Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Hvað eru margir píramídar í Egyptalandi?
Alls hafa fundist um 80 píramídar í Egyptalandi. Þeir eru þó ekki allir heilir og margir eru rústir einar. Egyptar voru líklega fyrstir allra þjóða til að reisa píramída. Elsti píramídinn var að öllum líkindum reistur kringum 2650-2575 f.Kr. og er nefndur þrepapíramídinn í Sakkara. Lesa má meira í svari Unnars ...
Hvað búa margir í Asíu?
Asía er fjölmennasta heimsálfa jarðar. Talið er að um mitt ár 2012 hafi Asíubúar verið um 4,2 milljarðar. Þetta er um 60% alls mannkyns. Asía. Kína er fjölmennasta ríki Asíu og jafnframt fjölmennasta ríki heims. Þar búa rúmlega 1,3 milljarðar manna eins og fjallað er um í svari við spurningunni Hvað búa nák...
Hvaða tungumál er mest talað í Evrópu?
Spurningunni er ekki auðsvarað. Ef aðeins er litið til þeirra landa sem aðild eiga að Evrópusambandinu tala flestir þýsku. Þýska er að sjálfsögðu opinbert mál í Þýskalandi þar sem rúmlega 82 milljónir manna búa. Þýska er einnig opinbert mál í Austurríki en svæðisbundið eru þar töluð málin króatíska, slóvenska og u...
Hverjar eru höfuðborgir Suður-Afríku?
Langflest ríki heimsins hafa einungis eina höfuðborg en einhver, líkt og Suður-Afríka, hafa fleiri en eina. Suður-Afríka er, eins og nafnið gefur til kynna, syðst í Afríku. Landið er 1.219.090 km2 eða um tólf sinnum stærra en Ísland. Áætlaður mannfjöldi í júlí árið 2010 er rétt rúmlega 49 milljónir. Í Suð...
Skilja kindur hver aðra?
Margir lesendur Vísindavefsins hafa áhuga á gáfnafari sauðkinda. Við höfum meðal annars svarað spurningunni Eru kindur gáfaðar? Þar segir til dæmis: Við getum fullyrt að kindur eru frekar heimskar í samanburði við manninn, en ef við miðum við önnur jórturdýr er ekki gott að segja hvort kindurnar séu eftirbátar þe...
Er veður í einhverri mynd á öðrum plánetum?
Í aðalatriðum er svarið já: Ef lofthjúpur er á tiltekinni reikistjörnu eða tungli í sólkerfi þá er þar líka nær alltaf "veður" í þeim skilningi sem eðlilegt er að leggja í það orð. Það sem við köllum veður er í rauninni hreyfingar og aðrar breytingar í lofthjúpnum kringum okkur. Vindurinn er í rauninni loftstr...
Er það rétt að tannskemmdir hafi ekki þekkst meðal Forngrikkja?
Nei, það er ekki rétt. Þótt ekki sé mikið rætt um tannpínu í þeim forngrísku textum sem varðveist hafa eru þó til orðin odontalgía, sem þýðir tannpína, og sögnin odontalgeo, sem þýðir að hafa tannpínu. Þessi orð koma til að mynda fyrir í ritum hins fræga læknis Galenosar. Nú er vitaskuld hægt að finna til tannpínu...
Er atómljóð og prósaljóð sama fyrirbærið eða er einhver munur þar á?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hver, ef einhver, er helsti munurinn á atómljóðum annars vegar og prósaljóðum hins vegar? Í stuttu máli er helsti munurinn sá að prósaljóð er alþjóðlegt hugtak en atómljóð séríslenskt. Hugtakið prósaljóð er alþjóðlegt hugtak um skáldlegan texta sem ekki er á bundnu ...
Hvað er átt við með orðinu strandaglópur?
Orðið strandaglópur er í nútímamáli oft notað um fólk sem ekki kemst leiðar sinnar vegna atvika sem það hefur enga stjórn á en stundum eru gerðar athugasemdir við þessa notkun. Orðið kemur fyrir í fornu máli í myndinni strandarglópur, og er þar notað í bókstaflegri merkingu eins og Jón G. Friðjónsson bendir á í Me...
Er franskbrauð óhollara en heilhveitibrauð? Og þá hversu miklu?
Út frá næringargildi þessara afurða má fullyrða að heilhveitibrauð sé hollara en franskbrauð. Heilhveitibrauð inniheldur meira en franskbrauð af ýmsum B-vítamínum og steinefnum auk trefjaefna. Munurinn á þessum brauðum liggur í því hveiti sem notað er. Í franskbrauð, eða hvítt brauð, er notað hvítt hveiti sem e...
Hvernig sannar vitund að til er annað en hún?
Spyrjandi á væntanlega við hvort mögulegt sé, og þá hvernig, að setja fram sönnun á tilvist annarra hluta en eigin vitundar. Erfitt, eða jafnvel ómögulegt, er að efast um tilvist eigin vitundar en spurningin er hvort ég geti til dæmis sannað að hlutirnir sem ég skynja í kring um mig eigi sér sjálfstæða tilvist fre...
Frýs vatn alltaf við 0°C, sama hver loftþrýstingurinn er?
Nei, alls ekki. Í svari við spurningunni Suðumark vatns lækkar við minnkandi þrýsting, en getur ís soðið? má meðal annars sjá eftirfarandi mynd. Lesendur eru hvattir til að lesa það svar áður en lengra er haldið. Eins og sjá má liggur línan milli storkuhams (íss) og vökvahams (fjótandi vatns) í átt til lækkandi h...
Hver var Hugo Grotius og hvert var hans framlag til fræðanna?
Hugo Grotius var einn þeirra andans manna á sautjándu öldinni sem stuðluðu að grundvallarbreytingum á vestrænni menningu. Í dag er hans helst minnst sem lögspekings og þá sérstaklega vegna hugmynda hans um alþjóðalög eða þjóðarétt, en hann skrifaði einnig verk um guðfræði og flestar greinar heimspekinnar. Hann þót...
Af hverju eru orðið konar greint sem nafnorð?
Orðliðurinn -konar í alls konar, annars konar, ýmiss konar, þess konar er upphaflega nafnorð. Í fornu máli var til nafnorðið konur í merkingunni 'ættingi, sonur, afkomandi, sonur', skylt orðinu kyn 'ætt, tegund, kynferði'. Eignarfall orðsins konur var konar og lifir það í fyrrgreindum orðasamböndum sem stirðnað ei...
Eru til sérstök nöfn á nóttum?
Nóttum hafa ekki verið gefin nein sérstök nöfn í íslensku. Talað er um sunnudagsnótt, mánudagsnótt, þriðjudagsnótt, o.s.frv. og er þá átt við aðfaranótt næsta dags. Sunnudagsnótt er þannig aðfaranótt mánudags. Málverkið Stjörnubjört nótt sem Vincent van Gogh málaði í júní 1889. Í öllum germönskum málum eiga da...