Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 8535 svör fundust
Hvaða typpi er uppi á honum?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Hver er uppruni orðatiltækisins „það er uppi á honum typpið“ og er hér verið að vísa til karlskyns kynfæra eða hefur orðið typpi aðra merkingu í þessu samhengi? Orðið typpi hefur fleiri en eina merkingu: 'toppur, nabbi, bóla, húnn á siglutré, snerill, getnaðarlimur...
Er hægt að búa til algjört þyngdarleysi á jörðinni með rafmagni og ofurleiðurum?
Svarið er nei; það er ekki hægt. Þyngdarkraftur á hlut ákvarðast af massa hans og þyngdarsviðinu á staðnum. Algjört þyngdarleysi mundi þýða að allir hlutir á tilteknu svæði yrðu þyngdarlausir eða mundu haga sér eins og þyngdarsviðið væri núll. Þessu er hægt að koma á til dæmis í flugvélum tímabundið eins og les...
Hvers vegna heitir normalbrauð þessu nafni?
Svo virðist sem farið hafi verið að selja normalbrauð snemma á 20. öld. Í tveimur gömlum heimildum er því lýst á eftirfarandi hátt: Normalbrauð, ósýrt, rúgbrauð, ljósleitt, mjög ljúffengt og hollt. (Ísafold 1905, 96) Ceres Normalbrauð ósýrt, tilbúið úr nýmöluðu mjöli úr bezta rúg, sem er þveginn áður og vandle...
Af hverju heita einvígi ekki tvívígi, samanber enska orðið 'duel' og 'Zweikampf' á þýsku?
Orðið einvígi er þekkt þegar í fornu máli um vopnaviðskipti tveggja manna. Það er samgermanskt og var í fornsænsku envîghe, fornháþýsku einwîc og fornensku ânwîg. Algengara var þó að tala um hólmgöngu og að skora einhvern á hólm, einkum á vesturnorræna svæðinu þótt svo virðist af sumum gömlum heimildum að munur ha...
Af hverju heitir hlaupár þessu nafni?
Með hlaupári er átt við almanaksár sem er einum degi lengra en venjulegt ár, og er þá 366 dagar en ekki 365. Í svokölluðum nýja stíl (gregoríanska tímatalinu) er hlaupár þegar talan fjórir gengur upp í ártalinu. Undanskilin reglunni eru aldamótaár, en þau eru ekki hlaupár nema talan 400 gangi upp í ártalinu. Aukad...
Hvernig elda ég grátt silfur?
Orðasambandið að elda grátt silfur þekkist þegar í fornu máli og er notað um að eiga í erjum við einhvern. Í Eyrbyggja sögu segir til dæmis í 57. kafla (stafsetningu breytt): "Þeir Óspakur og Þórir eldu oft grátt silfur og veitti ýmsum léttara." Sögnin að elda merkir hér 'hita, bræða' og er leidd af nafnorðinu...
Hvernig virkar aflgjafinn í tölvum og hvað gerir hann nákvæmlega?
Aflgjafinn (e. power supply) í tölvu sér um að útvega tölvunni nauðsynlegt rafmagn til að keyra tölvuna. Aflgjafinn í borðtölvu tekur inn venjulegt húsrafmagn en aflgjafinn í fartölvu tekur inn spennu af rafhlöðu. Hann breytir inntaksrafmagninu svo yfir í margar mismunandi spennur sem hinn ýmsi búnaður innan tölvu...
Eru til sérstakar reglur um umritun íslenskra stafa yfir á önnur tungumál?
Í staðlinum Upplýsingatækni – íslenskar kröfur ÍST 130:2004:12 frá Staðlaráði Íslands stendur um þetta:Íslensku skal að jafnaði rita með íslenskum bókstöfum. Ef tiltækur búnaður leyfir það ekki má hafa þetta til viðmiðunar: Upprunalegur stafur Staðgengill á/Á a...
Tala kindur fjármál?
Svarið við þessari spurningu er bitamunur en ekki fjár. Líklegt þykir að fé á fjalli tali ekki aðeins fjármál heldur samþykki það líka fjárlög og fjáraukalög og standi fyrir fjáröflun -- annars væri jú töluverð hætta á fjárþroti! Fé án hirðis er álitin hin versta fjárfesting og kemur heiðvirðu fólki vafningala...
Hvernig er hægt að lofa að minnsta kosti 10% ávöxtun á mánuði? - Myndband
Það er út af fyrir sig ekkert mál að lofa 10% ávöxtun á mánuði. Vandinn er að standa við loforðið! Það er auðvelt að leika sér með dæmi til að sjá hversu fjarstæðukennt það er að einhver geti boðið fjárfestum örugga 10% ávöxtun á mánuði yfir langan tíma. Ef ein milljón króna skilar til dæmis þessari ávöxtun í ...
Hvernig tala menn í belg og biðu?
Orðasambandið í belg og biðu er fyrst þekkt á 19. öld samkvæmt Ritmálssafni Orðabókar Háskólans en það gæti vel verið eitthvað eldra. Í dæminu er það notað með sögninni að þylja. Sambandið merkir ‘hugsunarlaust, í samfelldri bunu, í hrærigraut’ og er notað með ýmsum sögnum eins og lesa, læra, tala. Sennilegt er...
Hvaða lofttegundir valda gróðurhúsaáhrifum?
Skipta má lofttegundum sem valda gróðurhúsaáhrifum í tvo flokka: náttúrulegar og manngerðar. Í fyrri flokknum eru koltvíildi eða koltvísýringur (CO2), metan (CH4) og tví-nituroxíð (N2O). Af þessum efnum er langmest af koltvíildi. Manngerðar lofttegundir sem valda gróðurhúsaáhrifum eru meðal annars vetnisflúorkolef...
Hvernig eru kanínur gerðar ófrjóar?
Í heild hljóðaði spurningin svona: Dóttir mín er í sjálfboðavinnu í kanínukoti sem er að bjarga villikanínum í Elliðaárdal. Hún er núna að keyra þær í aðgerð, bæði kvendýr og karldýr, og okkur langar að vita hvernig þær aðgerðir eru framkvæmdar bæði á karldýrum og kvendýrum. Allir alltaf að flýta sér og forðast of...
Hvernig fara menn að því að hesthúsa mat?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Af hverju er sagt að einhver hesthúsi mat? Hvað kemur hesthús því við? Sögnin að hesthúsa er mynduð af nafnorðinu hesthús ‘hús handa hrossum’. Sögnin merkir að ‘setja hesta í hús’, oft vegna veðurs, og þeim þá gefið inni. Hún er bæði nefnd í Íslensk-danskri orðabók...
Hvaðan kemur orðið niðursetningur og hvað merkir það?
Orðið niðursetningur var notað um þá sem hreppsyfirvöld tóku af heimilum sínum og komu fyrir til dvalar hjá öðrum fyrir greiðslu. Bæði var um börn fátækra foreldra að ræða og eldra fólk sem ekki hafði fulla starfsorku. Aðbúnaður þessa fólks var oft slæmur eins og lesa má til dæmis í blaðinu Fjallkonunni frá 1903 (...