Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Til hvers eru tárin?
Við hugsum kannski aðallega um tár í tengslum við grát en tár koma við sögu á hverju augnabliki í orðsins fyllstu merkingu eins og fram kemur í svari við spurningunni Hvað eru stírur sem myndast í augnkrókum og hvaða hlutverki gegna þær? Þar segir meðal annars: Tárakirtlar eru undir húðinni yst á efri augnlokum. ...
Af hverju hræðast menn að svartur köttur gangi í veg fyrir þá?
Kettir tengjast trúarbrögðum og þjóðtrú á ýmsan hátt eins og fjallað er um í svari Símonar Jóns Jóhannssonar við spurningunni Af hverju hræðast menn að svartur köttur gangi í veg fyrir þá? Ýmist voru þeir taldir heilagar verur eða tengdir illum öflum. Hjá Fornegyptum var kötturinn sagður afkvæmi Ísisar, gyðju ...
Töluðu steinaldarmenn tungumál?
Vísindamenn, sem rannsaka þróunarsögu mannsins, eru flestir þeirrar skoðunar að frummaðurinn hafi notað bendingar og líkamshreyfingar til þess að ná sambandi við aðra sinnar tegundar. Þessa hugmynd byggja þeir á hegðun simpansa en margar og mismunandi kenningar eru um hvað í raun greini manninn frá simpansanum. ...
Hvernig varð rafmagn til?
Rafhleðsla er einn af grundvallareiginleikum efnisins. Rafmagn hefur verið til í náttúrunni frá upphafi og það er til dæmis vel sýnilegt í eldingum. Rafhleðsla finnst í öllu efni, til dæmis öllu því sem er á heimilinu okkar eða í skólastofunni, en yfirleitt eru hlutirnir óhlaðnir og við greinum þess vegna ekki raf...
Hvað getið þið sagt mér um draugasnigilinn sem veldur miklu tjóni á Bretlandseyjum?
Í lok árs 2008 birtust fréttir um snigil sem nefnist á fræðimáli Selenochlamys ysbryda og hefur valdið einhverju tjóni á Bretlandseyjum, nánar tiltekið í Wales. Tegundin hefur verið nefnd draugasnigill eða ghost snail en orðið ysbryd, sem er seinna orðið í fræðiheiti snigilsins, þýðir draugur á velsku. Draugas...
Hvað græða plöntur á því að framleiða ávexti sem falla síðan til jarðar?
Ávöxtur eða aldin er sá hluti plöntunnar sem geymir fræið. Hlutverk aldina er að stuðla að dreifingu fræja og auka þannig lífslíkur afkvæma plöntunnar. Aldin myndast úr egglegi blóms. Eftir frjóvgun tútnar egglegið út og verður að aldini en eggbúið verður að fræi. Dreifing fræjanna fer síðan eftir ýmsum þáttum...
Í hvaða löndum finnst íslenski hrafninn?
Fuglinn sem spyrjandi kallar „íslenska“ hrafninn nefnist á fræðimáli Corvus corax. Hann er afar útbreiddur og sjálfsagt eru fáar, ef nokkrar, aðrar tegundir sem finnast jafnvíða um heiminn. Hrafninn er áberandi fugl í íslenskri fuglafánu og kemur víða fyrir í þjóðsögum landsmanna. Það er líklega ástæðan fyrir því ...
Hvaða líkur eru á því að sjá uglu á næturveiðum í borginni?
Líkurnar á því sjá uglu í Reykjavík eru frekar litlar, enda fljúga fáar uglur yfirleitt þar um. Líkurnar aukast þó umtalsvert ef menn leita eftir þeim á veturna. Á þeim árstíma leita uglur stundum í þéttbýli eftir æti, enda eru þar meiri líkur á bráð en víða annars staðar og gróðurþekja borgarinnar lítil því lauf...
Hvað verpir snæugla mörgum eggjum?
Snæuglan (Bubo scandiacus) er stærri en flestar aðrar uglur. Hún er 51-71 cm að lengd og vegur 1,6-3 kg. Vænghaf hennar er allt að 170 cm. Snæuglan er hvít með brúnum skellum en brúni liturinn er meira áberandi á kvenkyninu. Snæuglur geta orðið meira en 10 ára gamlar. Snæugla með unga. Snæuglan verpir yfirle...
Hverjir voru fyrstir til að nota rúnir?
Segja má að Danir hafi farið með sigur af hólmi í baráttunni um heiðurinn af því að hafa fyrstir þjóða notað rúnir því að margt bendir til að uppruna þeirra sé þar að leita. Allflestar elstu risturnar, sem eru frá seinni hluta 2. aldar, hafa fundist í Suður-Skandinavíu, það er að segja á Jótlandi, Sjálandi, Fjóni ...
Hefur geislun frá fartölvum sem menn sitja oft með í kjöltunni einhver skaðleg áhrif á líkamann, til dæmis á framleiðslu sæðis?
Rafsegulgeislun fartölvu, til dæmis þegar hún er tengd þráðlausu neti, hefur fremur lága tíðni og flytur litla orku, minni en geislun frá farsímum og margfalt minni en til dæmis röntgengeislun. Í rannsóknum á áhrifum rafsegulsviðs á frumur, meðal annars sæðisfrumur, hafa menn greint breytingar á starfsemi þeir...
Hvaðan kemur orðið mötuneyti?
Orðið mötuneyti er sett saman af orðunum mata ‛fæða, matur, nesti (í verið)’ og -neyti sem leitt er af sögninni neyta ‛njóta, eta, drekka’. Orðið þekkist þegar í fornu máli í merkingunni ‛hafa sameiginlegt ferðanesti, njóta matar með öðrum’. Mötunautur var þá sá sem var í mötuneyti með einhverjum...
Hvað er hnúðlax og hvaðan kemur hann?
Hnúðlaxar (Oncorhynchus gorbuscha) hafa lengi veiðst í íslenskum ám. Þeirra varð fyrst vart í evrópskum ám upp úr miðri 20. öld. Þann 12. ágúst 1960 veiddist einn slíkur í Hítará á Mýrum og var það fyrsti hnúðlaxinn sem kom á land úr íslenskri á. Hnúðlaxana í Evrópu má rekja til tilrauna Rússa til að koma á legg h...
Hvaða klabb er þetta þegar talað er um 'allt heila klabbið'?
Í nútímamáli virðist klabb fyrst og fremst notað í sambandinu (allt) heila klabbið 'allt saman’ og er notkunin óvirðuleg og niðrandi. Upphaflega merkingu orðsins klabb má ráða af orðum í nágrannamálum. Í nýnorsku er klabb notað um viðloðandi köggul, til dæmis snjóköggul undir skíðum. Í dönsku virðist orðið einkum ...
Hafa apar kímnigáfu?
Í stuttu máli „já“. Í náttúrunni sjáum við stríðni. Figan og systkyni hans voru meðal þeirra simpansa sem ég rannsakaði í Gombe í Tansaníu. Figan átti það til að ganga hring eftir hring í kringum tré, dragandi grein á eftir sér, á meðan hann fylgdist með yngri bróður sínum Flint elta sig. Flint var nýfarinn að gan...