Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 2167 svör fundust
Hvað getið þið sagt mér um mólendi?
Hér er einnig svarað spurningunum: Hvað er mólendi? Hvaða dýr lifa í mólendi? Hve stór hluti Íslands er þakinn mólendi? Mólendi (e. heathland) er gróið, óræktað land sem einkennist af lyngtegundum og öðrum runnkenndum plöntum en getur einnig verið allríkt af grösum, störum, tvíkímblaða jurtum, mosum og flétt...
Hvers vegna eru mörk hljóðmúrsins breytileg eftir hæð?
Þegar þotur ná hljóðhraða rjúfa þær svokallaðan hljóðmúr og gríðarlegur hávaði heyrist. Mörk hljóðmúrsins eru breytileg eftir hæð vegna þess að hljóðhraðinn í lofti vex með hita þess og hitinn breytist með hæð. Hitinn lækkar reyndar með hæð í lofthjúpnum upp að veðrahvörfum, það er að segja á mestöllu því svæði se...
Hvers vegna grána mannshár?
Hár vaxa upp frá hársrótum og í þeim eru frumur sem framleiða litarefni sem kallast melanin (pheomelanin í rauðhærðu fólki). Þegar fólk tekur að eldast byrja þessar frumur að hrörna og við það minnkar framleiðsla þeirra á áðurnefndu litarefni. Almennt má gera ráð fyrir að þessi hrörnun byrji í kringum 30 ára aldur...
Hvað gerir forseti Íslands og hvaða völd hefur hann? - Myndband
Hver forseti mótar embættið eftir eigin höfði. Það þarf hann þó að gera innan þeirra marka sem stjórnarskrá, venjur og jafnvel tíðarandi setja honum. Starfssviði og völdum forseta má í grófum dráttum skipta í sex hluta: Formlegt hlutverk í stjórnskipun. Vald til synjunar laga. Pólitískt áhrifavald. Landkynning...
Af hverju heitir fuglinn kría þessu nafni?
Kría (Sterna paradisaea) er fugl af þernuætt. Nafn sitt dregur hann af hljóðinu sem hann gefur frá sér, eins konar krí-krí. Sama orð er notað í færeysku um kríuna. Orð af þessu tagi eru nefnd hljóðgervingar og koma oft fram í barnamáli. Hundurinn er til dæmis nefndur voff-voff eða voffi eftir geltinu, öndin bra-br...
Hvað eru ógöngurök?
Upphafleg spurning var á þessa leið: Hvað eru ógöngurökin í heimspeki, sbr Menón?Íslenska orðið ógöngurök er notað sem þýðing á forn-gríska orðinu dilemma, sem merkir bókstaflega tví-setning, það er setning sett saman úr tveimur setningum, sem gefa tvo kosti til kynna. Stundum er tvíkostur notað um sama hugtak. Í ...
Hvernig er skyrgerillinn til kominn?
Við skyrgerð er notað örlítið skyr úr fyrri framleiðslu, svonefndur skyrþéttir, til að byggja upp gerlaflóru í nýju skyri. Í stuttu máli er hefðbundin skyrframleiðsla þannig að undanrenna, sem hefur verið hituð í 90-100°C, er látin kólna í um 40°C og síðan er bætt út í skyrþétti og ostahleypi (renneti) og látið hl...
Af hverju lýsa sjálflýsandi armbönd og þess háttar?
Sjálflýsandi armbönd og ‘annað þess háttar’ byggja á efnahvörfum sem leiða til útgeislunar frá orkuríkum sameindum eða frumeindum. Slíkt nefnist hvarfljómun (e. chemiluminescence). Svonefnd útvermin (e. exothermic) efnahvörf valda orkumyndun jafnt sem nýmyndun efna. Dæmi um slík efnahvörf er til dæmis bruni...
Við hvaða hita er eðlismassi mældur? Hann hlýtur að vera breytilegur vegna hitaþenslu?
Það er rétt að eðlismassi fer eftir hita. Flest efni þenjast út við hitun, það er að segja að rúmmálið eykst. Þar sem eðlismassi er massi deilt með rúmmáli og massinn breytist ekki, þá þýðir þetta að eðlismassinn minnkar yfirleitt við hitun. Engu að síður er hægt að mæla eðlismassa við hvaða hita sem vera skal....
Hver er eðlismassi vatns?
Eðlismassi ferskvatns við 4 °C og einnar loftþyngdar þrýsting er 1,00 kg/l eða 1,00 g/ml. Þetta þýðir til dæmis að einn lítri af vatni við þessar aðstæður hefur massann 1 kg. Vatn þenst lítillega út þegar það er kælt úr 4 °C niður í frostmark. Rúmmálsbreytingin er um 0,15 af þúsundi og eðlismassinn minnkar sem ...
Hversu heitt er á Plútó?
Það er kalt á Plútó. Talið er að meðalhiti við yfirborð sé -230°C, hæsti hiti sé um -220°C og lægsti um -240°C. Hitatigið á Plútó er því ekki langt frá alkuli. Ástæðan fyrir þessu er sú að braut Plútó er yfrleitt langt frá sólu og einnig er yfirborðið bjart og sólargeislarnir endurkastast því vel af Plútó. Í ...
Hvað gerir tiltekið gas að gróðurhúsalofttegund?
Svona spurningu má svara á marga vegu, út frá mismunandi sjónarmiðum. Til dæmis má lýsa því hvernig þessi gös hegða sér eða hvernig áhrif þau hafa á umhverfi sitt, og hvernig þau víxlverka við rafsegulgeislun, bæði hvernig þær taka við mismunandi geislun og hvernig útgeislun frá þeim er. Þetta er gert í svari Ágús...
Ef ég væri staddur úti í hita, gæti ég þá sett flösku ofan á blautt handklæði til að kæla hana?
Spurningin hittir nokkurn veginn í mark en þó ekki alveg. Svarið er já; það er hægt að nota blautt handklæði í heitu og þurru lofti til að kæla hluti, en þá er best að vefja handklæðinu utan um hlutinn, hér flöskuna, og koma vöndlinum þannig fyrir að loftið eigi sem greiðastan aðgang að honum. Þetta byggist á þ...
Hvað er tvíburabróðir (graftarkýli) og hvað veldur honum?
Tvíburabróðir er graftarkýli sem myndast á sumu fólki milli rasskinna ofan á spjaldhrygg í miðlínu. Á sumu fólki er gat í húðinni milli rasskinna ofan á spjaldhrygg í miðlínu, og undir er húðklætt holrými. Þetta holrými er oft fullt af hárum sem hafa troðist þangað inn. Ef opið lokast af einhverjum ástæðum...
Hafa sauðnaut verið flutt til Íslands?
Eftir fyrri heimsstyrjöldina komu upp hugmyndir á Íslandi um að nýta auðlindir Grænlands. Meðal annars þótti vænlegt að flytja inn sauðnaut og rækta þau hér. Forvígismenn þeirrar hugmyndar voru Ársæll Árnason bókbindari og bókaútgefandi í Reykjavík, Þorsteinn Jónsson útgerðar- og kaupmaður frá Seyðisfirði, og ...