Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 272 svör fundust

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Er hægt að eyða eða minnka æðakölkun, sem þegar er komin, með hreyfingu?

Með æðakölkun er átt við þrengingar á æðum vegna kólesteróls- og fitusöfnunar innan á æðaveggjum, sem með tímanum myndar kalkaðar skellur inni í æðunum. Þetta veldur því að æðarnar bæði þrengjast, stífna og missa teygjanleika sinn. Það hindrar eðlilegt blóðstreymi um æðarnar og eykur þannig álag á hjartað við að p...

category-iconNæringarfræði

Er óhollt að borða fleiri en eitt egg á dag?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:Af hverju er alltaf talað um að það sé einungis æskilegt að borða 1 egg á dag? Er það bara vegna kólesetrólmagns eggjarauðunnar? Sennilega veit það enginn fyrir víst hvað telst hollt að borða mörg egg á dag. Hins vegar er ljóst að á síðustu árum hefur þróast meðal okkar ein...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Af hverju eru sumir svanir hvítir en aðrir svartir?

Svartur litur á svönum, sem og öðrum fuglum og spendýrum, stafar af litarefninu melanín í fjöðrunum. Alhvítir svanir eru án þessa litarefnis í fiðrinu. Svanir teljast til andaættarinnar, en til andfugla teljast kringum 150 tegundir sem eru flestar dökkar yfirlitum. Alls eru þekktar 6 tegundir núlifandi sva...

category-iconMálvísindi: íslensk

Er munur á notkun sagnanna heita og nefnast?

Sögnin að heita merkir 'nefnast tilteknu nafni, vera kallaður; gefa nafn, skíra'. Sögnin nefna hefur svipaða merkingu, það er 'kalla e-n nafni, gefa e-m nafn'. Ef einhverjum hefur verið gefið nafn þá heitir hann því nafni. Þar getur verið átt við persónu, dýr eða jafnvel hlut. Dæmi: Maðurinn heitir Jón en ko...

category-iconHugvísindi

Eru til nákvæmar tölur yfir hvað Hitler drap marga til samans?

Nei, ekki í tugum. Giska verður á tölurnar í stórum dráttum. Þannig viðurkenna sagnfræðingar almennt að nasistar stóðu fyrir drápi á um 6 milljónum gyðinga. Einnig er talið að nasistar hafi látið drepa hátt í hálfa milljón sígauna. Dæmið verður erfiðara þegar kemur að þeim þjóðum sem nasistar drápu í stórum stíl s...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað er útselskópur?

Útselskópur er afkvæmi útsels (Halichoerus grypus) en svo nefnist önnur tveggja selategunda sem kæpa hér á landi. Hin tegundin er landselur (Phoca vitulina). Útselir eru stórar skepnur. Brimlarnir geta orðið allt að 300 kg að þyngd og 3 metrar á lengd en urturnar verða mest um 180 kg að þyngd. Kópar útselsins ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað eru svartstrompar eða svartar hverastrýtur?

„Svartar hverastrýtur“ eru neðansjávarhverir sem spúa heitum, steinefnaríkum jarðhitavökva út í kaldan sjóinn. Þá falla út steindir, einkum súlfíð, sem byggja upp strompana og valda jafnframt svertu stróksins. Svartstrompar fundust fyrst árið 1977 á Austur-Kyrrahafshryggnum þegar vísindamenn frá Scripps-hafran...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hver er munurinn á gulri, grænni og rauðri papriku?

Til eru margar gerðir af paprikum, ólíkar að stærð, lögun og lit. Allar paprikur mynda fyrst græn aldin en þegar þau þroskast breyta þau um lit og verða rauð, gul, appelsínugul, hvít eða dökkfjólublá. Græn paprika er því í raun óþroskuð. Það er þó meira en liturinn sem breytist við þroskun, bragð og næringaref...

category-iconLæknisfræði

Hvað er skorpulifur og af hverju myndast hún?

Lifrin er stærsti kirtill líkamans og vegur um eitt og hálft kíló. Hún skiptist í tvö lifrarblöð og er hægra megin ofarlega í kviðarholinu þar sem hún er varin af rifbeinum. Í lifrinni eru unnin um 500 mikilvæg störf. Meðal helstu starfa er framleiðsla blóðprótína sem eru nauðsynleg fyrir til dæmis blóðstorknun, s...

category-iconNæringarfræði

Eru "diet"-vörur fitandi eða óhollar?

Það að segja vöru "diet" eða "létta" flokkast í reglugerð Hollustuverndar Ríkisins undir næringarfræðilegar fullyrðingar. Til að vöru megi merkja á þennan hátt þarf orkuinnihald í vörunni að vera að minnsta kosti 25% minna en í sambærilegri vöru. Það er svolítið erfitt að skilgreina orðið "fitandi". Orkuinntaka...

category-iconNæringarfræði

Hvernig þarf maður að bæta upp þá næringu sem maður fær ekki ef maður borðar ekki fisk?

Upphafleg spurning var:Hvað getur maður borðað eða tekið inn ef maður getur ekki borðað fisk? Og þá hversu mikið magn til að fá öll þau bætiefni sem líkaminn þarf?Í fiski er að finna mörg lífsnauðsynleg næringarefni, en flest þeirra er einnig hægt að fá í ríkum mæli úr öðrum fæðutegundum. Í raun er aðeins tvö lífs...

category-iconNæringarfræði

Af hverju drekkum við mjólk úr kúm en ekki hestum?

Aðalástæðan fyrir þvi að við notum kúamjólk frekar til manneldis en mjólk annarra spendýra eða jórturdýra, er líklega sú að nyt kúa er mun meiri en annarra dýrategunda. Það er einfaldlega hagkvæmara að mjólka kýr en hryssur, því kýrnar mjólka meira. Annars er mjólk annarra jórturdýra einnig notuð í einhverjum ...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvers vegna kemur stundum strókur á eftir flugvélum og hvers vegna er hann mislangur og helst mislengi sýnilegur í loftinu?

Hér er einnig að finna svar við spurningu Halldórs Jóhannssonar Af hverju kemur hvít rák eða rákir á himininn á eftir flugvélum? Þotur skilja eftir sig hvíta rák á himninum af sömu ástæðu og við getum stundum séð andardráttinn okkar, það er að segja loftið sem við öndum frá okkur. Útblásturinn frá þotuhreyf...

category-iconVeðurfræði

Af hverju eru ský á himnum?

Í svari Sigurðar Steinþórssonar við spurningunni: Hvaðan kemur vatnið? segir: Vatnið er í samfelldri hringrás: það gufar upp úr sjónum á suðlægari breiddargráðum, berst inn yfir landið þar sem það þéttist og fellur til jarðar, streymir aftur til sjávar í vatnsföllum eða berst niður í berggrunninn sem grunnvatn - ...

category-iconNæringarfræði

Hvernig er majónes búið til?

Majónes er ýrulausn (feitiupplausn eða þeytulausn) sem á ensku er kallað "emulsion." Þetta á við um efni þar sem fitukúlur eru dreifðar í vatnsfasa eða vatnskúlur dreifðar í fitufasa. Majónes er 80% feit vara og fólk ætti því að neyta þess í hófi. Majónes er óvenjuleg matvara því að fitan myndar dreifða fasann í ý...

Fleiri niðurstöður