Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 3063 svör fundust
Hvenær kom nafnið Ómar inn í íslenska tungu, mér finnst það hljóma svo arabískt?
Fyrsti einstaklingurinn sem bar nafnið Ómar á Íslandi fæddist á fyrri hluta 20. aldar. Hér eru fæðingarár og full nöfn fyrstu fimm Ómara landsins samkvæmt gagnagrunni Íslendingabókar:Haraldur Ómar Vilhelmsson, 1913Ómar Allal, f. 1923Karl Ómar Jónsson, f. 1927Ómar Alfreð Elíasson, f. 1932Ómar Örn Bjarnason, f. 1...
Eru kakkalakkar hættulegir?
Kakkalakkar eru meðal algengari meindýra í híbýlum fólks víða um heim og valda oftar en ekki miklum hugaræsingi hjá þeim sem þurfa að búa við þessa skordýraplágu. Yfirleitt eru kakkalakkar tengdir við óþrifnað en svo þarf ekki endilega að vera. Berist þeir á svæði í híbýlum þar sem erfitt getur reynst að koma...
Hvað er líklegt að ísinn neðst í Vatnajökli sé gamall?
Í heild hljóðaði spurningin svona: Hvað er líklegt að ísinn neðst undir Vatnajökli sé gamall? Gæti hann verið frá því á landnámsöld? Sumarið 1972 náðu starfsmenn Raunvísindastofnunar Háskólans og félagar í Jöklarannsóknafélagi Íslands borkjarna úr jökulís Bárðarbungu. Því miður náði borinn ekki lengra en niður á ...
Af hverju er fólk loðið undir höndunum?
Á kynþroskaskeiði verða miklar breytingar á líkömum bæði pilta og stúlkna. Brjóst og mjaðmir stúlkna stækka og þær byrja á blæðingum, röddin dýpkar hjá báðum kynjum, þó meira hjá piltum en stúlkum, kynfæri þroskast og piltar fara að geta fengið sáðlát, og líkaminn stækkar hratt. Bæði kyn fá einnig hár á ýmsa s...
Af hverju gerið þið á Vísindavefnum svona löng svör við mjög einföldum spurningum?
Það er að ýmsu að huga þegar þessari spurningu er svarað. Í fyrsta lagi 'hvað eru einfaldar spurningar?' Spurningar sem virðast einfaldar leyna oft á sér og eru í raun frekar flóknar. Hér er til dæmis ein einföld:Hver er ég?Einfalda svarið við henni væri:Þú ert þú.En við erum sennilega litlu nær og stutt svar við ...
Hversu gömul er Hekla?
Nákvæmur aldur Heklu er ekki kunnur. Þar sem allt berg hennar er rétt skautað er þó vitað er að hún er ekki eldri en um 700.000 ára, en þá urðu segulskipti á jörðinni. Heklugos 1991. Þekkt eru nokkur stór forsöguleg gos í Heklu. Elsta öskulagið, H5, er um 7000 ára gamalt, H4 er um 4800 ára og H3 er um 2900 ...
Hvers vegna segjum við að við séum á fimmtugsaldri þegar við verðum fertug?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Hvers vegna segjum við að við séum á fimmtugsaldri þegar við verðum fertug, en ekki á fertugsaldri, eins og er til dæmis sagt á dönsku og ensku? Í íslensku er það málvenja að sá sé tvítugur, þrítugur, fertugur, fimmtugur og svo framvegis sem er tuttugu, þrjátíu, fjörutíu eða fim...
Er tvö þúsund króna seðill verðmætur?
Tvö þúsund króna seðill hefur ekkert sérstakt verðmæti umfram það sem á honum segir. Hann er sem sé tvö þúsund króna virði. Það má því kaupa fyrir hann jafnmikið og fyrir til dæmis tvo þúsund krónu seðla eða fjóra fimm hundruð króna seðla. Tvö þúsund krónu seðlar eru hins vegar frekar lítið notaðir og því alge...
Hvað er eiginlega FTSE-vísitalan og hvaða máli skiptir hún?
FTSE stendur fyrir Financial Times Stock Exchange. FTSE er einnig nafn á fyrirtæki í eigu Financial Times og kauphallarinnar í London sem meðal annars reiknar út allmargar hlutabréfavísitölur. Sú þekktasta af þeim er svokölluð FTSE 100 vísitala sem á að endurspegla verð á 100 verðmætustu hlutafélögunum sem skráð e...
Hvað eru til margar vetrabrautir (nákvæmt svar)?
Spyrjandi biður um nákvæmt svar við þessu og margir tengja vísindin auðvitað við nákvæmni. En það er ekki einu sinni auðvelt að telja nákvæmlega fastastjörnurnar sem við sjáum á næturhimninum þegar stjörnubjart er. Það er meðal annars vegna þess að skilyrðin eru aldrei alveg þau sömu; stundum sjáum við kannski stj...
Hvernig myndast jarðvarmi?
Guðmundur Pálmason fjallar um jarðhita og jarðvarma í svari við spurningunni Hvað er jarðhiti? Þar kemur fram að orðið jarðhiti í bókstaflegri merkingu sé sá hiti í jörðinni sem er umfram þann hita er ríkir við yfirborð jarðar. Á seinni árum hafi merking orðsins þó þrengst nokkuð og er það nú fyrst og fremst notað...
Hvenær kemur aftur ísöld?
Það er ómögulegt að segja til um hvenær kemur aftur ísöld því vísindamenn skilja ekki fullkomlega hvað veldur ísöldum og því erfitt að spá fyrir um þetta ástand. Hvítu svæðin sýna hámarksútbreiðslu jökla á síðustu ísöld. Brúnu svæðin voru þurrlendi á þeim tíma þar sem mikið vatn var bundið í jöklum og sjávarst...
Hversu gott er þefskyn hákarla og ráðast þeir á særða hákarla?
Hákarlar (Selachimorpha) finna vel lykt af útþynntu blóði í vatni enda er þefskynið þeirra helsta skynfæri. Rannsóknir hafa sýnt að þefskyn hákarlategunda er mismunandi en að öllu jöfnu er það afar gott. Sumar tegundir skynja blóð í vatnsmassa þar sem styrkurinn er aðeins ein sameind í einni milljón sameindum af v...
Er verðtrygging lána lögleg í Evrópusambandinu?
Lagalega er ekkert því til fyrirstöðu að verðtryggja lán eða skuldabréf í löndum Evrópusambandsins. Það er hins vegar ekki reglan. Algengara er að lán séu eingöngu með nafnvöxtum, stundum föstum og stundum breytilegum. Verðtryggð lán þekkjast þó í mörgum löndum. Sum ríkja Evrópusambandsins hafa til dæmis gefið út ...
Af hverju eru Kínverjar skáeygðir en ekki við?
Í rauninni eru allir með örlítið skásett augu því hjá öllu fólki lækkar augnrifan inn að nefinu. Hins vegar er misjafnt hversu áberandi það er. Augun virðast meira skásett vegna húðfellingar sem liggur yfir efra augnlokinu að nefninu. Haraldur Ólafsson fjallar um þetta mál í svari sínu við spurningunni Af hverj...