Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 3913 svör fundust

category-iconStærðfræði

Hversu miklar líkur eru á að þessari spurningu verði svarað rétt? A: 25%, B: 50%, C: 75%, D: 25%

Þessi spurning er ein þeirra fjölmörgu sem skýtur annað slagið upp kollinum í netheimum og víðar og virðast til þess fallnar að valda þrætum. Hún birtist líka í öðrum myndum, til dæmis þar sem svarmöguleikarnir eru gefnir sem 25%, 50%, 0% og 25%. Ef til vill er sú mynd jafnvel áhugaverðari en hún verður skoðuð neð...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hvað er söguskekkja?

Þegar fjallað er um liðna tíma, vill oft brenna við að menn meta liðna atburði á forsendum síns eigin tíma, í stað þess að setja sig í spor þeirrar fortíðar sem við er að fást. Þessi tilhneiging hefur verið nefnd söguskekkja og er skyld því sem kallað er whig history á ensku en þau orð fela þó ekki í sér sömu auka...

category-iconLandafræði

Hvenær varð Evrópa til?

Þessari spurningu er hægt að svara á nokkra vegu. Ef við lítum til jarðsögunnar má segja að Evrópa hafi myndast einhvern tíma frá lokum trías-tímabilsins, fyrir um 200 milljónum ára, fram til krítar-tímabilsins, fyrir um 65 milljónum ára. Hægt er að sjá ágæta skýringarmynd af myndun meginlandanna í svari við spurn...

category-iconJarðvísindi

Er meira járn í íslensku bergi en annars staðar?

Ísland er að langmestum hluta úr blágrýti (basalti) og sú bergtegund er járnríkari en flestar aðrar, 8-10% járnmálmur (Fe) sem jafngildir 11-14% járnoxíði (Fe2O3). Basalt er algengasta bergtegund yfirborðs jarðar: Hafsbotnarnir eru basalt, sem og úthafseyjar (eins og Ísland) og enn fremur rúmmálsmiklir blágrýtiss...

category-iconStjórnmálafræði

Hafa konur í Mið-Austurlöndum kosningarétt?

Hér er einnig svarað spurningunum:Hvar í heiminum er það algengast að konur hafi ekki kosningarétt? Í hvaða löndum hafa konur ekki kosningarétt? Ekki er til ein og algild skilgreining á því hvaða lönd teljast til Mið-Austurlanda. Afmörkunin getur að einhverju leyti farið eftir samhenginu eða forsendum hverju s...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver er munur á mjólkurfernu og mjólkurhyrnu?

Orðið hyrna er skylt orðinu horn og hefur verið notað í margs konar merkingu, meðal annars um hvassa fjallstinda eins og ýmis örnefni bera vitni um (Skarðshyrna og Lýsuhyrna) og um klúta eða sjöl, einkum þau sem eru þríhyrnd (samanber samsetta orðið þríhyrna) eða brotin í horn. Þegar fyrst var farið að selja mj...

category-iconVerkfræði og tækni

Af hverju er oft sagt að Rómverjar hafi unnið ýmis verkfræðiafrek?

Svarið er einfalt, það er vegna þess að mörg af mannvirkjum þeirra geta vart talist annað en verkfræðiafrek, ekki síst þegar haft er í huga að Rómverjar bjuggu ekki yfir sömu tækni og við: engir byggingarkranar, engar jarðýtur eða aðrar vinnuvélar og þar fram eftir götunum. Samt gátu þeir reist stórfengleg mannvir...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað getur Hellisheiðarvirkjun framleitt raforku fyrir marga rafbíla á ári?

Hellisheiðarvirkjun var gangsett haustið 2006 og þar var þá 90 MW rafstöð en þegar hún verður fullbúin á framkvæmdageta hennar að vera um 300 MW af rafmagni en hvert MW er milljón vött. Hugtakið vattstund (Wst) er notað yfir framleidda orku og er hún margfeldi tíma og afls; MWst er því að sama skapi milljón vattst...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Af hverju kallast Dauðahafið þessu nafni og hver er eðlismassi þess?

Nafnið á Dauðahafinu má vísast rekja til þess að það er svo salt að þar þrífast hvorki fiskar né aðrar stærri sjávarlífverur. Eina lífið sem þar finnst eru smásæir þörungar og gerlar. Dauðahafið er stórt stöðuvatn á landamærum Ísraels og Jórdaníu. Það er í lægð sem er framhald af Austur-Afríku sprungunni (e. E...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Getið þið sagt mér eitthvað um dýralíf í Færeyjum?

Líkt og á Íslandi eru fuglar mest áberandi flokkur hryggdýra í Færeyjum. Ekkert villt landspendýr lifir í Færeyjum nema þau sem hafa borist með mönnum. Spendýr Þrjár tegundir spendýra virðast þrífast ágætlega villtar í dag. Þetta eru brúnrotta (Rattus norvegicus), héri (Lepus timidus) og húsamús (Mus musculu...

category-iconLögfræði

Hvað er réttarvenja í lögfræði?

Réttarvenja, eða venjuréttur, er ein réttarheimilda lögfræðinnar. Réttarheimildir eru skilgreindar sem þau viðmið – gögn, sú háttsemi, þær hugmyndir og hvaðeina annað – sem almennt er viðurkennt að nota skuli eða nota megi til rökstuðnings þegar réttarreglu er slegið fastri eða hún notuð almennt eða í ákveðnu tilf...

category-iconBókmenntir og listir

Hvernig varð Sálumessa Mozarts til?

Sálumessa Mozarts (K. 626) er síðasta verkið sem hann vann að og var ófullgerð þegar hann lést í desember 1791. Af öllum þeim sálumessum sem samdar voru á 18. öld nýtur verk Mozarts mestrar hylli. Hér nær list tónskáldsins að sumu leyti hápunkti sínum, en þó hefur hin óvenjulega tilurðarsaga verksins vafalaust kyn...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hjálpið okkur að leysa úr miklu deilumáli í stórum íslenskum banka, hvort á að hafa eitt eða tvö bil á eftir punkti?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Er ástæða til þess að endurskoða svar við spurningunni Hvort eiga að vera eitt eða tvö bil á eftir punkti í texta? frá 2010? Þetta álitamál hefur valdið miklum en góðlátlegum deilum í stórum íslenskum banka á Íslandi og vil ég því kanna hvort ástæða sé til endurskoðun...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Getur þú sagt mér allt um svarta nashyrninginn?

Svarti nashyrningurinn (Diceros bicornis) er önnur af tveimur tegundum nashyrninga í Afríku. Hin tegundin er hvíti nashyrningurinn (Ceratotherium simum). Hvor tegund skiptist síðan í nokkrar deilitegundir. Svarti nashyrningurinn er talsvert minni en sá hvíti. Stærðarmunur milli kynja hjá svarta nashyrningnum er...

category-iconMenntunarfræði

Hvaða rannsóknir hefur Berglind Rós Magnúsdóttir stundað?

Berglind er dósent við Menntavísindasvið Háskóla Íslands og formaður námsbrautarinnar Menntunarfræði og margbreytileiki. Fyrstu rannsóknir Berglindar vörðuðu kynjafræði menntunar, svo sem kynjafræðilegar greiningar á námsefni, athugun á kynjuðum valdatengslum í unglingahópum og afbyggingu á meintri kvenlægni skóla...

Fleiri niðurstöður