Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 8535 svör fundust

category-iconLögfræði

Hvað gildir um skyldleika hjónaefna, mega til dæmis fjórmenningar giftast?

Fjórmenningar eru þeir sem eiga sama langalangafa og/eða langalangömmu. Þeir eru semsagt skyldir í fjórða lið. Um skyldleika hjónaefna gildir það eitt samkvæmt hjúskaparlögum að ekki má "vígja skyldmenni í beinan legg né systkin." Með orðalaginu 'beinan legg' er átt við að annar einstaklingurinn sé afkomandi hins....

category-iconFélagsvísindi

Hvað er ABC-greining?

ABC-greining byggist upphaflega á rannsóknum ítalska verkfræðingsins Vilfredo Pareto (1848-1923). Hann veitti því meðal annars athygli að 80% af verðmætum á Ítalíu voru í eigu um það bil 20% þjóðarinnar. Við nánari skoðun hefur komið í ljós að slík 80/20 skipting er nokkuð algeng á fleiri sviðum. Til dæmis er oft ...

category-iconEfnafræði

Hvers konar gas er í SodaStream-hylkjunum?

Gashylkin sem eru notuð í SodaStream-tækjunum eru fyllt með koltvíoxíði sem einnig er kallað koltvíildi eða koldíoxíð. Koltvíoxíð er gas við staðalaðstæður (eina loftþyngd og 25°C). Þegar koltvíoxíði er hleypt í gegnum vatn gengur það í samband við vatnið á eftirfarandi hátt: \[CO_{2}+H_{2}O\rightleftharpoons H_{...

category-iconHeimspeki

Hvenær er maður gamall?

Það er erfitt að segja til um við hvaða aldur fólk er gamalt því aldur er afstæður. Ungt fólk hefur allt aðra skoðun en þeir sem eldri eru á því hvenær einhver er orðinn „gamall“. Fæstum finnst þeir sjálfir vera gamlir, fólk hefur eitthvað viðmið sem það notar til að meta aldur og sá aldur hækkar eftir því sem við...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Er nóg að geyma farangur úti í kulda og frosti yfir nótt og þvo beint upp úr töskunum til að losna við silfurskottur sem gætu hafa fylgt manni frá útlöndum?

Silfurskottur (Lepisma saccharina) sækjast eftir dimmu, röku og hlýju umhverfi en kunna illa við sig utandyra. Algengast er að þær verpi í glufum og sprungum, og dimmum og rökum skotum í húsnæðinu. Nýklakið ungviði og ungviði á fyrstu stigum getur þó þvælst víða og berst auðveldlega í fatnað. Þannig geta menn bori...

category-iconEfnafræði

Af hverju gýs upp megn vaxlykt um leið og slökkt er á kerti?

Kerti samanstendur af kertavaxi og kveikiþræði. Kertavaxið er eldsneytið, það er efnið sem brennur, en kveikurinn stjórnar hraða brunans. Þegar logandi eldspýta er borin að kveiknum bráðnar kertavaxið næst kveiknum og sogast upp í kveikinn. Vegna hitans frá eldinum gufar kertavaxið í kveiknum upp, blandast súr...

category-iconLæknisfræði

Hvað er talmeinafræði og hvar er hægt að læra hana?

Talmeinafræði er sú fræðigrein sem fjallar fyrst og fremst um frávik í máli og tali barna og fullorðinna. Frávikin geta verið af ýmsum toga. Sem dæmi má nefna frávik í málþroska, framburði og hljóðkerfisvitund barna en auk þess getur verið um að ræða stam, raddveilur, málstol, kyngingarerfiðleika og skerta boðskip...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er að vera „forpokaður“ og hver er eiginlega uppruni orðsins? Íslensk orðsifjabók stendur hér á gati.

Sögnin að forpokast merkir að hnigna andlega, glata fjöri og áhuga samkvæmt Íslenskri orðabók (2002:371) og sá sem er forpokaður er þá áhugalaus, gamaldags, oft afturhaldssamur og lítt hugsandi um nýjungar og framfarir. Uppruninn er ekki fulljós. Elsta dæmi Orðabókar Háskólans um sögnina forpokast er úr ritinu...

category-iconVísindafréttir

Samstarfssamningur Landsvirkjunar og Vísindavefs Háskóla Íslands undirritaður

Vísindavefur Háskóla Íslands og Landsvirkjun hafa undirritað samning til þriggja ára um samstarf á sviði vísindamiðlunar. Samningurinn kveður á um samstarf um vandaða og nútímalega vísindamiðlun til almennings. Sameiginlegt markmið Landsvirkjunar og Vísindavefsins er að fræða ungt fólk og almenning um vísindi. Lan...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvaða stjarna skín svona skært á suðausturhimninum?

Mjög góðar og aðgengilegar stjörnufræðiupplýsingar á íslensku er að finna á Stjörnufræðivefnum. Undir valmyndinni Stjörnuskoðun er hægt að fara inn á Stjörnuskoðun í kvöld og skoða stjörnukort fyrir viðeigandi mánuð. Þegar þetta svar er skrifað er hægt að skoða stjörnukort fyrir Ísland í september 2010. Stjörnumer...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað eru sveskjur?

Sveskjur eru þurrkaðar plómur. Þær hafa þekkst um víða veröld um margra alda skeið, og leifar þeirra hafa meðal annars fundist í fornegypskum grafhýsum. Áður fyrr voru sveskjur sólþurrkaðar, en eru aðallega þurrkaðar í verksmiðjum nú til dags. Meirihluti allra sveskna er framleiddur í Bandaríkjunum, en þær eru lík...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hefðum við getað borðað risaeðlukjöt?

Mannfólkið hefur mikla aðlögunarhæfni og hefur lært að nýta sér þær tegundir sem lifa í umhverfinu sér til matar. Þannig þykir margt, sem við hér á Íslandi erum ekki vön að leggja okkur til munns, vera sjálfsagður matur í öðrum heimshlutum. Risaeðlurnar voru mjög fjölbreyttar bæði að stærð og líkamsgerð, búsvæ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað merkir að biðja í tungum?

Spurningin til Vísindavefsins var í fullri lengd þessi: Hvað merkir að biðja í tungum? Það er vitnað í svipað orðalag á nokkrum stöðum í Biblíunni. T.d. 1. Korintubréf 14:13-15 Líka Korintubréf 14:4. Fyrra Korintubréf, 14. kafli, vers 13–14 eru svona í nýjustu biblíuþýðingu: Biðji því sá, er talar tungum, ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju heitir Alþingi ekki Alþing?

Spurningin í fullri lengd hljóðar svona: Af hverju heitir Alþingi Alþingi en ekki Alþing? Þ.e. af hverju þessi -i ending? Orðið þing beygðist til forna eins og í dag, í þágufalli þingi og í eignarfalli þings. Í fornnorrænni málfræði eftir Adolf Noreen er ekki minnst á hliðarmyndina þingi, aðeins þing. Í fornmá...

category-iconFélagsvísindi almennt

Af hverju keppa karlar og konur ekki við hvert annað í skák?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Af hverju keppa karlar og konur ekki saman í skák? Skák er hugaríþrótt og þar ættu líkamsburðir ekki að gefa forskot, er annað kynið þá heimskara en hitt að mati skáksambanda? Á mótum eins og Ólympíuskákmótum, sem er liðakeppni, heimsmeistaramótum og landsmótum, ti...

Fleiri niðurstöður