða fyrir náttúrulega í matvælum, en yfirleitt í mjög litlu magni. Þó getur teplantan safnað í sig töluverðu áli sem getur lekið frá telaufunum út í te við lögun. Í tei er álið þó bundið fjölfenólum og öðrum lífrænum sameindum sem draga úr upptöku þess í smáþörmum. Í sum matvæli, svo se...
Er það rétt að tíðahringur kvenna sem eyða miklum tíma saman geti orðið samstilltur?
Fleiri spyrjendur voru:Viktoría Jensdóttir, Guðrún Oddsdóttir, Grétar Gunnarsson, Sigurlín Atladóttir, Steinunn Lilja Heiðarsdóttir, Sveinar GunnarssonMargar konur hafa upplifað það að tíðahringur þeirra er í takt við tíðahring kvenna sem þær eru í miklum samvistum við eða búa með. Þetta getur til dæmis gerst hjá ...
Hversu gott er þefskyn hákarla og ráðast þeir á særða hákarla?
Hákarlar (Selachimorpha) finna vel lykt af útþynntu blóði í vatni enda er þefskynið þeirra helsta skynfæri. Rannsóknir hafa sýnt að þefskyn hákarlategunda er mismunandi en að öllu jöfnu er það afar gott. Sumar tegundir skynja blóð í vatnsmassa þar sem styrkurinn er aðeins ein sameind í einni milljón sameindum af v...
Er verðtrygging lána lögleg í Evrópusambandinu?
Lagalega er ekkert því til fyrirstöðu að verðtryggja lán eða skuldabréf í löndum Evrópusambandsins. Það er hins vegar ekki reglan. Algengara er að lán séu eingöngu með nafnvöxtum, stundum föstum og stundum breytilegum. Verðtryggð lán þekkjast þó í mörgum löndum. Sum ríkja Evrópusambandsins hafa til dæmis gefið út ...
Stunda dýr sjálfsfróun eða er maðurinn eina dýrategundin sem gerir það?
Sjálfsfróun hefur verið skráð hjá fjölmörgum dýrategundum. Vísindamenn og aðrir sem fylgjast með dýrum hafa aðallega séð spendýr (Mammalia) fróa sér. Meðal annars hafa dýr með loppur, svo sem hundar, kettir, ljón, jarðíkornar og fleiri dýr, sést liggja á bakinu og nudda kynfæri sín. Einnig hefur sést til hreyfadýr...
Hvernig eiga pólskipti sér stað? Hvað stendur hvert segulskeið lengi?
Áður en lengra er haldið er lesendum bent á að kynna sér svar sama höfundar við spurningunni Hvað eru pólskipti? en þar er fjallað um hreyfingar innan jarðkjarnans og myndun jarðsegulsviðs. Öðru hvoru virðast hreyfingar innan jarðkjarnans verða of hægfara, of óreglulegar, eða jafnvel of reglulegar, til þess að ...