Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað gæti Kötlugos mögulega staðið lengi yfir?

Kötlugos hafa staðið frá tveimur vikum upp í fjóra mánuði eða lengur. Kötlugosið 1823, sem telst lítið á mælikvarða Kötlugosa, stóð í 28 daga. Kötlugosið 1918 stóð í 24 daga en stærsta Kötlugosið á sögulegum tíma, sem hófst árið 1755, stóð í um 120 daga. Kötlugosið 1918 stóð í 24 daga. Síðasta gos í Eyjafjall...

category-iconHugvísindi

Af hverju hrópa menn „heyr, heyr“ þegar þeir taka undir eitthvað sem annar segir? Hvaðan er siðurinn kominn?

Heyr er stýfður boðháttur sagnarinnar að heyra. Hann er notaður til að fagna máli annars manns, oftast ræðumanns, og þá hrópað úr sal „heyr, heyr“. Merkingin er þá: „hlustið á þetta, gott hjá honum/henni!!!“. Sama upphrópun er til í nágrannamálunum og er ekki ólíklegt að hún hafi borist þaðan hingað til land...

category-iconHugvísindi

Heldur Daniel Boorstin því fram að það hafi verið danskir víkingar sem komu til Ameríku?

Upphafleg spurning var sem hér segir:Daniel Boorstin, fyrrverandi yfirbókavörður í The U.S. Library of Congress, skrifaði bók sem hann kallar The Discoverers. Ég hef ekki lesið bókina. Mér hefur verið sagt að hann haldi því fram að þeir víkingar sem komu til Ameríku hafi komið frá Danmörku eða verið danskir. Er ...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Er hægt að fá fóstur til þess að þroskast utan móðurkviðar?

Spurningin er ekki alls kostar heppilega orðuð. Það er ekki hægt að fá fóstur til að gera neitt, heldur er hægt að gera tilraun til þess að láta fóstur þroskast utan móðurkviðar. Þetta er gert til dæmis í glasafrjóvgunum þar sem egg móður er frjóvgað í tilraunaglasi og sett upp aftur sem fósturvísir (nokkrar fr...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvers vegna halda plastumbúðir ekki súrefni og hvernig er hægt að lágmarka súrefnisflæðið?

Hvaða þættir valda því að plastumbúðir halda ekki súrefni? Öll plastefni eru í raun flóki af risalöngum fjölliðukeðjum sem er líkastur hrúgu af soðnu spaghettíi. Hver fjölliðukeðja er mynduð úr raðtengdum atómum, oft 10-100 þúsundum þeirra, líkt og perlur í perlufesti. Langoftast eru það kolefnisatóm sem er...

category-iconLífvísindi: almennt

Er líf á hafsbotni?

Hafsbotninn hefur að geyma fjölbreytilegt lífríki og kallast lífverurnar á botninum botndýr og botnþörungar. Meðal þeirra fyrrnefndu eru krossfiskar, samlokur, ýmsir krabbar og margt, margt fleira. Einfalt er að kynnast botndýrum og botnþörungum með því að ganga eftir strandlengjunni. Víða á brimasömum ströndum má...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvað er nú vitað um fyrirbærið urðarmána?

Ekki er mjög mikið vitað um fyrirbærið urðarmána (e. ball lightning), en þó er tilvist þess almennt ekki lengur dregin í efa. Urðarmáni er bjartur hnöttur sem birtist við jörð, oftast í tengslum við þrumuveður. Hann getur verið rauður, appelsínugulur, gulur eða blár á lit og honum fylgir oft hvissandi hljóð og jaf...

category-iconJarðvísindi

Hversu gamlir eru mismunandi hlutar Íslands?

Ísland skiptist í þrjár jarðmyndanir eftir aldri og myndunaraðstæðum: Elst er tertíera blágrýtismyndunin, 16-3 milljón ára, þá kvartera grágrýtis- og móbergsmyndunin, 3 milljón til 10.000 ára, og loks nútími, síðustu 10.000 árin. Tertíeru mynduninni tilheyra blágrýtissyrpurnar á Austfjörðum og Vesturlandi, frá...

category-iconHeimspeki

Er þetta spurning?

Einfalt svar gæti verið: Ef þetta er spurning, þá er þetta svar. Flóknara svar: Það fer að sjálfsögðu eftir því, til hvers ábendingarfornafnið "þetta" vísar. En þar sem ekki er gefið í skyn hér að það vísi til neins annars en orðanna "er þetta spurning?", skulum við gera ráð fyrir að svo sé. Nú geta "orð" ve...

category-iconLífvísindi: almennt

Hver eru bestu fiskimið í Faxaflóa?

Í hinu mikla ritverki Íslenskir sjávarhættir fjallar höfundurinn, Lúðvík Kristjánsson, um fiskimið í III bindi verksins. Þar segir m.a. "Landnemarnir munu brátt hafa kynnst því er þeir byrjuðu að róa til fiskjar, að ekki var sama hvar þeir stungu niður færi. Þeir reyndu þó að setja á sig þau svæði sem fiskisælu...

category-iconBókmenntir og listir

Hvað er dramatúrgur?

Verksvið dramatúrga er tvíþætt; annars vegar starfa þeir sem listrænir ráðunautar við leikhús, og kallast þá gjarnan leiklistarráðunautar, hins vegar starfa þeir sem listrænir ráðgjafar leikstjóra við uppfærslur einstakra leiksýninga.Starf dramatúrgsins er tiltölulega nýtt í íslensku leikhúsi, en víða erlendis haf...

category-iconHugvísindi

Hver fann upp Jesú?

Erfitt er að fullyrða með vissu hvort Jesús hafi í raun og veru verið til eða ekki. Því er erfitt að svara þessari spurningu. Þau sem eru kristin telja að Guð hafi fundið upp Jesú. Sumt fólk sem ekki er kristið telur að Jesús hafi verið til en ekki verið sonur Guðs, það er að segja ekkert öðruvísi en aðrir. Hugsan...

category-iconLögfræði

Er bannað að tína ofskynjunarsveppi af túnum í Reykjavíkurborg? Hver eru viðurlög og refsingar?

Sveppaflóra Íslands er fjölbreytileg og eru margar tegundir sem finnast hér á landi. Af því sem lesa má úr almennu fræðsluefni um sveppi má draga þá ályktun að meginreglan sé að sveppi sem finnast villtir úti í náttúrunni skuli láta vera. Margar af þeim sveppategundum sem finnast hér landi eru lífshættulegar og ge...

category-iconHeimspeki

„Ef A = B og B = C þá er A = C.“ Hvernig má það vera? Ef um sama hlutinn er að ræða, af hverju skyldum við skipta honum í A, B og C?

Þegar táknið „=“ er notað, þá er það almennt fyrst og fremst í tveimur merkingum. Í fyrsta lagi merkir það „jafnt og“, þ.e. gefið er til kynna að það sem stendur sitt hvoru megin við „=“ sé jafnt eða jafnstórt (í einhverjum skilningi), eða öllu heldur vísi til þess sem er jafnt eða jafnstórt. Þegar sagt er t.d....

category-iconLandafræði

Hvað eru mörg sjálfstæð lönd í heiminum?

Svarið sem hér fer á eftir er líka svar við spurningunni Hvað eru mörg lönd í heiminum? frá Berglindi Friðriksdóttur og Ólafi Heiðari Helgasyni og er litið svo á að land þýði sjálfstætt ríki. Þegar maður spyr hversu mörg sjálfstæð lönd eru í heiminum getur maður fengið ýmis svör og velta þau gjarnan á hagsmun...

Fleiri niðurstöður