Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Af hverju þurfa tenniskonur að spila í pilsum?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Á hvaða forsendum eru kvenkyns tennisspilarar skikkaðir til að vera í pilsum, meðan karlarnir mega bara ráða þessu sín megin? Og þá ekki síður, hvers vegna hefur enginn reynt/tekist að breyta þessu fáránlega karlrembulega misræmi?! Stutta svarið við spurningunni er að engar alm...
Hvað er pönk?
Engin undirstefna dægurtónlistarinnar – fyrir utan sjálft frumrokkið (Elvis Presley og fleiri) – hefur haft jafn umbyltandi áhrif og pönkið. Stefnan kom fram á áttunda áratugnum, samhliða í Bretlandi og Bandaríkjunum. Fyrst um sinn þróaðist hún í andstöðu við vinsældatónlist sem hafði tekið sér bólfestu í meginstr...
Hvers vegna nota Bandaríkjamenn aðrar mælieiningar en Evrópubúar?
Upphafleg spurning var:Bandarískar mælieiningar. Er einhver rökhugsun á bakvið Fahrenheitin (sbr. 0°C, frostmark, 0°K alkul og svo framvegis) eða er þetta bara einhver tilviljun eins og flestar aðrar mælieiningar Bandaríkjamanna? Hver eru líka hlutföll á milli þumlunga, tomma, yarda og fleiri eininga og á milli le...
Er afsökun möguleg?
Vissulega hljómar íslenska orðið afsökun undarlega þegar við rýnum í það. Ef einhver er sekur um eitthvað, getur hann þá hætt að vera sekur ef hann er af-sakaður? Er sök viðkomandi eitthvað minni en þess sem hefur brotið af sér á sama hátt en hefur ekki hlotið afsökun? Varla getur það verið að hægt sé að breyta st...
Hvað var gert við geðsjúklinga á Íslandi fyrr á öldum?
Öll spurningin hljóðaði svona: Hvað var gert við geðsjúklinga (t.d. fólk með geðklofa) á Íslandi fyrr á öldum? Voru til einhvers konar hæli þar sem þeir voru „geymdir" eða voru þeir bara heima hjá fjölskyldum sínum? Geðsjúkt eða sinnisveikt fólk á Íslandi bjó við jafn misjöfn kjör og þau voru mörg fram til ...
Hvað getum við gert til að koma í veg fyrir eyðingu regnskóga?
Hitabeltisregnskógum er aðallega eytt af tveimur ólíkum ástæðum. Í fyrsta lagi á fátækt fólk sem býr í jaðri regnskóga oft ekki um annað að velja en að höggva skóginn og rækta landið til að lifa af. Þegar frjósemi jarðvegsins á þessum landskikum minnkar stundar fólk svonefnda sviðuræktun (e. slash and burn farming...
Er hægt að laga skemmd í geisladiski?
Við lestur geisladiska er lýst með leysigeisla á spíralferil á disknum sem inniheldur mislangar holur. Endurskinið frá holunum er táknað sem bitar. Holurnar eru á bakvið rúmlega 1mm þykkt glært plast, sem leysigeislinn þarf að lýsa í gegnum. Endurskinið frá spíralferlinum fer einnig í gegnum plastið til ljósnema. ...
Hvað eru estrógen og prógesterón og hvaða hlutverki gegna þau?
Estrógen og prógesterón eru kynhormón sem einkum er að finna í konum. Meginhlutverk þeirra er að stjórna tíðahring kvenna, en einnig gegna þau veigamiklu hlutverki við meðgöngu og fósturþroska. Bæði estrógen og prógesterón myndast í eggjastokkunum og að auki í svolitlu magni í nýrnahettum bæði kvenna og karla. ...
Hvaðan kemur hjátrúin að banka í við?
Það er mjög algeng og útbreidd hjátrú, einkum meðal kristinna manna, að banka (þrisvar) undir eða á viðarborð eða snerta tré. Um leið fara menn gjarnan með talnaþuluna 7 – 9 – 13, sem lesa má nánar um í svari sama höfundar við spurningunni Af hverju þykja tölurnar 7, 9 og 13 sérstaklega kynngimagnaðar? Þetta er ge...
Hvernig er mengun í hafinu farin að hafa áhrif á ísbirni?
Í heild hljóðar spurningin svona:Hvernig er mengun í hafinu farin að hafa áhrif á ísbirni? Hvaða efni eru það sem safnast fyrir í þeim og hvaðan koma þau helst? Rannsóknir á ísbjörnum eða hvítabjörnum (Ursus maritimus) benda til þess að ófrjósemi meðal þeirra hafi aukist verulega á undanförnum árum. Einnig hafa ...
Hvenær komst orðið ungabarn inn í íslenskt mál og hver ber ábyrgð á því að það sé talið rétt mál?
Orðið ungabarn kemur fyrst fyrir í þekktu ritmáli í ritsafni Jóns Árnasonar, Íslenskar þjóðsögur og æfintýri I-II, frá árunum 1862—1864. Ungbarn er skráð í Orðabók Háskólans allt frá miðri 16. öld (fyrsta heimild Lúkasarguðspjall í Nýja testamenti Odds Gottskálkssonar, 18:15) en gæti sjálfsagt verið enn eldra, ...
Úr því að að „svarti kassinn” í flugvélum eyðileggst ekki, af hverju er þá ekki öll flugvélin úr sama efni?
Ef reynt væri að gera stórar flugvélar úr þykku stáli eins og hylkin utan um flugritana er hætt við að þær gætu ekki flogið vegna þyngsla. Ef við hugsum okkur samt að þær kæmust á loft er óvíst að farþegum yrði vært inni í slíkum flugvélum, til dæmis vegna gluggaleysis. Sömuleiðis er óljóst að farþegarnir yrðu í r...
Hvaða not hafa skeldýr af því að framleiða perlur? Hafa þær einhvern annan tilgang en að sjá mannfólkinu fyrir skartgripum?
Skeldýr hafa í raun engin not fyrir perlurnar sem myndast þegar aðskotahlutur eins og sandkorn eða sníkjudýr festist innan í samloku lindýrsins, nánar tiltekið í möttlinum. Þegar það gerist seyta frumur í ysta lagi möttulsins efni utan um aðskotahlutinn og hjúpa hann. Efnið samanstendur aðallega af aragoníti (...
Eru meiri líkur á því að verða fyrir eldingu, eða jafnvel loftsteini, heldur en að vinna stærsta vinninginn í Víkingalottói?
Þessari spurningu er ekki einhlítt að svara. Dæmi sem þetta sýna hversu snúið getur verið að beita líkinda- og tölfræði á gagnlegan hátt. Líkur þess að maður verði fyrir eldingu eru hvorki óháðar því hver hann er né hvað hann gerir, auk þess sem að ákveða þarf til hvaða tímabils er tekið. Að sama skapi er auðvelt ...
Hvað getið þið sagt mér um Oskar Schindler sem bjargaði gyðingum með því að láta þá vinna í verksmiðjum sínum?
Oskar Schindler var af þýskum ættum, fæddur árið 1908 í þeim hluta keisaradæmisins Austurríkis-Ungverjalands sem nú tilheyrir Tékklandi. Eftir að hafa reynt fyrir sér með ýmsan rekstur sem ekki gekk sem skildi, komst hann yfir verksmiðju í Kraká skömmu eftir innrás Þjóðverja í Pólland. Schindler mannaði verksm...