Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 5771 svör fundust
Hver er uppruni orðsins trúður?
Elsta dæmi í ritmálssafn Orðabókar Háskólans um orðið trúður er í þýðingu á riti eftir Xenófón. Ritið heitir í þýðingunni Austurför Kýrosar og var gefið út 1867. Þýðendur voru Halldór Kr. Friðriksson og Gísli Magnússon. Ásgeir Blöndal Magnússon segir í bók sinni Íslensk orðsifjabók (1989:1064) að uppruni orðsin...
Hvaðan kemur orðið TAXI fyrir leigubíla?
Orðið taxi, í merkingunni leigubíll, kom fyrst fram í ensku í samsetta orðinu taxicab. Þetta var á þeim árum þegar bíllinn var að taka við af hestinum og forskeytið taxi-forskeytið hafði tengst leiguakstri þegar Þjóðverjinn Wilhelm Bruhn fann upp gjaldmælinn árið 1891 og kallaði hann taximeter. Bruhn setti hugtaki...
Getið þið sýnt mér myndir af öllum uglutegundum á Íslandi og þeim sem hafa komið hingað?
Hér á landi er staðfest að sést hafi alls fjórar tegundir ugla. Mögulegt er að sú fimmta hafi sést í fyrsta sinn á þessu ári, turnuglan. Reyndar á flækingsfuglanefnd eftir að samþykkja þennan nýjasta flæking en ógreinileg ljósmynd var tekin af fuglinum á Suðausturlandi. Uglur tilheyra ugluætt (Strigidae) og ættbál...
Hvaða 'flanki' er á Flankastöðum?
Flankastaðir eru bær í Miðneshreppi í Gullbringusýslu. Þeir eru nefndir í skrá um rekaskipti á Rosmhvalanesi frá um 1270, skrifað "flankastader", en í afritum bæði "flangastader" og"flantastader". Bæjarnafnið er einnig ritað "flankastader" í skrá um hvalskipti á sama stað og frá sama tíma (Ísl. fornbréfasafn II:7...
Eru meiri líkur á að eignast barn með Down-heilkenni ef einhver í fjölskyldunni er með heilkennið?
Down-heilkenni getur verið af þremur mismunandi orsökum. Algengasta orsökin (96% tilfella) er svokölluð þrístæða 21 en þá eru þrjú eintök af litningi 21 í stað tveggja (eins frá hvoru foreldri) í frumum einstaklingsins. Slíkt gerist vegna mistaka í rýriskiptingu við myndun kynfrumna. Af þessum 96% má rekja 88% til...
Hvað er neon?
Neon (Ne) er frumefni, eitt svonefndra eðalgasa sem má finna í dálkinum lengst til hægri í lotukerfinu. Þau gös sem þar eru eiga það sameiginlegt að ystu rafeindahvolf þeirra eru fullskipuð. Þau hvarfast því ekki við önnur efni og geta þar af leiðandi ekki brunnið, því að bruni er ekkert annað en hvörfun efnis við...
Hver verða endalok sólarinnar og hvert förum við í kjölfarið?
Sólin okkar varð til fyrir um 4,6 milljörðum ára. Sólin er gríðarstór og er orkuforði hennar nægjanlegur til þess að hún skíni skært næstu fimm milljarða ára eða svo. Þegar kemur að endalokunum mun sólin í fyrstu umbreyta helíni í þyngri frumefni á borð við kolefni, nitur og súrefni og þenjast við það út. Þega...
Hvernig er landslagið undir Vatnajökli?
Vatnajökull hvílir á hásléttu í 600 til 800 m hæð. Hæstu fjöll ná 1,900 m en neðst nær botninn 200-300 m niður fyrir sjávarmál undir Breiðarmerkurjökli og Skeiðarárjökli. Mikill dalur er upp af Skeiðarárjökli yfir til Brúarjökuls og nær hann hvergi 700 m hæð yfir sjó. Aðeins um tíundi hluti af botninum rís yfir 1....
Hvers konar dýr eru vatnabirnir og hafa þeir verið notaðir í vísindalegum tilgangi og sendir í geimferðir?
Dýrin sem spyrjandi nefnir vatnabirni heita réttu nafni bessadýr á íslensku. Fræðiheiti þeirra er Tardigrada. Innan fylkingarinnar Tardigrada hefur rúmlega 500 tegundum verið lýst. Það var þýski dýrafræðingurinn Johann August Ephraim Goeze (1731-1793) sem lýsti fyrstu tegund bessadýra á vísindalegan hátt árið 1773...
Hvað merkja stórar tölur sem málaðar eru við enda allra flugbrauta?
Á enda allra flugbrauta eru máluð með stórum stöfum númer. Númerin gefa til kynna hvernig brautin liggur miðað við segulstefnu jarðar, það er að segja þá stefnu sem nál í áttavita vísar á. Í stað þess að nota tölur upp í 360, eins og gráður á áttavita, er notað tugakerfi þar sem fyrst er námundað að heilum tug...
Hvernig vita vísindamenn á hvaða dýpi kvika er?
Áreiðanlegustu upplýsingarnar um dýpi á kviku í jarðskorpunni fást með samtúlkun staðsetningu jarðskjálfta við nákvæmar landmælingar og líkanagerð til að túlka mælingarnar. Kvika verður til við hlutbráðnun í möttlinum. Kvikan er eðlisléttari en berg og leitar því upp í átt að yfirborði jarðar. Á Íslandi eru eld...
Breytist suðumark vatns ef salti er bætt út í það?
Hér er einnig að finna svör við fjölmörgum öðrum spurningum:Hvers vegna sýður heitt vatn?Ef ég set salt í vatn og sýð, hækka ég þá suðumarkið? Þ.e sýður blandan mín við hitastig sem er hærra en 100 gráður?Er hægt að búa til saltvatn?Af hverju gufar vatnið upp?Hvaðan koma loftbólurnar í sjóðandi vatni? Hversu mörg...
Hversu mörgum íslenskum skipum var sökkt í seinni heimsstyrjöldinni?
Í seinni heimsstyrjöldinni urðu allmargir mannskaðar á íslenskum skipum en þá var einnig tími mikilla tækifæra því skortur var á sjávarafurðum á Bretlandseyjum og Íslendingar fengu hátt verð fyrir fisk. Sömuleiðis þurftu bandamenn að hafa tryggar flutningaleiðir fyrir herlið þeirra hérlendis og því var hægt að haf...
Fara lítil sjónvörp eða skjáir illa með sjónina?
Svarið við þessari spurningu er einfalt. Ekki hefur verið sýnt fram á að sjónvörp eða skjáir skaði beinlínis sjónina á einn eða annan hátt. Þó er vitað að vinna við tölvur og ástundun tölvuleikja þar sem horft er á skjá minnkar „blikktíðni“ um það bil um helming, það er úr um það bil 12 blikkum á mínútu niður í 6...
Af hverju fær fólk hálsbólgu þrátt fyrir að búið sé að fjarlægja hálskirtlana?
Þegar fólk talar um hálsbólgu er það í raun oft með kvef sem er sýking sem byrjar sem smásærindi í koki. Þessi særindi eru mest áberandi að morgni þegar slím hefur safnast í öndunarveginn og nef er meira og minna stíflað en ekki er til staðar bólga í hálseitlum. Slíkar sýkingar fær fólk að sjálfsögðu einnig þótt b...