Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 3073 svör fundust
Hver er stærsti og minnsti fugl í heimi?
Strúturinn (struthio camelus) er stærsti núlifandi fugl í heimi. Hann getur orðið allt að 155 kg á þyngd, og fullorðnir karlfuglar ná oft 250 cm hæð. Hálsinn er þó helmingurinn af þeirri hæð. Áður fyrr voru strútar um alla Afríku og mikinn hluta Vestur-Asíu en þeim fór fækkandi og eru nú flestir í sunnanverðri ...
Ef þversumma tölu er dregin frá henni, hvers vegna er útkoman þá alltaf deilanleg með 9?
Upphaflega spurningin var sem hér segir:Getið þið útskýrt fyrirbærið á þessari slóð?Hér á eftir kemur í ljós að þetta er í raun sama spurningin en við höfum sett hana fram þannig að hún snúi að vísindum og geti vakið almennan áhuga. Á vefsetrinu sem vísað er til er gesturinn beðinn að taka einhverja tveggja stafa ...
Hversu margir fæðast og deyja að meðaltali á dag í heiminum?
Meðaltíðni fæðinga og dauðsfalla er mismunandi ár hvert. Í þessu svari er miðað við tölur frá 2017. Til samanburðar má benda á svar TÞ frá 22.6.2000 við spurningunni Hvað búa margir í heiminum? en þar er að finna samskonar tölur fyrir árið 2000. Á heimasíðu Bandarísku manntalsskrifstofunnar (US Census Bureau) er a...
Hvernig eru lifnaðarhættir adeliemörgæsa?
Adeliemörgæsin (Pygoscelis adeliae) er meðal smæstu núlifandi tegunda mörgæsa í heiminum, um 3-5 kg að þyngd og um 70 cm á hæð. Heimkynni adeliemörgæsarinnar er Suðurskautslandið og nokkrar aðliggjandi eyjar og er hún eina mörgæsin fyrir utan keisaramörgæsina (Aptenodytes forsteri) sem verpir á Suðurskautsland...
Hvað er EBITDA fyrirtækja og hvernig er hún reiknuð út?
EBITDA er ensk skammstöfun og stendur fyrir Earnings Before Interest, Taxes, Depreciation and Amortization. Með EBITDA er því átt við afkomu fyrirtækja áður en tekið er tillit til vaxtagreiðslna og vaxtatekna, skattgreiðslna og afskrifta. Á íslensku er algengt að þýða bæði depreciation og amortization sem afskrift...
Í sjónvarpsfréttum um daginn var rætt um styrk sólarljóssins. Hvaða mælingar eru þetta og hafa þær einhverja einingu?
Húðlæknastöðin birtir svokallaðan ÚF-stuðul (e. UV index) en ÚF stendur fyrir útfjólublátt (e. ultraviolet). Stuðullinn mælir áhrif útfjólublárra geisla á húðina. Útfjólublá geislun er ekki sýnileg en bylgjulengd ljóssins er frá 400 nm (nanómetrum) og niður í 100 nm, sumar skilgreiningar ná niður í 4 nm. Sýnile...
Hvernig eyðist Amasonskógurinn og hversu mikið af honum hverfur daglega og á einu ári?
Það var ekki fyrr en upp úr 1970 að regnskógareyðing fór að verða vandamál í Amasonregnskóginum og þá sérstaklega eftir að 5300 km löng hraðbraut (e. Trans Amazonian Highway) var lögð þvert í gegnum skóginn í Brasilíu árið 1972. Með hraðbrautinni jókst aðgangur manna að skóginum og hraði skógareyðingar margfaldaði...
Hvenær er skerpla og af hverju ber mánuðurinn það nafn?
Skerpla er nafn á öðrum mánuði í sumri. Hún tekur við af hörpu og hefst laugardaginn í 5. viku sumars, milli 19. og 25. maí. Skerpla er annar mánuður í sumri en skerpla vísar líklegast til lítils gróðurs að vori. Á þessum fallega degi í byrjun skerplu árið 2007 var þó enn snjór á Flateyri. Nafnið er ekki mjög...
Hvernig er áfengi dregið úr bjór þannig að hann megi kallast óáfengur?
Árlega eru framleiddir um 180 milljarðar (180.000.000.000) lítra af bjór í heiminum og ef við gefum okkur að framleiðslan sé í takt við neyslu þá eru 493 milljónir (493.000.000) lítra drukknir daglega. Íslendingar drekka samtals um 65 þúsund lítra af bjór á sólarhring eða um 80 lítra á mann á ári. Við bruggun l...
Ef framið er morð á svæði sem ekkert land hefur yfirráð yfir, hver sækir brotamanninn til saka?
Þegar afbrot eru framin þarf að ákvarða eftir hvaða lögum er farið við úrlausn málsins. Almenna reglan er sú að dæmt er eftir reglum þess lands þar sem brotið er framið, hvort sem brotamaður er með ríkisborgararétt þar eða ekki. Á þessu eru þó ákveðnar undantekningar, til dæmis út frá reglum um svonefndan úrlendis...
Hvað éta refir, éta þeir til dæmis krumma?
Fæðuval refa er mjög breytilegt bæði eftir tegundum og búsvæðum. Dr. Páll Hersteinsson prófessor við Háskóla Íslands hefur gert viðamiklar rannsóknir á íslenska refnum eða melrakkanum (Alopex lagopus) og þá meðal annars skoðað fæðuvistfræði hans. Niðurstöður rannsókna sem gerðar voru á sýnum sem safnað var á áru...
Getur jarðolía mengað jörðina?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Getur jarðolía mengað jörðina? Ef svarið er já, hvernig þá? Í jarðolíu eru efni og efnasambönd sem hafa skaðleg áhrif á menn og lífríki, þannig að þótt jarðolía komi úr jörðinni getur hún mengað jörðina. Jarðolía mengar ekki á meðan hún er ósnert á sínum upprunal...
Hvaða tré er best að gróðursetja í kringum strandblaksvöll svo boltinn fjúki ekki?
Hægt er að rækta upp skjólbelti í kringum strandblaksvelli, hvort sem þeir eru staðsettir við sjávarsíðuna eða inni í landi. Skjólbelti úr trjám og runnum eru hlýleg og falleg í umhverfinu og gegna því hlutverki að hægja vel á vindinum, oft er miðað við að holprósentan í skjólbeltum (það er hversu hátt hlutfall af...
Hvernig hefur peningastefna Seðlabankans áhrif á verðbólgu og efnahagsvöxt?
Seðlabanki Íslands framfylgir stefnu sinni í peningamálum einkum með því að hafa áhrif á vexti á því, sem kallað er peningamarkaður. Nú skiptir mestu máli hvaða vexti bankinn býður öðrum fjármálafyrirtækjum vegna innlána. Svokallaðir meginvextir Seðlabankans eru vextir á sjö daga bundnum innlánum. Aðrir bankar eig...
Hvað getur þú sagt mér um dýralíf í Svíþjóð?
Dýralíf Svíþjóðar líkt og annarra landa Skandinavíu tilheyrir hinni útbreiddu barrskógafánu. Í langflestum tilvikum nær útbreiðslusvæði tegundanna sem búa þar langt austur til Síberíuhásléttunnar. Alls eru 65 tegundir landspendýra í Svíþjóð og er engin þeirra einlend (e. endemic) í landinu. Af spendýrategundum...