Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 5173 svör fundust
Af hverju lifa fiskar í vatni?
Ef fiskar lifðu á landi þá myndu þeir væntanlega líta allt öðruvísi út en þeir fiskar sem við þekkjum í dag. Þá hefðu þeir nefnilega aðlagast lífi á landi og það er alls ekki víst að við mundum kalla þá fiska! Engu að síður geta sumir fiskar lifað á landi um stundarsakir, en það eru eingöngu fiskar sem hafa einhve...
Hvað veldur stjörnuhrapi?
Í sólkerfinu er fullt af grjóti og málmhnullungum. Við köllum þetta samheitinu geimgrýti. Margt af því kemur úr smástirnabelti sem er á milli Mars og Júpíters og einnig úr halastjörnum sem hafa sundrast. Á hverjum degi skella milljónir svona steina á lofthjúpi jarðar. Núningur við lofthjúpinn verður til þess að ge...
Hvað er skáldskapur?
Orðið 'skáldskapur' merkir nánast 'það sem skáldin skapa'. Flestir tengja skáldskap líklega við það sem menn yrkja, til dæmis ljóð. Í Heimskringlu er sagt frá atgervi Óðins og hvers vegna hann var tignaður. Þar segir meðal annars:hann talaði svo snjallt og slétt að öllum er á heyrðu þótti það eina satt. Mælti hann...
Hvaða áhrif getur ófrjósemi haft á andlega líðan og tilfinningar hjá báðum kynjum?
Þegar talað er um ófrjósemi þá er átt við pör sem hafa stundað kynlíf án getnaðarvarna í að lágmarki eitt ár án þess að konan verði barnshafandi.1 Ófrjósemi er ekki sú aðstaða sem fólk kýs sér2 og er talið að hérlendis eigi um 15% para við þetta vandamál að stríða.3 Orsakir má rekja jafnt til karla og kvenna og er...
Hver var Edward Jenner og hvert var hans framlag til læknisfræðinnar?
Edward Jenner hefur yfirleitt verið álitinn brautryðjandi bólusetninga gegn bólusótt og stundum kallaður faðir ónæmisfræðinnar. Rannsóknir Jenners á ónæmisaðgerðum með kúabóluvessa gegn bólusótt árið 1798 gáfu mönnum í fyrsta sinn von um að loks væri hægt að ná tökum á þessum hræðilega sjúkdómi. Edward Jenner f...
Hvernig verða eyðimerkur til?
Eyðimörk er þurrkasvæði þar sem engir varanlegir árfarvegir eru til staðar og þar sem gróið land telur ekki meira en 15% yfirborðsins. Á jörðinni eru eyðimerkur þar sem úrkoma er innan við 25 cm á ári að meðaltali. Úrkoma er þó ekki það eina sem ákvarðar þurrkasvæði og þar af leiðandi eyðimörk. Þurrkar eru líka há...
Er nauðsynlegt að við varðveitum tungumál okkar eða er þetta óþörf fornaldardýrkun?
Spurningunni, eins og hún er orðuð, hvort það sé nauðsynlegt fyrir okkur íbúa þessa lands að tala íslensku eður ei, ætti í sjálfu sér að vera auðsvarað og það neitandi. Strangt tekið er það ekki samkvæmt neinu náttúrulögmáli heldur af sögulegum ástæðum og tilviljunum að við höfum talað þetta tungumál í hartnær tól...
Hvert er hraðskreiðasta dýr í heimi?
Fuglar komast öðrum dýrum hraðar yfir. Svölungur hefur mælst á 170 km hraða í láréttu flugi. Fálkar í steypiflugi komast enn hraðar. Förufálki steypir sér á bráð með hraða samsvarandi 360 km á klukkustund. Sítan eða blettatígurinn, kattardýr í Afríku, kemst sem svarar um eða yfir 100 kílómetrum á klukkustund á ...
Hver var fyrsta bíómyndin, hver leikstýrði henni og hverjir léku í henni?
Fyrsta kvikmyndavélin var myndavél í laginu eins og riffill og gat tekið 12 myndir á sekúndu. Hún var hönnuð 1882 af Frakkanum Etienne-Jules Marey. Uppfinningamaðurinn Tómas Alva Edison kynnti árið 1893 kassalega gægju-sýningarvél sem sýndi einum áhorfanda örsmáar svarthvítar kvikmyndir. Vélina nefndi hann Kine...
Hver er munurinn á hvirfilbyl og fellibyl?
Hvirfilbyljir eða skýstrókar (á ensku tornado) eru ógnarhvassar en smáar hringiður í neðsta hluta gufuhvolfsins, en fellibyljir (e. tropical hurricane, hurricane) eru víðáttumikil óveður sem ná frá yfirborði jarðar upp að veðrahvörfum. Algengt er hins vegar að skýstrókar myndist í fellibyljum. Skýstrókar og fel...
Hverjar eru líkurnar á að fá Yatsý og að fá 5 sexur í Yatsý?
Í teningaspilinu Yatsý eru notaðir fimm teningar. Í hverri umferð fær keppandi þrjú köst og má eftir fyrsta og annað kast halda eftir þeim teningum sem hann vill. Það er kallað Yatsý ef keppandi hefur fengið sömu tölu á alla teningana eftir þrú köst. Hugsum okkur að við höldum alltaf eftir þeim teningum sem hæs...
Hvað er mölur?
Mölur eða mölfluga er í raun fiðrildi sem einnig kallast guli fatamölurinn (lat. Tineola bisselliella). Hér áður fyrr var skordýrið hinn mesti skaðvaldur í híbýlum manna en lirfur þess leggjast á ullarvörur og skinn og naga hvort tveggja sér til lífsviðurværis. Fyrirbærið hefur oft verið nefnt fatamölur. Fatam...
Hvað er Napóleonsfiskur sem býr í Suður Kyrrahafi?
Napóleonsfiskurinn (Cheilinus undulatus) er beinfiskur af ættinni Labridae en innan þeirrar ættar eru rúmlega 500 tegundir sjávarfiska í 50 ættkvíslum. Aðallega eru þetta misstórar hitabeltistegundir sem eru frá 15 sentímetrum upp í 230 sentímetra að stærð. Napóleonsfiskurinn er einn sá stærsti í ættinni en hann g...
Hvað éta nautgripir mikið á dag?
Það eru margir þættir sem hafa áhrif á það hversu mikið nautgripir éta. Hægt er að skipta áhrifaþáttum í þrennt, það sem snýr að gripnum sjálfum, fóðrinu og bóndanum. Gripurinn Stærð og holdafar nautgripa hefur áhrif á hversu mikið þeir éta. Ef miðað er við gripi af sömu stærð éta feitir gripir minna en...
Af hverju fá karlkyns ljón makka en ekki kvenkyns?
Það er vel þekkt í náttúrunni að karldýr hafi eitthvað sem hjálpar þeim til að ganga í augun á kvendýrunum. Til dæmis eru karlfuglar oft æði litskrúðugir og er tilgangurinn sá að vekja athygli kvenfuglanna. Makki ljónsins gegnir sama hlutverki og skrautlegar fjaðrir eða litir meðal ýmissa fugla, það er að gera kar...