Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 2133 svör fundust
Hvaðan er orðatiltækið að vera í essinu sínu upprunnið? Hvaða ess er átt við?
Orðasambandið að vera í essinu sínu, 'vera mjög vel fyrir kallaður, vera upprifinn' er fengið að láni úr dönsku, at være i sit es. Sama orðasamband er einnig til í þýsku, in seinem Esse sein. Hvorugkynsorðið ess er þekkt í málinu allt frá því á 17. öld í merkingunni 'gott ástand'. Es í dönsku er talið eiga ræt...
Hvað éta jaðrakanar?
Jaðrakaninn (Limosa limosa) er dæmigerður votlendisfugl. Upp úr aldamótunum 1900 einskorðaðist útbreiðsla hans við Suðurlandsundirlendi en fram eftir 20. öld hefur fuglinn sest víðar að. Hann verpir nú á láglendissvæðum á Vesturlandi, Norðurlandi og einnig fyrir austan. Fæða jaðrakansins er mestmegnis úr dýrarí...
Hvaðan kemur orðið 'fílapensill'?
Orðið fílapensill er tökuorð úr dönsku filipens. Það orð er aftur talið ummyndun úr lágþýsku fleirtölunni finnepins (et. finnepin) sem samsett er úr finne 'nabbi í húð' og pin 'pinni'. Orðið finne var einnig tekið upp í sænsku í þeirri merkingu. Bæði í þýsku og sænsku er Finne/finne nafn á þjóðinni sem byggir Finn...
Hvað þýðir orðið Grindill og hvaðan kemur það?
Grindill er bær í Fljótum í Skagafjarðarsýslu. Nafnið er í Landnámu, “á Grindli” (Íslensk fornrit I:243). Í sumum handritum stendur Grilli og eru dæmi frá 15. öld um þá mynd (Íslenskt fornbréfasafn IV:250). Myndin Grillir hefur verið algengust í mæltu máli fram á þennan dag. Nafnið telur Margeir Jónsson upphaf...
Af hverju heitir Grímsnes þessu nafni?
Elsta heimild fyrir nafninu er Landnámabók (385 og 387) en þar segir að Grímur nam Grímsnes. Ekki er getið föðurnafns hans en hann bjó fyrst í Öndverðarnesi og síðan að Búrfelli. Grímsnes hefur því líklega átt við þann hluta sveitarinnar sem næst liggur ármótum Sogs og Hvítár. Hér sést suðurhlutinn á hinu eiginl...
Af hverju heita hesthús, fjárhús, hænsnahús og fleira eftir íbúum sínum, en svo heitir kýrhús allt í einu fjós?
Orðið fjós er mjög gamalt í málinu. Það var upphaflega samsett orð, *fē-(h)ūs sem dróst saman og varð fjós við það að ē, sem fór næst á undan uppmælta sérhljóðinu ū varð að hálfsérhljóðinu -i- sem síðar varð að -j-. Upphaflega var orðið fjós samsett orð, fé(h)ús. Fjósið var notað fyrir stórg...
Hvaðan kemur orðatiltækið „að sitja á hakanum“ og hver er upprunaleg merking þess?
Orðasambandið sitja á hakanum merkir að ‛verða út undan, mæta afgangi’. Það þekkist frá 18. öld. Annað svipað frá sama tíma kemur fyrir í íslensk-latnesk-danskri orðabók Björns Halldórssonar sem gefin var út 1814. Það er að verða á hakanum sem Björn segir notað um það að fá ysta eða versta sætið. Fleiri afbr...
Hvaðan er leikurinn 'Fram, fram fylking' upprunninn og hvaðan kemur textinn sem sunginn er í honum?
“Fram, fram fylking” hefur verið vinsæll leikur meðal íslenskra barna í meir en 100 ár. Vitað er að höfundur textans var Ari Jónsson (1833-1907), bóndi á Þverá í Eyjafirði. Nafn hans kemur fram í bókinni Kvæði og leikir handa börnum eftir Halldóru Bjarnadóttur (1873-1981) en sú bók kom út árið 1917 og var ein fyrs...
Hvaða íslenski texti er sunginn við breska þjóðsönginn?
Íslenski textinn sem sunginn er við breska þjóðsönginn God save the king (eða queen, eftir því hvers kyns þjóðhöfðinginn er hverju sinni), er Íslands minni eða Eldgamla Ísafold eftir Bjarna Thorarensen (1786-1841). Kvæðið orti Bjarni þegar hann var kornungur lagastúdent í Kaupmannahöfn í upphafi 19. aldar. Fyrs...
Er jafnvægisskynið ef til vill sjötta skilningarvitið?
Upphaflega hljómaði spurningin svona: Oft hefur verið talað um fimm skynjanir okkar, þ.e. lykt, sjón o.s.frv. En er ekki hægt að tala um jafnvægisskynið sem sjötta skilningarvitið? Eins og spyrjandi bendir réttilega á er hefð fyrir því að tala um að menn hafi fimm skilningarvit, eða sjónskyn, heyrnarskyn, lykta...
Hvað eru hrúgurök?
Rökin sem þekkjast undir nafninu hrúgan (sorites, dregið af gríska orðinu um hrúgu) eru náskyld svokölluðum fótfesturökum og eru reyndar oft talin til þeirra. Meira má lesa um fótfesturök í svari höfundar við spurningunni Hvað eru sleipurök? Hrúgurökin voru vel þekkt meðal fornmanna. Sagnaritarinn Díogeneas Laertí...
Getur fólk sem missir útlim enn fundið fyrir honum þótt hann vanti?
Hægt er að finna fyrir útlim sem fólk hefur misst eða fæðst án og nefnist það að hafa vofuverk eða gerningaverk. Á ensku kallast útlimurinn sem er horfinn 'phantom limb' og á íslensku draugalimur. Draugalimur er nokkuð algengur þar sem um 70% fólks sem missir útlim finnur fyrir honum áfram. Algengast er að fólk fi...
Hvað fer fram í vinstra heilahveli og hvað fer fram í því hægra?
Við fyrstu sýn virðast heilahelmingarnir tveir, vinstra og hægra heilahvel (e. hemisphere), vera nákvæmlega eins. Við nánari athugun kemur þó í ljós að líffærafræðilegur munur er á þeim. Til dæmis er stærðarmunur á einstökum heilastöðvum, þótt hann sé reyndar nokkuð einstaklingsbundinn. Hægra heilahvelið er yfirle...
Er örnefnið Grýla til og hvað merkir orðið?
Grýla er nafn á allmörgum stöðum í landinu, að minnsta kosti einum 20 talsins, oftast eru það sérkennilegir klettar, drangar eða vörður. Nafnið er hið sama og á óvættinni, sem er í tröllkonulíki og þekkt er úr þjóðtrúnni. En nafnið er einnig til á goshver í Hveragerði í Árnessýslu. Lengi hefur hann verið nefnd...
Hvers vegna er fólk með Down-heilkenni stundum kallað mongólítar?
John Langdon Down var fyrstur til að lýsa Down-heilkenni en hann kallaði það mongólisma.Down-heilkenni er kennt við breska lækninn John Langdon Down (1828-1896) sem var fyrstur til að lýsa því í grein sem hann birti árið 1866. Þá reyndu fræðimenn oft að flokka fólk í kynþætti eftir ýmsum útlitseinkennum, en sú flo...