Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 4801 svör fundust

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hver var Olympe de Gouges?

Olympe de Gouges (1748-1793) var franskt leikritaskáld sem barðist fyrir lýðræði og réttindum kvenna. Í dag er iðulega vísað til hennar sem fyrsta franska femínistans og hún hyllt sem byltingarhetja. Olympe de Gouges hét réttu nafni Marie Gouze og fæddist 7. maí 1748 í Montauban í Frakklandi. Opinberlega var hú...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan koma Strúta-örnefni á Íslandi?

Um strútfugla fer litlum sögum á Íslandi. Í fornu norrænu máli var þó til fuglsnafnið strúss (eða strúz) og mun vera tökuorð úr miðlágþýsku, samanber: "er þvílíkast sem fjaðrhamr væri fleginn ... af þeim fugl, er struz heitir" (Þiðriks saga af Bern). Þetta er sama mynd og enn tíðkast í dönsku, struds. Seinna kom o...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað vitið þið um Tibetan Spaniel hundinn?

Hundar af ræktunarafbrigðinu Tibetan Spaniel eru á bilinu rúmlega 4 til 7,5 kíló að þyngd og um 25 cm á hæð yfir herðakambinn. Þeir eru ákaflega kviklyndir og gæddir sæmilegum gáfum. Eins og nafnið gefur til kynna þá voru þessir hundar fyrst ræktaðir í Tíbet í Mið-Asíu og má rekja uppruna þeirra 2 þúsund ár af...

category-iconStærðfræði

Hverjar eru líkurnar á að spilastokkur raðist þannig eftir stokkun að annað hvert spil sé rautt?

Áður hefur verið fjallað um líkur tengdar stokkun í svari sama höfundar við spurningunni Hverjar eru líkurnar á að spilastokkur verði í réttri röð eftir stokkun? Þar segir meðal annars: Líkurnar á því að fá einhverja ákveðna gerð uppröðunar við stokkun má reikna út með því að finna á hve marga mismunandi vegu u...

category-iconNæringarfræði

Er nauðsynlegt að fá fosfór úr fæðu og í hvaða fæðutegundum er hann?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Í hvaða fæði er fosfór öðru en mjólkuvörum, er ekki nauðsynlegt að fá fosfór úr fæðu? Fosfór (e. phosphorus=P) er frumefni í flokki málmleysingja. Það er mjög algengt í náttúrunni en kemur þó ekki fyrir þar sem hreint efni vegna þess hversu hvarfgjarnt það er. Það finn...

category-iconEfnafræði

Getur vatn brunnið?

Hér er einnig að finna svar við spurningunum: Af hverju slekkur vatn eld ef vetni er eldfimt og súrefni nauðsynlegt fyrir eld? Af hverju er ekki hægt að kveikja í vatni, það er bæði hægt að kveikja í vetni og súrefni en hvers vegna ekki vatni? Vatnsameind er uppbyggð af einni súrefnisfrumeind (O) og tveimur...

category-iconBókmenntir og listir

Hvaða áhrif hafði fútúrismi á tónlist snemma á 20. öld?

Fútúrismi var hreyfing sem mest kvað að í bókmenntum og myndlist á fyrri hluta 20. aldar. Hreyfingin kom bæði fram á Ítalíu og í Rússlandi. Ítalski fútúrisminn einkenndist af mikilli dýrkun á vélum og hraða nútímans en hafði ímugust á fortíðinni. Eitt helsta einkenni fútúrismans voru stefnuyfirlýsingar af ýmsu tag...

category-iconLandafræði

Hver er stærsta eyjan við Ísland?

Hagstofa Íslands gefur á hverju ári út hagtöluárbókina Landshagi. Bókinni er ætlað að gefa yfirlit yfir tölulegar upplýsingar um flesta þætti efnahags- og félagsmála. Þar er einnig að finna ýmsar landfræðilegar upplýsingar, til dæmis lista yfir stærstu eyjarnar við Ísland. Þær eru:Heimaey 13,4 km2 Hrísey á Eyjafir...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Getum við seinkað klukkunni á Íslandi og fengið þannig fleiri birtustundir yfir daginn?

Í stuttu máli þá mun seinkun klukkunnar á Íslandi ekki fjölga birtustundum sem falla á venjulegan vökutíma, heldur fækka þeim. Frá árinu 1968 hafa klukkur á Íslandi verið stilltar eftir miðtíma Greenwich og er ekki skipt á milli sumar- og vetrartíma. Þetta þýðir að hádegi í Reykjavík, það er að segja þegar sól ...

category-iconBókmenntir og listir

Hver var Tacitus og hvað gerði hann merkilegt?

Publius Cornelius Tacitus er gjarnan talinn mestur rómverskra sagnaritara. Um ævi hans er ýmislegt vitað en þó afar lítið með vissu og meira að segja leikur vafi á hvort hann hét Publius eða Gaius. Hann fæddist um árið 55 að öllum líkindum í Gallíu en hlaut menntun sína í Róm. Sitthvað er vitað um stjórnmálaferil ...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Í hvers konar skóm voru landnámsmenn?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Ég undirrituð er að vinna grein um fótabúnað fólks frá upphafi frá því að fólk fór að hlífa fótum sínum með einhverjum vafningum eða öðru. Vitað er að líkamsleifar Ötzi voru með einskonar skó fóðraðar með grasi. Er eitthvað til um þróun fótabúnaðar frameftir öldum? Hverni...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvar er Sjólyst og hvað þýðir þetta orð?

Nokkur dæmi eru um sérnafnið Sjólyst á Íslandi og er þetta yfirleitt nafn á húsi.[1] Að minnsta kosti tvö dæmi koma fyrir í örnefnasafni Árnastofnunar og eru þau bæði á Austurlandi: annað þeirra er að finna á Eyrum í Seyðisfirði og hitt á Búlandsnesi í Berufirði. Samkvæmt öðrum gögnum er nafnið einnig að finna á S...

category-iconFélagsvísindi

Hvaðan kom hefðin að halda upp á afmælið sitt og hvað hefur hún tíðkast lengi?

Fyrsta afmælishald sem spurnir eru af voru burðardagar konunga og annarra leiðtoga austur við Miðjarðarhaf þar sem menn komust fyrst upp á lagið með nákvæma tímatalsútreikninga og fóru að geta búið til almanök. Vitneskja um nákvæma dagsetningu fæðingar sinnar varð til þess að konungar og aðrir höfðingjar á þessum ...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvaðan er kanill upprunalega og hvar finnst hann í náttúrunni?

Kanill er krydd sem unnið er úr berki margra tegunda sígrænna trjáa. Trén eru af ættkvíslinni Cinnamomum í Lauraceae-ættinni. Kanill er bæði notaður í formi kanilstanga og dufts. Sumir telja að Cinnamomum verum (studum kallaður C. zeylanicium) sé hinn eini sanni kanill (e. true cinnamon). Um 80-90% af heimsframlei...

category-iconHugvísindi

Hvað var örkin hans Nóa stór í samanburði við til dæmis flutningaskip Eimskipa?

Um gerð arkarinnar segir í fyrstu bók Móse að hún skuli gerð úr góferviði, brædd biki utan og innan og enn fremur segir þar: Glugga skalt þú gjöra á örkinni og búa hann til á henni ofanverðri, allt að alin á hæð, og dyr arkarinnar skalt þú setja á hlið hennar og búa til þrjú loft í henni: neðst, í miðju og efs...

Fleiri niðurstöður