Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1887 svör fundust

category-iconLæknisfræði

Hvernig er uppbygging kransæða í mannslíkamanum?

Kransæðar eru slagæðar sem liggja á yfirborði hjartans og miðla súrefnisríku blóði til hjartavöðvans. Þær stærstu eru í kringum 2-3 mm í innra þvermáli en greinast síðan í smærri kransæðagreinar sem liggja inn í hjartavöðvann. Síðan taka við slagæðlingar (e. arterioles), hárslagæðlingar og háræðar. Vinstri kra...

category-iconLögfræði

Af hverju geta ráðherrar ráðið aðstoðarmenn án þess að auglýsa störf þeirra?

Upprunalega spurningin var: Af hverju eru ráðningar aðstoðarmanna ráðherra undanskildar lögum um auglýsingaskildu starfsmanna ríkisins? Stutta svarið við spurningunni er að aðstoðarmenn ráðherra eru ekki ríkisstarfsmenn á sama hátt og annað starfsfólk ráðuneyta. Þeir eru ráðnir til sinna starfa eins lengi ...

category-iconLæknisfræði

Hvaða áhrif hafði pillan á líf íslenskra kvenna?

Getnaðarvarnarpillan kom fyrst á markaðinn um 1960 og varð fljótlega vinsæl meðal íslenskra kvenna. Ekki aðeins gerði hún konum kleift að koma í veg fyrir getnað á skilvirkari máta en nokkur önnur getnaðarvörn fram að því, heldur var notkun hennar á ábyrgð kvennanna sjálfra og hún tekin óháð kynlífsathöfninni. Pil...

category-iconEfnafræði

Varð allt efnið í alheiminum til samstundis í Miklahvelli?

Efnisheimurinn á því formi sem hann er í dag varð ekki allur til í Miklahvelli (e. Big Bang). Hins vegar mynduðust grunneindir efnisins sem lágu til grundvallar myndun efnisheimsins, eins og við þekkjum hann í dag, á fyrstu sekúndubrotum eftir Miklahvell. Þessar grunneindir kallast öreindir. Hér á eftir verður þet...

category-iconJarðvísindi

Hverjar eru helstu aðferðir við flokkun bergs og hvernig fara þær fram?

Almennt er berg af þrennu tagi, storkuberg, setberg og myndbreytt berg. Yfirborð Íslands er að langmestu leyti úr storkubergi og því lítum við svo á að spurningin vísi til flokkunar þess. Storkuberg myndast við kólnun úr glóandi bergbráð og flokkun bergsins byggist annars vegar á efnasamsetningu bráðarinnar og...

category-iconMálstofa

Umhverfisorsakir hryðjuverka

Hryðjuverk verða ekki til af engu. Það eru til ákveðnar stjórnmálalegar, félagslegar og umhverfislegar skýringar hryðjuverka sem vert er að huga betur að. Hér er ekki bara um að ræða trúarlegar eða þjóðernislegar skýringar, heldur geta umhverfismál í víðum skilningi átt þátt í því að skapa deilur og átök. Umhverfi...

category-iconTrúarbrögð

Hvað eru apókrýfar bækur Biblíunnar?

Hér er svarað eftirfarandi spurningum:Hvað eru apókrýfar bækur Biblíunnar?Hvar er hægt að nálgast þær?Eru apókrýfar bækur Biblíunnar bannaðar af sumum kirkjudeildum en ekki öðrum? Hugtakið apókrýfur er notað í dag í biblíuvísindum og almennum trúarbragðafræðum um rit sem mynda hluta af rituðum trúararfi hinna fjö...

category-iconLæknisfræði

Hverjar eru helstu smitleiðir HPV-sýkinga og hverjir eru í mestri hættu á að smitast?

Nær allar rannsóknir um algengi og nýgengi HPV-sýkinga (e. Human Papillomavirus) benda til að aðaláhættan sé tengd fjölda kynlífsfélaga. Ungt fólk sem er mjög virkt kynferðislega er í mestri áhættu að fá HPV-sýkingu og er tíðnin hæst hjá ungmennum á aldrinum 18-28 ára.1,2 Áhættuþættir sem tengjast HPV-sýkingum hjá...

category-iconLæknisfræði

Eru þeir sem oft fá berkjubólgu í áhættuhópi vegna COVID-19?

Upprunalega spurningin var: Er fólk sem er gjarnt á að fá berkjubólgu, í flokki þeirra sem eru í áhættuhóp vegna COVID-19? Það er mjög mikilvægt að huga að því hvaða einstaklingsbundnu þættir auka hættu á alvarlegum veikindum vegna COVID-19. Við erum enn að læra hratt og mikið um þennan nýja smitsjúkdóm en ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvaða dýr hefur stærstu augu í heimi?

Risasmokkfiskarnir, sem lifa á miklu hafdýpi, hafa stærst augu allra dýra. Þau geta orðið meira en 38 cm í þvermál. Samsvarandi mál fyrir augu stærstu stórhvela eru um 10-12 cm, og 2,5 cm fyrir mannsauga. Þessi lindýr, sem eru stærstu hrygglausu dýrin, nást ekki oft. Einn risasmokkfiskur mældist 16 metra langu...

category-iconVísindi almennt

Hvað er parísarhjólið í London hátt?

Farþegar í Lundúnaauganu (e. London eye) sem er stærðar parísarhjól í Lundúnum, ná alls 135 metra hæð. Það er helmingi hærra en frægt parísarhjól í Vínarborg lyftir mönnum og 30 metrum hærra en japanskt hjól í Yokohama, en það var áður hæsta skemmtitæki af þessari tegund. Á vefsíðu Lundúnaaugans er safn ýmissa ...

category-iconLífvísindi: almennt

Hversu há og hversu þung er risafura í samanburði við steypireyði?

Steypireyðurin (Balaenoptera musculus), stærsta dýr jarðar, getur fullvaxin orðið allt að 30 metra löng og vegið 100-190 tonn. Þessi tröllvaxni hvalur er þó hvorki langur né þungur í samanburði við risafuruna (Sequoiadendron giganteum) sem er þyngsta lífvera jarðarinnar. Risafurur geta orðið allt að 95 metrar...

category-iconHugvísindi

Hvað þýðir 'baðm' í orðinu baðmull?

Orðið baðmull er íslenskun á danska orðinu bomuld frá 19. öld. Eldri íslensk mynd er bómull sem þekkist frá því á 17. öld. Bómull hefur sjálfsagt þótt of dönskuskotið orð og því hefur orðið baðmull verið búið til, sett saman af baðmur ‛tré’ og ull. Baðmull vex á runnum, ekki trjám.Ástæða þess að baðmur var...

category-iconHugvísindi

Hvar er akkeri gullskipsins sem sökk undan ströndum Skeiðarársands?

Skemmst er frá að segja að þessari spurningu verður ekki svarað með neinni nákvæmni út frá íslenskum ritheimildum, eftir því sem best er vitað, og varla munu koma í leitirnar gögn erlendis þar sem fram kemur nákvæm ákvörðun strandstaðar. Ef til vill má finna leifar þessa skips einhvers staðar á Skeiðarársandi en h...

category-iconLandafræði

Hvað er Snæfellsjökull hár og hvar er hann í röðinni yfir hæstu jökla Íslands?

Snæfellsjökull nær upp í 1446 m hæð og er áttundi hæsti jökull landsins. Hæstur er vitaskuld Vatnajökull með Hvannadalshjúk, hæsta tind landsins sem rís 2110 (nákvæmlega 2110,6) metra yfir sjávarmál. Þar á eftir kemur Hofsjökull sem nær upp í 1800 metra hæð. Drangajökull er hins vegar lægstur af helstu jöklum la...

Fleiri niðurstöður