Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 8046 svör fundust

category-iconHugvísindi

Hvernig dó Tolstoj?

Lév Nikolajevítsj Tolstoj greifi fæddist 28. ágúst árið 1828 í Jasnaja Poljana í Túla-héraði í Rússlandi. Foreldra sína missti hann ungur að árum og móður sína þekkti hann aldrei. Sextán ára var hann sendur í fóstur til frænku sinnar í Kazan og stuttu síðar hóf hann nám í austurlenskum málum og lögfræði við háskól...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað gera dýrafræðingar?

Dýrafræðingar vinna að mjög fjölbreytilegum rannsóknum á dýrum af öllum stærðum og gerðum. Á verksviði dýrafræðinga er meðal annars flokkunarfræði dýra, að kanna skyldleika tegunda innbyrðis og stærri hópa og fylkinga, hegðun dýra, lýsa útliti þeirra og lífsháttum svo að fátt eitt sé nefnt. Aristóteles til vins...

category-iconBókmenntir og listir

Er eitthvert sannleikskorn í grísku goðsögunum?

Hér er svarað eftirtöldum spurningum: Getur verið að eitthvert sannleikskorn sé í grísku goðsögunum? Ef já, hverjum og hvers vegna? (Kristinn Hróbjartsson) Af hverju voru Grikkir svo uppteknir af hetjusögum? Var stuðst við einhverjar heimildir um það að hetjurnar hafi verið til? (Kristinn Hróbjartsson) Voru Her...

category-iconTölvunarfræði

Af hverju eru stafirnir á lyklaborðinu settir upp eins og þeir eru?

Fjölmargir hafa velt röðun stafanna á lyklaborðinu fyrir sér og leitað svara hjá Vísindavefnum. Aðrir spyrjendur voru: Árni Geir Ómarsson, Birgir Guðmundsson, Birgir Gylfason, Einar Þorvarðarson, Andri Valur Ívarsson, Sverrir Björnsson, Gústi Linn, Ingibjörg Sölvadóttir,Oddur Sigurðsson, og Sigurbjörg Guðmundsdó...

category-iconBókmenntir og listir

Hvað getið þið sagt mér um ferð Þórs til Geirröðargarða í Snorra-Eddu?

Snorra-Edda er að miklu leyti á samtalsformi. Í þriðja hluta hennar sem nefnast Skáldskaparmál, segir Bragi, hið mikla skáld, frá ferð Þórs til Geirröðargarða. Þór var sterkastur ása og átti hann þrjá hagleiksgripi; hamarinn Mjölni, megingjarðirnar og járnglófana. Vegna þess hve skaftstuttur Mjölnir var þá þurf...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er piparúði og hversu hættulegur er hann?

Oft er talað um "Mace" þegar piparúði er nefndur en það er fyrirtæki sem framleiðir þessa vöru. Lögregla hefur notað piparúða í áratugi í stað skotvopna eða annarra skaðlegri vopna til þess að hafa hemil á fólki sem ekki bregst við fyrirmælum. Í sumum löndum getur almenningur keypt piparúða, þó ekki á Íslandi. ...

category-iconSálfræði

Er gott eða slæmt að vera forvitinn?

Forvitni er tilfinning sem er náttúrulegur grundvöllur þekkingarleitar. Hún er sú þrá að vilja vita nýja hluti að baki vísindalegri uppgötvun og könnun heimsins; forvitnar manneskjur leita að ævintýrum og framandi tækifærum til að gera sér lífið áhugaverðara. Forvitni er, í sinni hreinustu mynd, mannleg tilhneigin...

category-iconLandafræði

Hvar er mesta þéttbýli í Bandaríkjunum?

Samkvæmt upplýsingum um Bandaríkin á Wikipediu búa tæpar 314 milljónir manna í Bandaríkjunum en íbúaþéttleiki er tæplega 34 íbúar á ferkílómetra (km2). Til samanburðar er íbúaþéttleiki Íslands um 10 sinnum minni en í Japan 10 sinnum meiri. Íbúaþéttleiki Bandaríkjanna er tiltölulega lítill miðað við önnur lönd. ...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvaða rakastig er æskilegt að hafa innandyra og hvað er það vanalega hér á Íslandi?

Rakastig í lofti er háð rakamagni lofts og er ýmist gefið upp sem kg vatnsgufa á kg þurrt loft eða, sem algengara er í almennu tali, hlutfall raka af hámarksrakamagni sem loft getur innihaldið; % hlutfallsraki (%HR). Rakamagn sem loft getur mest haldið (rakamettun) er mjög háð hitastigi, loft við 20 °C getur þa...

category-iconTrúarbrögð

Hvað er wahhabismi sem er ríkjandi í Sádi-Arabíu?

Íslam skiptist í tvær greinar, súnníta og sjíta. Flestir Sádi-Arabar eru súnnítar. Wahhabismi er nafnið á hugmyndafræði sem er ríkjandi í Sádi-Arabíu. Hugmyndafræðin á upphaflega rætur sínar að rekja til fræðimanns að nafni Múhammeð ibn Abd Wahhab (1703-1792) sem var uppi á 18. öld. Wahhab var frá Najd, sem er...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Gætu nýjar hákarlategundir komið til Íslands þar sem hitastig er að hækka vegna gróðurhúsaáhrifa?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:Þar sem hitastig jarðar fer hækkandi vegna gróðurhúsaáhrifanna er þá möguleiki að stærri rándýr eins og hákarlar, sem sækjast í heitari sjó, komi til sjávar í kringum Ísland á næstunni? Hitastig hefur farið hækkandi á jörðinni síðastliðin ár. Til að mynda hefur hitastig á s...

category-iconLæknisfræði

Hvenær urðu blóðbankar til og hvernig er hægt að geyma blóð?

Einnig hefur verið spurt: Hvað geymist blóð í blóðbönkum lengi? Er til gerviblóð? Hver (og hvenær) fann fyrst út að hægt væri að taka blóð úr manneskju, geyma það og nota það síðar í aðra manneskju? Það er gefa blóð. Hugmyndir um að nota eða taka blóð úr fólki í lækningaskyni eru mjög gamlar. Í margar aldir vo...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Af hverju voru nornir brenndar á miðöldum?

Miðaldir er tímabil sem í hugum nútímafólks er oft tengt fáfræði og grimmd, og þar á móti hefur endurreisnartíminn þá ímynd að þá hafi hið háleita og vísindalega hlotið framgang í menningarlífi Evrópu. Rétt er að hafa í huga að slík tímabil eru huglægar smíðar fræðimanna gerðar þeim til hægðarauka, en endalok miða...

category-iconVerkfræði og tækni

Hver fann upp ritvélina og hvenær var það?

Tilkoma ritvélarinnar, líkt og margra annarra uppfinninga, átti sér langa sögu og því hefur til dæmis verið haldið fram að einhvers konar ritvél hafi verið fundin upp 52 sinnum! Eitt helsta markmið ritvélarinnar var að gera fólki kleift að skrifa hraðar en mögulegt var með pennan einan að vopni. Árið 1714 fékk...

category-iconNæringarfræði

Hvernig voru geirfuglar matreiddir þegar þeir voru uppi?

Við þessari spurningu eru til þrjú mismunandi löng svör. Svar 1 Við vitum það ekki fyrir víst. Svar 2 Bringurnar voru að öllum líkindum bara soðnar og svo hugsanlega settar í súr eða jafnvel saltaðar er salt fékkst en það var að afar skornum skammti allt fram á 19. öld. Svar 3 Eins og kemur fram í ágæt...

Fleiri niðurstöður