Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 5572 svör fundust
Er ranghugmynd merkingarleysa? Geta hugmyndir verið réttar eða rangar?
Upprunaleg spurning var svohljóðandi: Fyrirbærið hugmynd er augljóslega hvorki það sama og staðhæfing eða fullyrðing, hvað þá heldur tilgáta eða kenning, sem aftur leiðir af sér að hugmynd getur þá hvorki verið "rétt" né "röng" (eða hvað?) sem slík, ólíkt öllum hinum fyrirbærunum enda jú bara hugmynd! Er þá ekki...
Hvað er vitað um eldgos í Heklu fyrir landnám?
Fyrir rúmlega 7000 árum hófst saga þeirrar Heklu sem við þekkjum nú. Um elsta þekkta gosið er fjallað sérstaklega í svari við spurningunni Hvenær gaus Hekla fyrst? Gossaga næstu 4000 ár einkenndist af stórum plinískum þeytigosum með löngu millibili. Aðeins er vitað um átta gjóskulög á því tímabili, en líklega eru ...
Til hvers er frumefnið evrópín (Eu) notað og af hverju er heiti þess dregið af heimsálfunni Evrópu?
Frumefnið evrópín nefnist europium á ensku. Það hefur sætistöluna 63 í lotukerfinu og efnatáknið Eu. Atómmassi þess er 151,964 g/mól. Frumefnið finnst í náttúrunni og er stöðugt en stöðug frumefni búa yfir minnst einni stöðugri samsætu (e. isotope). Fundur frumefnisins er eignaður franska efnafræðingnum Eugène-Ana...
Eru til fleiri en einn kvarði til að ákvarða stærð jarðskjálfta?
Hægt er að skilgreina stærð jarðskjálfta á ýmsan veg og hafa margir stærðarkvarðar verið notaðir til að ákvarða hana. Til eru kvarðar sem nota útslagsstærð (ML) en það er hin upphaflega stærð jarðskjálfta samkvæmt skilgreiningu Richters, rúmbylgjustærð (mb), yfirborðsbylgjustærð (Ms), varandastærð (M$\tau$) og væg...
Hvaðan eru kleinur upprunnar? Eru þær íslenskt fyrirbæri?
Kleinur eru í sínu einfaldasta formi mjöl og vökvi eins og öll önnur brauðdeig veraldarinnar íblandað eggjum og fitu sem er soðið eða steikt upp úr feiti. Það sem einkennir kleinur frá öðru soðbrauði er formið sem er einskonar slaufuform sem myndað er með því að gera rifu í miðjuna á útflöttum, tígullaga eða ferhy...
Hvað er naflaslit, geta fullorðnir lent í því líka?
Upprunalega hljómaði spurningin svona:Hvað er naflaslit (hjá ungbörnum) og hvert er fræðiheitið? Naflaslit (naflahaull, e. umbilical hernia) er ein tegund af kviðsliti enda einnig kallað naflakviðslit. Kviðslit verður þar sem kviðveggur veikist á afmörkuðu svæði og rofnar þannig að innihald kviðarins eins og kv...
Væri hægt að lenda geimfari á ytri reikistjörnum sólkerfisins?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:Væri hægt að lenda geimfari á ytri reikistjörnum sólkerfisins? Er einhver fasti til þess að lenda á? Ytri reikistjörnur sólkerfisins eru fjórar talsins: Júpíter, Satúrnus, Úranus og Neptúnus. Þær eru allar gasrisar og hafa ekkert fast yfirborð. Þess vegna er ekki hægt að le...
Hvar er hafsauga og hvað er átt við með orðinu?
Orðið hafsauga merkir samkvæmt Íslenskri orðabók (2002:518) ‘staður langt úti í hafi, ysta hafsbrún’. Í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans eru fáeinar heimildir og er hin elsta þeirra frá 1749. Hún er úr bréfi Eggerts Ólafssonar, náttúrufræðings og skálds, „til N.N. á Íslandi, um safn til ritgjörðar um eldfjöll á Ís...
Hverjir eru helstu mengunarvaldar hafsins og hvaða áhrif hafa þeir á lífverur sjávar?
Orðatiltækið „lengi tekur sjórinn við“ er vel þekkt en það var almenn trú manna að hafið, þetta gríðarlega flæmi sem þekur um 70% af yfirborði jarðar, gæti endalaust tekið við úrgangi okkar mannfólksins. Nú þegar mannkynið er komið yfir 6,3 milljarða og óhugnanlegt magn af úrgangi og spilliefnum berst á hverjum de...
Hverjir voru forfeður Trójumanna?
Trója hét öðru nafni Ilíonsborg eða Ilion og á eldra málstigi *Wilios. En það mun vera sama borgin og borgin Wilusa sem þekkt er úr hittitískum heimildum. Hittítaveldið var öflugt ríki í Litlu-Asíu frá 18. öld til 12. aldar f.Kr. Veldi þeirra náði yfir stærstan hluta Litlu-Asíu, norðvesturhluta Sýrlands og hluta a...
Hvað getið þið sagt mér um kóngakrabba?
Kóngakrabbinn (Paralithodes camtschaticus) nefnist á ensku ‘king crab’ eða ‘kamtchatka crab’ eftir aðalheimkynnum hans í Okhotsk-hafi. Kóngakrabbinn er einnig algengur í kringum Alaska, á Beringssundi og undan eyjum í norðanverðu Kyrrahafinu. Kóngakrabbi (Paralithodes camtschaticus). Kóngakrabbinn þykir herram...
Hvernig varð Fossvogsdalurinn til og hvað eru Fossvogslögin?
Reykjavíkurgrágrýtið svonefnda þekur mikinn hluta Reykjavíkursvæðisins, frá Mosfellsdal í norðri og suður fyrir Hafnarfjörð. Aldur þess er óviss, en sennilega er að minnsta kosti yngsti hluti þess frá upphafi síðasta hlýskeiðs fyrir um 120.000 árum. Eitt sinn var talið að Reykjavíkurgrágrýtið hefði komið ú...
Hversu mörg afkvæmi geta leðurblökur eignast?
Leðurblökur (Chiroptera) eru einu spendýrin sem geta flogið. Þekktar eru um 1.200 tegundir af leðurblökum og aðeins finnast fleiri tegundir hjá nagdýrum (Rodentia) af öllum spendýrahópum. Það er nánast regla meðal leðurblaka að kvendýrin gjóti einum unga. Aðalundantekningin eru leðurblökur af ættkvíslinni Lasiu...
Hvað vitið þið um hinn óvenjulega svissneska fána?
Svissneski fáninn er hvítur jafnarma kross á rauðum feldi. Hann er óvenjulegur að því leyti að allar hliðar hans eru jafnlangar. Svissneski fáninn er einn af aðeins tveimur ferningslaga ríkisfánum heims, hinn er fáni Vatíkansins. Svissneski fáninn er hvítur kross á rauðum feldi. Svissneski fáninn á rætur að...
Hver var Jóhanna af Örk?
Jóhanna af Örk var frönsk frelsishetja sem seinna var gerð að dýrlingi. Hún var fædd um árið 1412 og dó 30. maí árið 1431 aðeins 19 ára gömul. Hennar rétta nafn er Jeanne d’Arc en hún var stundum einnig kölluð Mærin frá Orlèans. Jóhanna af Örk. Sagan segir að Jóhanna hafi sagst hafa fengið sýnir frá guði þar...