Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Af hverju er ekki lofthjúpur utan um allar plánetur?

Fyrir þessu geta verið ýmsar ástæður en algengast er að þetta stafi af því að það sé of heitt á yfirborði reikistjörnunnar eða plánetunnar. Hiti í gasi eða lofti er í rauninni hreyfing sameindanna. Ef hitinn er mikill getur hreyfingin orðið svo ör að allar sameindirnar losna einfaldlega frá yfirborði hnattarins og...

category-iconMálvísindi: íslensk

Maður hefur oft heyrt orðasambandið „að vísa einhverju á bug“. Hvað merkir orðið „bugur“ ?

Orðasambandið að vísa einhverju á bug er notað um að 'hafna e-u, mótmæla e-u, reka e-ð burt' og er þekkt í málinu frá því á 19. öld. Ekki er fullvíst hvað bugur merkir hér. Orðið kemur fyrir í öðrum samböndum skyldrar merkingar eins og að aka e-m á bug 'reka e-n burt', sem þekkt er í fornu máli, fara í bug við e...

category-iconHugvísindi

Hvernig voru föt víkinga?

Þar sem mun minna framboð var á efnum í fatnað á víkingatímanum notuðu víkingarnir það sem hendi var næst, aðallega ull. Konurnar ófu fatnaðinn úr ullinni og bjuggu til buxur og síðar skyrtur fyrir karlmennina en konurnar gengu í síðum kjólum. Auk þess gengu víkingarnir í leðurskóm og með skikkju. Þegar víkingarni...

category-iconLífvísindi: almennt

Geta eplatré vaxið á Íslandi?

Já. Mörg dæmi eru um að fólk hafi ræktað eplatré með ágætum árangri hér á landi. Eplatré eru að vísu flest ættuð frá svæðum þar sem sumur eru lengri og hlýrri en hér gerist og því eru þau fremur illa aðlöguð íslensku veðurfari. Einkum vaxa þau lengi fram eftir hausti og verða því fyrir skemmdum í íslenskum ha...

category-iconBekkirnir spyrja

Hvernig er hægt að vita hvenær Jesú fæddist?

Hér er einnig að finna svar við spurningu Jóns Estherarsonar: Er það rétt að Jesús fæddist í mars en ekki desember? Við vitum í raun ekki alveg hvenær Jesú fæddist. Flestar rannsóknir benda til þess að hann hafi fæðst á tímabilinu 4 f. Kr. til 6. e. Kr. Sumir eru raunar ekki vissir um að hann hafi verið til. Sagn...

category-iconLæknisfræði

Hver eru einkenni ebóluveirunnar?

Við eigum svar við þessari spurningu. Þú getur lesið það með því að smella hér. Í svarinu kemur fram að veiran dragi nafn sitt af ánni Ebólu í Austur-Kongó þar sem veiran kom fyrst fram á sjónarsviðið árið 1976. Þar segir ennfremur: Ebóla veldur því að frumur og vefir skemmast. Fyrstu einkenni ebólublæðingarsó...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig framleiða slöngur eitur og hvaðan kemur það?

Í eiturkirtli slangna eru frumur af þremur gerðum sem sjá um að framleiða eitur. Þetta eru svokallaðar basal-frumur, hvatberaríkar frumur sem samanstanda af keilulaga hvatberum og loks seytfrumur sem sjá um að seyta eitrinu úr kirtlinum. Rannsóknir benda til þess að eiturkirtlarnir stjórni eiturframleiðslunni ó...

category-iconStjarnvísindi: alheimurinn

Af hverju sogar svartholið til sín?

Svarthol verða til þegar kjarnar stjarna falla saman undan eigin þunga. Allur massi stjörnunnar er þá samankominn á örlitlu svæði. Í kringum þetta svæði er þyngdarsviðið svo öflugt að ekkert sleppur þaðan, ekki einu sinni ljós. Þyngdarsvið svarthola er svo gífurlegt að það sýgur allt efni í sig sem fer of nálæg...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvernig verkar heilinn?

Heilinn er afar flókið líffæri og það er ekki auðvelt að skrifa um það í stuttu máli hvernig hann starfar, fyrir utan það að margt við hann er enn á huldu. Ýmislegt um heilann er þó vel þekkt, til dæmis það að hjá flestum gegnir vinstri hluti heilans meira hlutverki en sá hægri við stjórnun hægri hlutar líkaman...

category-iconMálvísindi: íslensk

Espresso, expresso, espressó, expressó eða þrýstikaffi, hvaða orð á eiginlega að nota á íslensku?

Heitið espresso á uppruna sinn á Ítalíu. Það merkir bókstaflega ‘það sem pressað er út’. Ítalska orðið er leitt af lýsingarhætti þátíðar í latínu, expressus (af sögninni exprimere ‘þrýsta út’). Það hefur borist um hinn vestræna heim í myndinni espresso. Þannig er það notað í Norðurlandamálum, þýsku og ensku svo dæ...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvernig eru nöfnin Björg og Björk fallbeygð?

Við bendum þeim sem þurfa að fletta upp beygingum á orðum, hvort sem það eru mannanöfn eða önnur orð, á síðuna Beygingarlýsing íslensks nútímamáls. Hérna eru upplýsingar sem fundust um nöfnin Björgu og Björk: nfHér erBjörgBjörk þfumBjörguBjörk þgffráBjörguBjörk eftil BjargarBjarkar Nafnið Björg þý...

category-iconLandafræði

Hvaðan kemur nafnið Garður á byggðarlagi á Suðurnesjum?

Garður. Garðurinn dregur nafn af Skagagarði, fornum garði sem liggur frá túngarðinum á Útskálum beint yfir að túngarði á Kirkjubóli í Miðneshreppi og girðir af tána á Garðskaga. Ýmislegt bendir til þess, meðal annars örnefni eins og Akurhús og Gerðahverfi, að þar hafi verið akuryrkja og garðurinn hlaðinn t...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Af hverju snýst jörðin í kringum sjálfa sig?

Sólkerfið okkar myndaðist fyrir um fimm milljónum ára þegar gríðarstórt gas- og rykský féll saman og myndaði sól og reikistjörnur. Áður en þetta gerðist var snúningur á skýinu og slíkur snúningur eða hverfiþungi, eins og hann er kallaður í eðlisfræði, varðveitist þegar skýið umbreytist. Þess vegna hefur sólin dálí...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Gætu Sankti-Bernharðshundur og chihuahua-hundur eignast afkvæmi og hvernig liti hvolpurinn þá eiginlega út?

Vissulega gætu Sankti-Bernharðshundur og chihuahua-hundur eignast saman afkvæmi þar sem um sömu dýrategund er að ræða. Það er nær öruggt að æxlunin yrði að fara fram með hjálp mannsins þar sem stærðarmunur og ýmis annar munur á líkamsbyggingu ræktunarafbrigðanna kemur í veg fyrir æxlun við venjulegar kringumstæður...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað merkir "ginn" í orðinu "ginnkeyptur"?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Ég er að velta fyrir mér hvaðan merking orðsins að vera ginnkeyptur kemur. Hvað þýðir "ginn" í orðinu og hver er uppruni þessa orðs? Fyrri liðurinn ginn- í nokkrum orðum er forliður notaður til áherslu. Að baki liggur sögnin að ginna ‘lokka, tæla, svíkja’ sem í fornu máli hafði e...

Fleiri niðurstöður