Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Ef þyrluspaði næði 50 km í hvora átt og ljóshraða væri náð 25 km frá miðju, hvað væri þá að gerast á endunum á spaðanum?

Ef þyrluspaði gæti snúist eins og spyrjandi lýsir þá mundu endarnir fara með tvöföldum ljóshraða. Þetta er eitt af því sem okkur finnst auðvelt að gera sér í hugarlund en raunverulegur þyrluspaði getur ekki snúist á þennan hátt. Til að koma honum á slíkan snúning þyrfti óendanlega mikla orku og slík orka er ekk...

category-iconMálvísindi: almennt

Er til einhver skýring á því að svo ólík tungumál sem íslenska og finnska eiga það sameiginlegt að áhersla er alltaf á fyrsta atkvæði orðs?

Íslenska er germanskt mál af svokallaðri indóevrópskri málaætt. Talið er að áherslan hafi upprunalega verið frjáls innan indóevrópskra mála en með tímanum fest eftir ákveðnum reglum einstakra mála. Eitt einkenni germanskra mála í árdaga var að áhersla lá á fyrsta atkvæði. Þessu einkenni heldur íslenska enn. Fi...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan er komið slanguryrðið „steypa" í merkingunni bull eða vitleysa?

Slanguryrðið steypa í merkingunni 'vitleysa, bull' er sennilega íslenskt að uppruna. Að öllum líkindum er verið að líkja innihaldi höfuðkúpunnar við hinn gráa massa sem steypan er. Fyrir um tíu til fimmtán árum var algengt að segja að einhver hefði „steypu í hausnum." Nú virðist algengara að tala um að eitthvað sé...

category-iconUmhverfismál

Hvaðan kemur rekaviðurinn sem finnst við strendur Íslands?

Rekaviðurinn sem berst til Íslands kemur frá skógum Síberíu. Þar er stundað skógarhögg og timbrinu er fleytt niður stórfljótin Ob, Jenisej, Katöngu og Lenu í sögunarmyllur. Rekaviður á Ströndum. Suma drumbana rekur á haf út þar sem norðaustlægir hafstraumar bera þá að íshellu norðurpólsins. Þar fara drumbarnir...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað þýðir orðatiltækið - að sitja undir sjö og klóra þeim áttunda á bakinu?

Mér hefur ekki tekist að finna orðasambandið nákvæmlega í þeirri mynd sem spurt var um. Aftur á móti eru tvö vestfirsk dæmi til í söfnum Orðabókar Háskólans um að sitja ekki undir sjö og dilla þeim áttunda og eitt austfirskt um að sitja með púkana sjö og dilla þeim áttunda. Orðatiltækin virðast notuð um þá se...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað þýðir „að láta einhvern finna til tevatnsins“?

Orðasambandið að láta einhvern finna til tevatnsins er notað um að ná sér niðri á einhverjum. Einnig er talað um að láta einhvern fá til tevatnsins eða að láta einhvern fá tevatnið sykurlaust. Orðið tevatn er komið í málið úr dönsku, tevand, og á Orðabók Háskólans dæmi um það allt frá 18. öld. Orðasamböndin er...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Af hverju er hor í nefinu?

Hor er samheiti yfir það slím er frá nefinu kemur. Slímið verður til bæði í kirtlum sem liggja undir slímhúðinni í nefinu og opnast út á yfirborð hennar og í svokölluðum bikarfrumum sem eru sérstakar frumur í slímhúðinni. Slímið eða horið er okkur nauðsynlegt þar sem það gegnir mikilvægu hreinsunar- og varnars...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Úr hverju er hláturgas?

Hláturgas eða glaðgas kallast díniturmónoxíð á máli efnafræðinnar og hefur efnatáknið N2O. Sameind þess (e. molecule) er mynduð úr einni súrefnisfrumeind (O) og tveimur niturfrumeindum (N; hefur einnig verið kallað köfnunarefni á íslensku). Efnið var fyrst búið til árið 1776 og framan af notað til svæfinga. Um ...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvernig verkar sjónvarp?

Rafeindabyssa í myndlampa sjónvarpsins skýtur rafeindum á skjáinn og þar sem rafeindirnar lenda lýsist skjárinn upp og við sjáum ljós. Til þess að þetta gangi upp þarf skjárinn að vera húðaður að innan með efni sem hefur þann eiginleika að gefa frá sér ljós þegar rafeindir skella á því. Til að fá svarthvíta myn...

category-iconMálvísindi: íslensk

Er hægt að segja í einhverjum skilningi á réttri íslensku "að söðla um sig"?

Sögnin að söðla er leidd af nafnorðinu söðull 'karlhnakkur, kvenhnakkur' og merkir að 'leggja söðul á hest'. Þegar maður er á ferð með tvo til reiðar skiptir hann öðru hverju um hest til að hvíla þann sem hann sat áður. Hann flytur þá söðulinn (hnakkinn) milli hesta og það er kallað að söðla um. Að 'söðla um' v...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan kemur máltækið "glöggt er gests auga(ð)", og er þessi gestur Óðinn?

Ekki er sennilegt að átt sé við Óðin í þessum málshætti. Gestur var vissulega eitt af heitum Óðins en málshátturinn virðist ekki gamall. Elstu dæmi Orðabókar Háskólans eru frá 19. öld. Líklegra er því að átt sé við það að gestur, sem kemur í hús, sér oft það sem er öðru vísi en hann á að venjast. Hann tekur oft ef...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hestar hneggja, hundar gelta og kettir mjálma, en hvað gera til dæmis asnar, fílar, selir og gíraffar?

Dýrahljóð geta verið misjöfn eins og mannanna. Oftast er þó sagt að asninn hríni. Selurinn er sagður góla, fíllinn öskrar og um hljóð gíraffa er hægt að lesa nánar í svari við spurningunni Gefa gíraffar frá sér einhver hljóð? Selir góla. Myndin er af hlébarðasel. Fleiri svör við spurningum um dýrahljóð:Ef heil...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Eru roðamaurar hættulegir?

Roðamaur heitir réttu nafni veggjamítill (Bryobia praetiosa) en gengur einnig undir roðamaursheitinu. Veggjamítlar eru áttfætlumaurar og tilheyra fylkingu áttfætlna (Arachnida) eins og köngulær og sporðdrekar. Eiginlegir maurar hafa hins vegar sex fætur eins og önnur skordýr. Veggjamítlar eru ekki skaðlegir mönnu...

category-iconHugvísindi

Hvers konar ritmál er silfurstíll?

Fyrir rúmum tuttugu árum var spurt um orðið silfurstíll í þáttum Orðabókar Háskólans um íslenskt mál en orðið virtist ekki koma fyrir í orðabókum. Allnokkur svör bárust og bar heimildarmönnum saman um að orðið væri notað um ákveðið prentletur. Margir nefndu að afar þeirra og ömmur hefðu lært að lesa á bókum prentu...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað þýðir orðatiltækið að vera á mála hjá einhverjum?

Orðasambandið að vera á mála hjá einhverjum er haft um það þegar maður er samningsbundinn til að vinna fyrir einhvern með því að vera hluti af liði hans. Í íþróttafréttum er þetta stundum notað um samninga leikmanna. Eiður Smári var á mála hjá Barcelona áður en hann gerði samning við Monaco. Orðið máli merkir a...

Fleiri niðurstöður