Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 3152 svör fundust
Af hverju er orðið "fags" notað yfir sígarettur í Bretlandi en um homma í Bandaríkjunum?
Í ensku er fag 'sígaretta' stytting úr fag-end, 'stubbur, stúfur'. Upphafleg merking er því endi á sígarettu en færist síðan yfir á alla sígarettuna í óformlegu máli. Orðið virðist frá því í lok 19. aldar. Orðið fag þekkist í amerísku slangurmáli um sígarettur þegar árið 1915 en um kvenlegan karlmann frá þv...
Hvaða deiga láta menn síga?
Orðasambandið að láta deigan síga er notað í merkingunni ‘missa ekki kjarkinn, gefast ekki upp, láta ekki bilbug á sér finna’. Eldri mynd orðasambandsins, sem Orðabók Háskólans á dæmi um frá 19. öld, er að láta ekki deigan á síga í sömu merkingu og sagnarsambandið að vera deigur á e-ð ‘óttast eitthvað, hafa áhyggj...
Geta kettlingar í einu goti átt hver sinn föður?
Svarið við þessari spurningu er já. Þegar læða hefur egglos, eða þegar hún breimar, losna mörg egg ólíkt því sem gerist hjá manninum því þar losnar í langflestum tilvikum aðeins eitt egg í hverjum tíðahring. Segjum sem svo að læðan hafi samfarir við fleiri en einn högna á meðan hún breimar. Þá geta fleiri en ei...
Hvernig á ég að malda í mó?
Sögnin að malda merkir að ‘mögla, andmæla, þrasa’. Orðasambandið að malda í móinn er notað í merkingunni að ‘andmæla einhverju’. Orðabók Háskólans á dæmi um það í Ritmálssafni frá 19. öld. Eldra í safninu, eða frá 17. öld, er að þæfa í móinn í sömu merkingu en sögnin þæfa getur merkt ‘deila’. Í orðabók Björns Hal...
Hvaðan er orðið 'svartagallsraus' komið og hvað merkir það?
Í grísku er til orðið melankholía sem merkir ‘þunglyndi, fálæti, depurð’. Það er sett saman af orðunum mélan, hvk. af mélas, ‘svartur’ og khólos, kholē ‘gall’, það er svart gall. Á miðöldum trúðu menn því að svart gall væri einn af fjórum vessum líkamans. Hinir voru blóð, gult gall og slím. Þessa skoðun má r...
Hvað er að doka við?
Í söfnum Orðabókar Háskólans eru elstu dæmi bæði um nafnorðið dok ‛hik, töf’ og sögnina að doka ‛dunda, hinkra við; móka’ frá því rétt um aldamótin 1800. Í orðabókarhandriti Jóns Ólafssonar úr Grunnavík frá 18. öld er nefnd sögnin dokra (við) og er hún vafalaust tengd fyrrnefndum orðum. Samkvæmt Ís...
Hvað eru vébönd?
Nafnorðið vé hefur fleiri en eina merkingu. Það var notað í eldra máli um bústað, heiðinn helgistað, helgidóm og í skáldamáli um gunnfána, stríðsfána. Með orðinu vébönd er átt við bönd kringum helgan stað þar sem dómari átti sitt sæti og réttur var haldinn. Í Egils sögu er véböndum á Gulaþingi í Noregi lýst þannig...
Hvaðan kemur orðatiltækið „að seljast eins og heitar lummur“?
Orðatiltækið að eitthvað seljist eins og heitar lummur er ekki gamalt í málinu. Dæmi fara ekki að sjást á timarit.is fyrr en eftir miðja 20. öld. Heitar lummur þóttu, og þykja mörgum enn, mesta lostæti og hægt var að á síðustu öld að kaupa nýbakaðar lummur á kaffihúsum. Því hefur þótt gott að grípa til þeirra þega...
Af hverju eru sum hljóð óþægileg? - Myndband
Sum hljóð, svo sem sírenuvæl eða loftvarnarflautur, geta vakið með manni ónotatilfinningu vegna þess að þau eru til marks um eitthvað slæmt. En svo eru líka til hljóð sem eru einfaldlega óþægileg í sjálfu sér, jafnvel þótt þau séu vitameinlaus. Höfundi finnst til dæmis alveg hræðilegt að heyra ískur í frauðplasti....
Er málfræðilega rétt að segja að það sé kjöt á fiski?
Upprunalega spurningin hljómaði svona: Er það málfræðilega rétt að segja að það sé kjöt á fiski? Það er að segja að þegar maður verkar fiskinn sé flakið kallað kjöt. Orðið kjöt er langoftast notað í merkingunni 'hold (einkum af spendýrum)’. Í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er aðeins ein heimild um að kjöt sé...
Af hverju verður eitthvað klisja og hvað merkir orðið?
Orðið klisja er notað um orðalag sem í fyrstu var ef til vill frumlegt og nýstárlegt en verður vegna ofnotkunar útslitið og tákn um flatneskjulegan stíl. Orðið er til í mörgum tungumálum kringum okkur og er dregið af franska orðinu cliché sem er haft um prentmót til að prenta myndir í blýprenti. Hugmyndin er þess ...
Orðið vanræksla er mikið notað þessa dagana. Hversu gamalt er það í málinu?
Orðið vanræksla hefur hljómað hátt að undanförnu í umræðunni um orsakir efnahagshrunsins. Því bregður meðal annars alloft fyrir í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Merking orðsins er skýrð þannig í Íslenskri orðabók:það að rækja e-ð ekki, láta e-ð ógert, vanhirða, hirðuleysi Orðið er augljóslega leitt af sög...
Hvort á maður að skrifa þegar sendar eru upplýsingar til þriðja aðila: 'ég sendi Jónu launaseðilinn sinn' eða 'ég sendi Jónu launaseðilinn hennar'?
Eignarfornöfn tákna eign einhvers eða umráð hans yfir einhverju. Þau eru minn, þinn og vor. Fornafnið sinn telst afturbeygt eignarfornafn. Afturbeygða eignarfornafnið er notað ef eigandinn er frumlagið í setningu. Dæmi: a) Jón borðaði ísinn sinn. Eigandinn er Jón, Jón er frumlag setningarinnar og sinn er ...
Hvað þýðir eiginlega kumpáni?
Orðið kumpán(n), kumpáni, einnig ritað kompáni og í eldra máli kompán(n), merkir 'félagi, náungi, kunningi' og í eldra máli 'maki'. Elst dæmi í söfnum Orðabókar Háskólans er um ritháttinn kompán frá miðri 16. öld sem bendir til að orðið geti verið eldra í málinu þar sem söfnun Orðabókarinnar hefst við 1540. Ef að ...
Það eru miklar umræður í vinnunni um það hvort eigi að flota eða fleyta gólf? Getið þið leyst úr þessu?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Það eruð miklar umræður hérna í vinnunni hjá mér hvort maður segir flota eða fleyta. Getið þið aðstoðað við að útkljá þetta vandamál? Þegar verið er að tala um flota eða fleyta gólf. Þá t.d. ég er að fara að flota eða fleyta gólfið hjá mér um helgina. Verknaðurinn s...