Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Af hverju heitir fólk ekki fiskanöfnum eins og Bleikja og Urriði þegar fuglanöfn eru góð og gild, til dæmis Þröstur og Örn?
Sá siður að gefa mönnum nöfn sem sótt eru til náttúrunnar, einkum dýraríkisins, er ævaforn og á ef til vill rætur að rekja allt til indóevrópska frummálsins. Nöfn af þessu tagi koma fyrir í fornum íslenskum heimildum, allmörg þeirra eru notuð enn í dag, og ný hafa bæst við á síðustu áratugum. Mest er um samset...
Hvernig get ég sannfært sjálfan mig svo vel um að ég sé ekki til að ég geti sýnt öðrum fram á það?
Eins og frægt er orðið færði franski stærðfræðingurinn og heimspekingurinn René Descartes (1596-1650) rök fyrir því, í Hugleiðingum um frumspeki, að hvað sem öðru liði gæti hann ekki annað en komist að þeirri niðurstöðu að hann sjálfur væri til:En ég hef sannfært sjálfan mig um að ekkert sé til í heiminum: enginn ...
Er til þríhyrningur sem hefur hliðalengdirnar 4 cm, 4 cm og 8 cm í venjulegri rúmfræði? Verður hann ekki að beinu striki?
Reynum fyrst að teikna þríhyrning sem hefur hliðalengdirnar 2 cm, 5 cm og 8 cm. Við byrjum á því að teikna 8 cm hliðina og teiknum síðan 2 cm hliðina frá öðrum endapunkti hennar og 5 cm hliðina frá hinum endapunktinum. Eins og myndin að ofan sýnir er ekki hægt að láta 2 cm hliðina og 5 cm hliðina mætast, sama hve...
Ef maður þýðir enska bók yfir á íslensku og þýðir þýðinguna svo yfir á ensku, er maður þá ekki að afþýða hana?
Hér er skemmtilegur orðaleikur á ferð og vissulega mætti svara spurningunni játandi, að minnsta kosti í nafni hans. Við nánari athugun kemur þó strax í ljós að bókin verður ekki afþýdd nema hún verði þýdd að nýju. Ferli af þeim toga býður upp á ýmsar pælingar um þýðingar almennt, hvað þær feli í sér og í hverju ga...
Af hverju byrjar ekkert orð á bókstafnum ð og af hverju er sagt að þ megi ekki koma fyrir inni í orði?
Hljóðkerfi tungumála eru mismunandi. Til dæmis eru sum hljóð til í einu máli en ekki öðru og sama gildir um hljóðasambönd. Við Íslendingar tökum oft eftir þessu þegar grannþjóðir okkar tala ensku og reyna að segja hljóðin sem við táknum með þ og ð og berum fram vandræðalaust. Þessi hljóð eru þessum þjóðum framandi...
Við hvað er Fahrenheit-kvarðinn miðaður, hvar er hann notaður og af hverju er hann notaður þar en ekki til dæmis Selsíus-kvarðinn?
Með þessu svari er einnig svarað spurningu Arnars Sigurðar Ellertssonar: Hvað eru -40°C mörg stig á Fahrenheit? Fahrenheit-kvarðinn er núna aðeins notaður í Bandaríkjunum, annars staðar í heiminum notast menn við Selsíus-kvarðann í daglegu lífi en Kelvin-kvarðann í vísindum, sjá lok svarsins. Erfitt er að segja...
Hvers vegna er sagt: "klukkan er eitt, tvö eða þrjú," alltaf í hvorugkyni, en ekki í kvenkyni úr því að klukkan er kvenkynsorð?
Skýringin á þessu er ekki ljós en gæti verið þessi: Orðasambandið hefur ef til vill mótast eftir dönsku: klokken er et en þar kemur hvorugkynsmyndin aðeins fram í tölunni et, en kyn sést ekki í to, tre og svo framvegis. Úrfelling gæti legið að baki í íslensku, til dæmis að orðið högg sé fellt brott. Klukkan sl...
Af hverju er talað um að Jesús hafi dáið og fórnað sér fyrir okkur? Var það ekki fólkið sem ákvað að krossfesta hann?
Vissulega var það fólkið sem ákvað að krossfesta Jesú. Fólkinu - eða öllu heldur leiðtogum þess - fannst Jesús óþægilegur svo að það yrði að ryðja honum úr vegi. Krossfesting var andstyggileg pyntingaraðferð, ein af mörgum sem mannkynið hefur fundið upp í blóðugri sögu sinni. Í Rómaveldi var krossfestingu beit...
Ef maður er ekki orðinn 16 ára þá verður maður að vera komin inn kl 22. Hvenær má maður þá fara út aftur?
Um útivistartíma barna og unglinga er fjallað í lögum nr. 80 frá árinu 2002 sem í daglegu tali kallast barnaverndarlög. Þar er fjallað sérstaklega um útivistartíma í kafla sem ber yfirskriftina ‘Almenn verndarákvæði’ og í 92. gr. er talað um að börn 12 ára og yngri eigi að vera komin heim til sín eigi síðar en kl....
Af hverju eru ekki til 50 og 70 GB harðir diskar heldur bara 10, 20, 30, 40, 60, 80 GB og svo framvegis?
Það eru eflaust engin ein ástæða fyrir því að 50 og 70 GB harðir diskar sjást varla. Þó er ein tæknileg ástæða sem líklega veldur þar mestu. Harðir diskar eru samsettir úr nokkrum skífum sem lokaðar eru inni í sterku málmhulstri. Hægt er að skrifa gögn á báðar hliðar hverrar skífu og eru leshausar disksins því ...
Ég heyrði því fleygt að það væri ekki málfræðilega rangt að segja "mjúkastur" og "góðastur", heldur væri þetta gömul og úrelt stigbreyting orðanna?
Í málfræðibókum yfir forna málið er hvergi minnst á að orðið mjúkur sé án hljóðvarps í miðstigi og efsta stigi. Sama gildir um góður að eingöngu er getið miðstigsins betri og efsta stigsins bestur. Í bók Björns Karels Þórólfssonar, Íslenzkar orðmyndir á 14. og 15. öld, þar sem rætt er um breytingar á orðmyndum frá...
Er ekki áhyggjuefni að krónan falli svo hratt að svarthol myndist sem eyði jörðinni; svona eins og þeir höfðu áhyggjur af í Sviss?
Eins og kemur fram í svari við spurningunni hvort tilraunir Evrópsku rannsóknamiðstöðvarinnar í öreindafræði (CERN) með stóra sterkeindahraðlinum (e. Large Hadron Collider) ógni tilvist heimsins þá setti fjöldi fólks fram tilgátur um mögulegar hamfarir í kjölfar tilraunanna. Má fræðast um tilgang þeirra í merkri b...
Í íslensku er áherslan alltaf á fyrsta atkvæði orðs, eru til einhver orð í íslensku þar sem áherslan er ekki á fyrsta atkvæði?
Atkvæði í orði hafa mismunandi áherslu. Í íslensku er reglan sú að aðaláhersla er á fyrsta atkvæði orðs en aukaáhersla kemur oft á síðari lið samsetts orðs. Þannig er aðaláhersla á fyrra atkvæði í orðinu 'skóli. Í 'skólastjóri er aðaláherslan á fyrsta atkvæði (skól-) og aukaáhersla á fyrsta atkvæði í síðari samset...
Þegar olíuslys verður úti á hafi, af hverju er þá ekki bara kveikt í olíunni í staðinn fyrir að hreinsa hana úr sjónum?
Það er mögulegt að brenna olíu sem berst í sjó við olíuslys og það er gert í einstaka tilfellum eins og fram kemur í svari við spurningunni Hvernig er olía hreinsuð úr sjó, til dæmis eftir olíuslys? Þar segir um þessa aðferð: Er henni (olíunni) þá safnað í eldþolnar flotgirðingar og þegar nægjanlegri þykkt er náð...
Er nóg að geyma farangur úti í kulda og frosti yfir nótt og þvo beint upp úr töskunum til að losna við silfurskottur sem gætu hafa fylgt manni frá útlöndum?
Silfurskottur (Lepisma saccharina) sækjast eftir dimmu, röku og hlýju umhverfi en kunna illa við sig utandyra. Algengast er að þær verpi í glufum og sprungum, og dimmum og rökum skotum í húsnæðinu. Nýklakið ungviði og ungviði á fyrstu stigum getur þó þvælst víða og berst auðveldlega í fatnað. Þannig geta menn bori...